30 kg farin - ætlar að keppa í fitness Ellý Ármanns skrifar 19. ágúst 2013 10:00 Við höfum fylgst með Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, en Ragna hefur nú tekið sjálfa sig í gegn á líkama og sál. Nú stefnir hún á að keppa í fitness á næsta ári. Við spurðum Rögnu hvernig hún ætlar að takast á við það verkefni. „Átakið gengur rosalega vel og kílóin hrynja af mér. Ég var búin að missa 26,5 kg í april þegar við töluðum saman seinast (sjá hér) og núna er ég búin að léttast um tæp 5 kíló til viðbótar og er að byggja upp vöðva. Þannig að ég hef misst rúmlega 30 kíló siðan í október 2012." Ragna hefur misst tæp 30 kg.Hvernig ferðu að þessu? „Ég fer í ræktina tvisvar á dag sex daga vikunnar. Stundum, ef ég kemst ekki i ræktina þar sem ég er einstæð móðir með þrjú börn, þá tek ég æfingar á gólfinu heima - þannig að það eru engar afsakanir," segir Ragna.Hér má einnig sjá hvað Ragna lítur vel út. Hún ætlar alla leið á sýningarpallinn í fitness.Stefnir á fitnessHvert stefnir þú? „Ég stefni á að komast í fitness keppnisform. Ég hef óbilandi trú á sjálfri mér en ég hef náð rosa langt hingað til. Mikill áhugi hefur kviknað hjá mér eftir veikindin hja Ellu Dís dóttur minni á öllu sem viðkemur næringu og mikilvægi þess fyrir okkur en hún er með alvarlegan vítamín B2 skort og fær það í stórum skammti sem meðferð og fleiri vítamín," útskýrir Ragnar og heldur áfram: „Ég hef einnig breytt lifsstil mínum rosalega og lært að borða rétt með hjálp Herbalife og Hönnu Kristinar sem bókstaflega umturnaði lífi minu til hins betra svo vægt sé til orða tekið."Leggur hart að sér í ræktinni „Ég næri mig rétt, legg hart að mér í ræktinni og mæti samviskusamlega á hverjum degi. Ég er með yndislegt fólk á bak við mig sem gefur mér styrkinn til að gera þetta að raunveruleika. Ég veit að ég get allt sem ég ætla mér og þetta er eitt af þvi. Með þrautsegju, dugnaði og óbilandi trú á sjálfa mig þá get ég flutt fjöll og komið mér i besta form sem ég hef nokkurn timan verið í."Ætlar alla leið „Núna þegar ég veit að það er ekkert sem stoppar mig nema ég sjálf og ef ég legg hart að mér og gefst ekki upp þá er allt hægt. Þess vegna ætla ég að fara alla leið og keppa i fitness en sá draumur hefur verið a „bucket- listanum" lengi. Það er bara gaman og mjög skemmtileg áskorun," segir Ragna að lokum. Heilsa Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Við höfum fylgst með Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, en Ragna hefur nú tekið sjálfa sig í gegn á líkama og sál. Nú stefnir hún á að keppa í fitness á næsta ári. Við spurðum Rögnu hvernig hún ætlar að takast á við það verkefni. „Átakið gengur rosalega vel og kílóin hrynja af mér. Ég var búin að missa 26,5 kg í april þegar við töluðum saman seinast (sjá hér) og núna er ég búin að léttast um tæp 5 kíló til viðbótar og er að byggja upp vöðva. Þannig að ég hef misst rúmlega 30 kíló siðan í október 2012." Ragna hefur misst tæp 30 kg.Hvernig ferðu að þessu? „Ég fer í ræktina tvisvar á dag sex daga vikunnar. Stundum, ef ég kemst ekki i ræktina þar sem ég er einstæð móðir með þrjú börn, þá tek ég æfingar á gólfinu heima - þannig að það eru engar afsakanir," segir Ragna.Hér má einnig sjá hvað Ragna lítur vel út. Hún ætlar alla leið á sýningarpallinn í fitness.Stefnir á fitnessHvert stefnir þú? „Ég stefni á að komast í fitness keppnisform. Ég hef óbilandi trú á sjálfri mér en ég hef náð rosa langt hingað til. Mikill áhugi hefur kviknað hjá mér eftir veikindin hja Ellu Dís dóttur minni á öllu sem viðkemur næringu og mikilvægi þess fyrir okkur en hún er með alvarlegan vítamín B2 skort og fær það í stórum skammti sem meðferð og fleiri vítamín," útskýrir Ragnar og heldur áfram: „Ég hef einnig breytt lifsstil mínum rosalega og lært að borða rétt með hjálp Herbalife og Hönnu Kristinar sem bókstaflega umturnaði lífi minu til hins betra svo vægt sé til orða tekið."Leggur hart að sér í ræktinni „Ég næri mig rétt, legg hart að mér í ræktinni og mæti samviskusamlega á hverjum degi. Ég er með yndislegt fólk á bak við mig sem gefur mér styrkinn til að gera þetta að raunveruleika. Ég veit að ég get allt sem ég ætla mér og þetta er eitt af þvi. Með þrautsegju, dugnaði og óbilandi trú á sjálfa mig þá get ég flutt fjöll og komið mér i besta form sem ég hef nokkurn timan verið í."Ætlar alla leið „Núna þegar ég veit að það er ekkert sem stoppar mig nema ég sjálf og ef ég legg hart að mér og gefst ekki upp þá er allt hægt. Þess vegna ætla ég að fara alla leið og keppa i fitness en sá draumur hefur verið a „bucket- listanum" lengi. Það er bara gaman og mjög skemmtileg áskorun," segir Ragna að lokum.
Heilsa Mest lesið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira