Á Saga Class um Klambratúnið Starri Freyr Jónsson skrifar 30. ágúst 2013 10:30 Sex fulltrúar Saga Class að lokinni fyrstu æfingu sumarsins á Klambratúni. Mynd/Úr einkasafni Í sumar hefur hópur sprækra kvenna hist reglulega á Klambratúni og stundað þar hlaup og æfingar. Hópurinn samanstendur að mestu leyti af konum sem búa nálægt Klambratúni en eftir því sem leið á sumarið bættust vinkonur þeirra í hann. Leikkonan Tinna Lind Gunnarsdóttir er upphafskona hópsins, sem kallar sig Saga Class eftir þjálfaranum, Sögu Garðarsdóttur leikkonu. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd lengi. Sjálf er ég ein af þeim sem eru alltaf að styrkja einhverjar líkamsræktarstöðvar en nýta sér aðstöðuna takmarkað. Mér finnst alltaf svo mikið vesen að koma mér á staðinn. Svo er ég voða dugleg að svíkja sjálfa mig um að fara út að hlaupa. Mér fannst tilvalið að skuldbinda mig til að hitta einhvern svo ég myndi nú drífa mig út.“ Tinna sendi því skilaboð gegnum Facebook á nokkrar konur sem hún þekkti og bjuggu nálægt Klambratúni. Svörunin var mjög góð og hópurinn hefur vaxið jafnt og þétt í sumar.Tinna Lind Gunnarsdóttir leikkona.Mynd/ArnþórTinna segist alltaf hafa verið með vinkonu sína, Sögu Garðarsdóttur, í huga til að þjálfa hópinn enda sé hún allt í senn: töffari, snillingur, skemmtileg og mikil keppnismanneskja. „Við höfum yfirleitt hist tvisvar í viku og þjálfunin byggir á svipuðum æfingum og í víkingaþreki eða boot camp. Við erum af öllum stærðum og gerðum og í misgóðu formi en þetta fyrirkomulag hentar öllum. Það gera bara allir eins mikið og þeir geta. Ef Saga kemst ekki á æfingu tekur einhver önnur að sér að stýra æfingunni og þá yfirleitt eftir forskrift Sögu.“ Mætingin er misgóð eftir dögum en um 30 konur eru í hópnum í dag. „Sjálf reyni ég að mæta sem oftast en hef reyndar lítið getað mætt undanfarið þar sem ég er á fullu að stjórna Reykjavík Dance Festival sem haldin er þessa dagana. Síðan fjölgum við stundum æfingum, til dæmis ef veður er gott eða ef einhverjar vilja taka lengri hlaup.“ Hópurinn ætlar að halda áfram í vetur og segir Tinna snjó og kulda ekki stoppa þær. „Við höldum áfram óháð veðri og vindum og látum þetta rúlla áfram. Ef það snjóar mikið þá bara búum við til snjókarl.“ Þrátt fyrir að konurnar þekkist ekki allar innbyrðis hefur stemningin verið mjög góð í sumar að sögn Tinnu. „Það gerist einhvern veginn bara sjálfkrafa þegar allir eru hressir. Við höfum svo sem ekki gert neitt sérstakt til þess að hrista okkur saman. En við gerum samt voða mikið af því að hrista okkur!“ Heilsa Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Í sumar hefur hópur sprækra kvenna hist reglulega á Klambratúni og stundað þar hlaup og æfingar. Hópurinn samanstendur að mestu leyti af konum sem búa nálægt Klambratúni en eftir því sem leið á sumarið bættust vinkonur þeirra í hann. Leikkonan Tinna Lind Gunnarsdóttir er upphafskona hópsins, sem kallar sig Saga Class eftir þjálfaranum, Sögu Garðarsdóttur leikkonu. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd lengi. Sjálf er ég ein af þeim sem eru alltaf að styrkja einhverjar líkamsræktarstöðvar en nýta sér aðstöðuna takmarkað. Mér finnst alltaf svo mikið vesen að koma mér á staðinn. Svo er ég voða dugleg að svíkja sjálfa mig um að fara út að hlaupa. Mér fannst tilvalið að skuldbinda mig til að hitta einhvern svo ég myndi nú drífa mig út.“ Tinna sendi því skilaboð gegnum Facebook á nokkrar konur sem hún þekkti og bjuggu nálægt Klambratúni. Svörunin var mjög góð og hópurinn hefur vaxið jafnt og þétt í sumar.Tinna Lind Gunnarsdóttir leikkona.Mynd/ArnþórTinna segist alltaf hafa verið með vinkonu sína, Sögu Garðarsdóttur, í huga til að þjálfa hópinn enda sé hún allt í senn: töffari, snillingur, skemmtileg og mikil keppnismanneskja. „Við höfum yfirleitt hist tvisvar í viku og þjálfunin byggir á svipuðum æfingum og í víkingaþreki eða boot camp. Við erum af öllum stærðum og gerðum og í misgóðu formi en þetta fyrirkomulag hentar öllum. Það gera bara allir eins mikið og þeir geta. Ef Saga kemst ekki á æfingu tekur einhver önnur að sér að stýra æfingunni og þá yfirleitt eftir forskrift Sögu.“ Mætingin er misgóð eftir dögum en um 30 konur eru í hópnum í dag. „Sjálf reyni ég að mæta sem oftast en hef reyndar lítið getað mætt undanfarið þar sem ég er á fullu að stjórna Reykjavík Dance Festival sem haldin er þessa dagana. Síðan fjölgum við stundum æfingum, til dæmis ef veður er gott eða ef einhverjar vilja taka lengri hlaup.“ Hópurinn ætlar að halda áfram í vetur og segir Tinna snjó og kulda ekki stoppa þær. „Við höldum áfram óháð veðri og vindum og látum þetta rúlla áfram. Ef það snjóar mikið þá bara búum við til snjókarl.“ Þrátt fyrir að konurnar þekkist ekki allar innbyrðis hefur stemningin verið mjög góð í sumar að sögn Tinnu. „Það gerist einhvern veginn bara sjálfkrafa þegar allir eru hressir. Við höfum svo sem ekki gert neitt sérstakt til þess að hrista okkur saman. En við gerum samt voða mikið af því að hrista okkur!“
Heilsa Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira