30 kg farin - ætlar að keppa í fitness Ellý Ármanns skrifar 19. ágúst 2013 10:00 Við höfum fylgst með Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, en Ragna hefur nú tekið sjálfa sig í gegn á líkama og sál. Nú stefnir hún á að keppa í fitness á næsta ári. Við spurðum Rögnu hvernig hún ætlar að takast á við það verkefni. „Átakið gengur rosalega vel og kílóin hrynja af mér. Ég var búin að missa 26,5 kg í april þegar við töluðum saman seinast (sjá hér) og núna er ég búin að léttast um tæp 5 kíló til viðbótar og er að byggja upp vöðva. Þannig að ég hef misst rúmlega 30 kíló siðan í október 2012." Ragna hefur misst tæp 30 kg.Hvernig ferðu að þessu? „Ég fer í ræktina tvisvar á dag sex daga vikunnar. Stundum, ef ég kemst ekki i ræktina þar sem ég er einstæð móðir með þrjú börn, þá tek ég æfingar á gólfinu heima - þannig að það eru engar afsakanir," segir Ragna.Hér má einnig sjá hvað Ragna lítur vel út. Hún ætlar alla leið á sýningarpallinn í fitness.Stefnir á fitnessHvert stefnir þú? „Ég stefni á að komast í fitness keppnisform. Ég hef óbilandi trú á sjálfri mér en ég hef náð rosa langt hingað til. Mikill áhugi hefur kviknað hjá mér eftir veikindin hja Ellu Dís dóttur minni á öllu sem viðkemur næringu og mikilvægi þess fyrir okkur en hún er með alvarlegan vítamín B2 skort og fær það í stórum skammti sem meðferð og fleiri vítamín," útskýrir Ragnar og heldur áfram: „Ég hef einnig breytt lifsstil mínum rosalega og lært að borða rétt með hjálp Herbalife og Hönnu Kristinar sem bókstaflega umturnaði lífi minu til hins betra svo vægt sé til orða tekið."Leggur hart að sér í ræktinni „Ég næri mig rétt, legg hart að mér í ræktinni og mæti samviskusamlega á hverjum degi. Ég er með yndislegt fólk á bak við mig sem gefur mér styrkinn til að gera þetta að raunveruleika. Ég veit að ég get allt sem ég ætla mér og þetta er eitt af þvi. Með þrautsegju, dugnaði og óbilandi trú á sjálfa mig þá get ég flutt fjöll og komið mér i besta form sem ég hef nokkurn timan verið í."Ætlar alla leið „Núna þegar ég veit að það er ekkert sem stoppar mig nema ég sjálf og ef ég legg hart að mér og gefst ekki upp þá er allt hægt. Þess vegna ætla ég að fara alla leið og keppa i fitness en sá draumur hefur verið a „bucket- listanum" lengi. Það er bara gaman og mjög skemmtileg áskorun," segir Ragna að lokum. Heilsa Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Við höfum fylgst með Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, en Ragna hefur nú tekið sjálfa sig í gegn á líkama og sál. Nú stefnir hún á að keppa í fitness á næsta ári. Við spurðum Rögnu hvernig hún ætlar að takast á við það verkefni. „Átakið gengur rosalega vel og kílóin hrynja af mér. Ég var búin að missa 26,5 kg í april þegar við töluðum saman seinast (sjá hér) og núna er ég búin að léttast um tæp 5 kíló til viðbótar og er að byggja upp vöðva. Þannig að ég hef misst rúmlega 30 kíló siðan í október 2012." Ragna hefur misst tæp 30 kg.Hvernig ferðu að þessu? „Ég fer í ræktina tvisvar á dag sex daga vikunnar. Stundum, ef ég kemst ekki i ræktina þar sem ég er einstæð móðir með þrjú börn, þá tek ég æfingar á gólfinu heima - þannig að það eru engar afsakanir," segir Ragna.Hér má einnig sjá hvað Ragna lítur vel út. Hún ætlar alla leið á sýningarpallinn í fitness.Stefnir á fitnessHvert stefnir þú? „Ég stefni á að komast í fitness keppnisform. Ég hef óbilandi trú á sjálfri mér en ég hef náð rosa langt hingað til. Mikill áhugi hefur kviknað hjá mér eftir veikindin hja Ellu Dís dóttur minni á öllu sem viðkemur næringu og mikilvægi þess fyrir okkur en hún er með alvarlegan vítamín B2 skort og fær það í stórum skammti sem meðferð og fleiri vítamín," útskýrir Ragnar og heldur áfram: „Ég hef einnig breytt lifsstil mínum rosalega og lært að borða rétt með hjálp Herbalife og Hönnu Kristinar sem bókstaflega umturnaði lífi minu til hins betra svo vægt sé til orða tekið."Leggur hart að sér í ræktinni „Ég næri mig rétt, legg hart að mér í ræktinni og mæti samviskusamlega á hverjum degi. Ég er með yndislegt fólk á bak við mig sem gefur mér styrkinn til að gera þetta að raunveruleika. Ég veit að ég get allt sem ég ætla mér og þetta er eitt af þvi. Með þrautsegju, dugnaði og óbilandi trú á sjálfa mig þá get ég flutt fjöll og komið mér i besta form sem ég hef nokkurn timan verið í."Ætlar alla leið „Núna þegar ég veit að það er ekkert sem stoppar mig nema ég sjálf og ef ég legg hart að mér og gefst ekki upp þá er allt hægt. Þess vegna ætla ég að fara alla leið og keppa i fitness en sá draumur hefur verið a „bucket- listanum" lengi. Það er bara gaman og mjög skemmtileg áskorun," segir Ragna að lokum.
Heilsa Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira