Handbolti

Aron skráður inn á HM og lög­legur á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson hefur þurft að horfa á síðustu leiki en spilar vonandi á morgun.
Aron Pálmarsson hefur þurft að horfa á síðustu leiki en spilar vonandi á morgun. Vísir/Vilhelm

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er klár í slaginn eftir að hafa misst af fyrsta leik liðsins á móti Grænhöfðaeyjum.

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, tók þá ákvörðun í dag að skrá Aron Pálmarsson inn í íslenska hópinn á HM. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.

Aron er þar með löglegur í leikinn gegn Kúbu sem fer fram annað kvöld klukkan 19:30.

Það var jafnvel búist við því að Aron kæmi ekki inn í liðið fyrr en í milliriðli en þetta eru mjög góðar fréttir enda vantar íslenska liðinu meiri skotógnun fyrir utan.  Nú er bara að vona að hann sé kominn yfir meiðslin og geti klárað mótið af krafti.

Aron er gríðarlega reynslumikill leikmaður en þetta er hans sjötta heimsmeistaramót með íslenska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×