Þær Eva Dögg Rúnarsdóttir og Dagný Berglind eru konurnar á bak við Rvk ritual sem þær skilgreina sem vellíðunarfyrirtæki.
„Við ákváðum að opna þetta rými til að hafa einn stað fyrir alla starfsemina okkar. Við verðum reglulega með námskeið, vinnustofur og auðvitað jóga. Svo hefur fólk einnig kost á því að kíkja í verslun Rvk ritual og skartgripamerkisins 1104 by Mar á auglýstum opnunartíma og eru allir hjartanlega velkomnir. “
Jólajóga á aðventunni
Eigendur skartgripamerkisins 1104 by Mar er ljósmyndarinn Helgi Ómars og markaðsfræðingurinn Dagmar Mýrdal.
Aðspurð hvort eitthvað samstarf á milli 1104 by Mar og Rvk ritual sé á döfinni segja þau aldrei að vita en nú séu þau aðallega í því að njóta selskaps hvors annars.
Eva Dögg segir margt spennandi framundan hjá Rvk ritual og nefnir hún meðal annars sérstakt jólajóga sem byrjar fyrsta í aðventu, vetrarsólstöðupartý og „yogi supper club“.
Eins og sjá má hér fyrir neðan var mikið um líf og fjör í opnunarhófinu en rýmið er staðsett í glæsilegu rými á Seljavegi 2, þriðju hæð.