Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Konur vilja líka klám

Klámráðstefnan Snowgathering sem halda átti hér á landi hefur verið blásin af. Meðan einhverjir fagna sigri segja aðrir þetta ósigur tjáningarfrelsisins. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, hjúkrunar- og kynfræðing, sem segir konur sífellt sækja í sig veðrið hvað varðar kaup á kynferðislega opinskáu efni og í stað þess að stinga höfðinu í sandinn ættum við að gera kröfur um betra efni til handa öllum.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Einhverfa er fötlun, ekki hegðun

Gera má ráð fyrir að á Íslandi séu um 200 einstaklingar með einhverfu. Þekking á fötluninni er að sögn aðstandenda takmörkuð og skilningur oft lítill enda er um dulda fötlun að ræða þar sem hraustlega útlítandi börn eiga við mikla innri fötlun að stríða. Júlía Margrét Alexandersdóttir hitti Önnu Gísladóttur, móður tveggja einhverfra bræðra, sem segir einhverfa oft ekki tekna með í reikning þjóðfélagsins.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Rasismi - Hvað ber að gera?

Í ljósi aukins fylgis frjálslynda flokksins veltir Haukur Már Helgason fyrir sér hvernig rasismi birtist á hliðarlínum orðræðunnar og hvað beri að gera.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Þarf að hemja og temja börn?

Í mannlega þættinum í dag fjöllum við um spennandi hugmyndir sem eru að ryðja sér til rúms undir yfirskriftinni tengslauppeldi, eða barnmiðað uppeldi. Uppá engilsaxnesku er talað um "Attatchment Parenting" sem er þá vísun í tengslakenningar sem runnar eru undan rifjum sálfræðingsins fræga Johns Bowlbys.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Kraftaverkakonan með tækið

Fæðan er orðin svo mikið unnin hjá okkur - niðursoðin, hreinsuð, klóruð, söltuð, fitusprengd, lituð og sykruð. Svo er verið að auka framleiðsluna og þá eru notuð efni og aðferðir sem hafa áhrif á fæðuna – hormón, eitur og hver veit hvað.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Á gjörgæslu vegna fæðuóþols

Litli strákurinn minn byrjaði að fá magakveisu níu mánaða. Þá byrjaði ég að gefa honum sojajógúrt og graut. Hafði bara fengið brjóstamjólk, ávexti og grænmeti fram að því. Honum leið skelfilega, kúkaði blóði og grenjaði marga tíma á dag. Fór með hann til læknis en þeir fundu ekkert. Leitaði ráða hjá Möttu. Hann var þá með glútenóþol og sojaóþol.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Segir fyrir um sjúkdóma

Hugmyndin að tækinu byggir á hinni 5000 ára gömlu kenningu kínverskra lækninga um orkubrautir líkamans. Þannig er að hvert hinna stærstu líffæra á sína orkubraut í báðum hliðum líkamans – þar eru orkubrautir lifrar og galls, hjarta og blóðrásar, ristils og smáþarma, lungna, maga, þvagblöðru og nýrna, milta og briss.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Frá Hippókratesi til Matthildar

Í dag hafa fjölmargir bæst í hóp þeirra sem starfa í anda náttúrulækningastefnunnar og sinna heildrænni heilsufræði. Matthildur Þorláksdóttir náttúrulæknir er þeirra á meðal en hún rekur náttúrulækningastofu og matstofu í Grafarvogi.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Heilræðavísur í anda lífsleikninnar

Ungum er það allra best -- Að eiga val sem allra mest -- Að leika sér útum allar trissur -- Og óttast hreint ekki að gera skyssur. -- Að lesa og skrifa list er góð -- En líka að dansa og yrkja ljóð -- Að kunna að ærslast og eignast vini -- Ýmist af sam- eða gagnstæðu kyni.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Ég var í tossabekk

Já, fjölgreindarkenningin breytti öllu. Nú höfum við vísindalegar sannanir fyrir því að félags- og tilfinningaþroskinn segir best til um velgengni í lífinu. Og svo kom það líka í ljós eftir allt saman að heilinn virkar ekki vel þegar við erum óörugg og hrædd. Og fullur haus af niðursoðinni þekkingu hjálpar manni ósköp lítið á upplýsingaöld. Það eina sem raunverulega skiptir máli er hvernig okkur líður.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Efni, orka og andi

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð er heildrænt meðferðarform sem á sér rætur í hefðbundnum vestrænum vísindum.

Heilsuvísir