Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Notar barnið þitt skóla­töskuna rétt?

Nú eru skólarnir óðum að hefjast og flestir foreldrar farnir að huga að skólatöskum. Að velja og stilla töskuna rétt hefur mikilvægt forvarnargildi þegar kemur að heilsu og líðan barnsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hreyfing vanmetinn hluti af krabbameinsmeðferð

Líkamleg endurhæfing er mikilvægur þáttur í bataferli þeirra sem greinast með krabbamein. Hér á landi er til dæmis bæði hægt að sækja þjálfun og æfingar í gegnum félögin Kraft og Ljósið. Þjálfarar segja að það geti verið mjög hvetjandi að æfa með fólki sem hefur einnig greinst með krabbamein.

Lífið
Fréttamynd

Loksins í bílstjórasætinu í eigin líkama

Fyrir tveimur árum ákvað Hanna Þóra að ná stjórn á lífsstílnum sínum. Hún var þá þrítug en alltaf þreytt og orkulaus. Liðverkir, andþyngsli og bakflæði einkenndu hennar líðan, sem var erfitt þar sem hún er tveggja barna móðir.

Lífið
Fréttamynd

Nökkvi fastaði í fimm daga

Athafnarmaðurinn Nökkvi Fjalar mætti í Brennsluna á FM 957 í gær og ræddi þar um fimm daga föstu sem hann lauk við á laugardaginn.

Lífið
Fréttamynd

„Uppgjöfin var mér erfið“

Íþróttafræðingurinn og heilsu frumkvöðullinn Jónína Benediktsdóttir hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi. Jónína hefur alltaf verið opinská og hrein og bein og nú er hún nýkomin úr áfengismeðferð og ræddi við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Craving: Pervertísk löngun í sykur og sukk

Við þekkjum öll þetta fyrirbæri sem vantar kjarnyrta íslenska þýðingu. Cravings er öskrandi pervertísk löngun að hafa eitthvað ákveðið í munninum og eina sem friðþægir þessa öskrandi löngun er að fá þetta eina ákveðna matvæli undir tunguna.

Heilsa
Fréttamynd

Bútaði niður Vatnajökul eins og veikindin

Ellefu konur, flestar á fimmtugsaldri slógu met þegar þær þveruðu Vatnajökul á átta dögum. Þær kalla sig Snjódrífurnar og hafa nú þegar safnað um fimm milljónum króna fyrir félögin Kraft og Líf.

Innlent
Fréttamynd

Sykurlausir kanilsnúðar Röggu Nagla

Eru ekki allir komnir með ógeð af bananabrauði? Upp í kok af því að vökva súrdeigið í ísskápnum? Hvernig væri þá að skella í sykurlausa kanilsnúða sem eru margfalt betri en dísæta bakarísstöffið.

Lífið
Fréttamynd

Algjör kuldaskræfa en þverar nú Vatnajökul

Kvennahópurinn sem nú þverar Vatnajökul er nú á sjöunda degi leiðangursins. Það var þungt færi hjá hópnum í gær, blöðrur og blautir fætur og kalt. Þrátt fyrir lélegt skyggni, birti þó til um miðjan dag og Snjódrífurnar gengu beint í austur átt.

Lífið
Fréttamynd

Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár

Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu.

Innlent
Fréttamynd

Hópurinn ekki sterkari en veikasti hlekkurinn

Snemma á sunnudag fór hópur kvenna af stað upp á Vatnajökul en þær ætla að þvera jökulinn á tíu dögum fyrir góð málefni. Snjódrífan Brynhildur Ólafsdóttir er fararstjóri leiðangursins ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur pól- og Everestfara.

Lífið