Hvannadalshnúkur vinsælasta áskorunin Af stað ferðaskrifstofa 8. desember 2021 10:14 Margir vilja strika hæsta tind landsins af listanum og skipulagðar ferðir Af stað á Hvannadalshnúk eru fljótar að fyllast. Áhugi á útivist hefur stóraukist eftir að covid skall á og skipulagðar ferðir njóta mikilla vinsælda. Spennandi útivistarár er framundan hjá ferðaskrifstofunni Af stað en ferðaáætlun ársins 2022 er komin út. Áætlunin spannar allt árið og inniheldur jafnt skipulagða gönguhópa sem og stakar ferðir. Tomasz Þór Veruson hjá Af stað segir áhuga á útivist hafa stóraukist síðustu misseri og algjör sprenging hafi orðið eftir að Covid skall á. „Við settum vefinn okkar í loftið 2018 eftir að hafa gengið með þá hugmynd lengi í maganum að búa til viskubrunn fyrir þá sem eru að byrja í fjallamennsku og útivist. Heimsóknir á síðuna margfölduðust eftir því sem við settum fleiri pistla inn og þegar Covid skall á opnaði það augu fólks fyrir hreyfingu utandyra og öllum kostum hennar. Skyndilega fóru allir að spá í Grænahrygg og Fimmvörðuháls, með hverjum ætti að fara, hvernig ætti að klæða sig og hvað ætti að borða á leiðinni. Þá fórum við markvisst að búa til námskeið fyrir hópa og nú keyrum við heila ferðaáætlun annað árið í röð,“ segir Tomasz. Af stað skipuleggur meðal annars ferðir í Landmannalaugar. „Samhliða þessu höfum við undanfarin ár boðið fyrirtækjum og starfsmannafélögum upp á einkanámskeið sem sett eru upp fyrir þeirra fólk. Þetta gefur okkur tækifæri á að hanna námskeið í samvinnu við fyrirtækin og stilla t.d. erfiðleikastig í takt við væntingar hverju sinni. Fyrirtækjanámskeiðum hefur fjölgað mikið á milli ára í takt við þá vakningu sem hefur átt sér stað gagnvart líðan starfsmanna á vinnustað. Það er frábært að sjá hvað fyrirtæki eru dugleg að hvetja sitt fólk áfram og vilja gera vel í þessum flokki.“ Stöku ferðirnar eru farnar um allt land yfir sumarmánuðina og alltaf með leiðsögn. Ferðirnar að Grænahrygg eru sérstaklega vinsælar, sem og ferðir yfir Fimmvörðuháls. Einnig hafa jöklaferðir notið aukinna vinsælda en þar ber helst að nefna páska- og sólstöðugöngur á Snæfellsjökul og Eyjafjallajökul. Ánægðir fjallagarpar sem sigrað hafa Snæfellsjökul. „Við erum einnig með ferðir erlendis og í sumar ætlum við á Elbrus, hæsta tind Evrópu og bjóðum líka upp á tvær ferðir til Nepal í grunnbúðir Everest. Þessar ferðir eru mjög vinsælar hjá þeim sem þyrstir í meiri ævintýri,“ segir Tomasz. Hópastarfið stendur svo alltaf fyrir sínu og seljast plássin í þeim iðulega upp áður en kemur að fyrstu göngu. „Hóparnir okkar telja á bilinu 45 til 60 manns og eru skipulagðir þannig að fólk velur sér takmark, til dæmis að komast á Hvannadalshnúk eða Hrútfjallstinda og svo gengur hópurinn á fjölbreytta tinda til að undirbúa sig fyrir lokamarkmiðið. Hvannadalshnúkur er mjög vinsæll enda hæsti tindur landsins og margir vilja setja kross við hann á afrekalistanum sínum“ segir Tomasz. „Hnúkurinn er skemmtileg áskorun en fólk fer ekki á hann nema með leiðsögn og með góðum undirbúningi. Það þarf að æfa sig vel, læra á útbúnað og fatnað og fleira fyrir slíka ferð. Hnúksverkefnið spannar 17 vikur með blöndu af stuttum göngum kringum höfuðborgarsvæðið og svo lengri göngum um helgar.“ Þó áskorunin geti verið stór eru námskeiðin kennd þannig að byrjendur í fjallamennsku geta skráð sig og lært grunntökin í öruggu umhverfi auk þess að fara vel yfir útbúnaðinn sinn í samstarfi við leiðsögumenn. Hnúksverkefnið verður í samstarfi við GG sport, sem er bakhjarl Af stað, og hópurinn fær meðal annars fyrirlestra og sérkjör á útbúnaði í versluninni þeirra. Grænihryggur er eitt fallegasta svæði landsins og hefur mikið aðdráttarafl. „Við erum einnig með hóp sem starfar allt árið sem heitir Af stað Toppar. Sá hópur er hugsaður fyrir fólk sem vill hafa fast gönguskipulag allt árið. Í honum blöndum við saman stuttum göngum í kringum höfuðborgina á virkum kvöldum til að æfa þol og þrek en förum svo í lengri ferðir um helgar. Þetta eru stærri og oft meira krefjandi ferðir, t.d á Herðubreið, Helgrindur á Snæfellsnesi, Blátind í Skaftafelli og ferðir á falleg svæði eins og Kerlingarfjöll,“ segir Tomasz. Tomasz leggur áherslu á að örugg ferðamennska sé kennd hjá Af stað. „Hjá okkur starfa sex fastráðnir leiðsögumenn auk verktaka sem farið hafa í gegnum mismunandi nám í leiðsögn og eru með mikla reynslu af fjallamennsku. Þá fara leiðsögumenn okkar reglulega á námskeið og bæta við sig þekkingu, s.s. hvað varðar veðurfræði og skyndihjálp í óbyggðum Okkar markmið er að kynna landið fyrir fólki og hvernig á að ferðast um það af öryggi á eigin vegum þegar okkar námskeiðum lýkur.“ Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Af stað. Af stað er einnig á Instagram. KrýsuvíkHádegisfellFimmvörðuhálsÞríhyrningur Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Heilsa Ferðalög Hvannadalshnjúkur Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Sjá meira
Spennandi útivistarár er framundan hjá ferðaskrifstofunni Af stað en ferðaáætlun ársins 2022 er komin út. Áætlunin spannar allt árið og inniheldur jafnt skipulagða gönguhópa sem og stakar ferðir. Tomasz Þór Veruson hjá Af stað segir áhuga á útivist hafa stóraukist síðustu misseri og algjör sprenging hafi orðið eftir að Covid skall á. „Við settum vefinn okkar í loftið 2018 eftir að hafa gengið með þá hugmynd lengi í maganum að búa til viskubrunn fyrir þá sem eru að byrja í fjallamennsku og útivist. Heimsóknir á síðuna margfölduðust eftir því sem við settum fleiri pistla inn og þegar Covid skall á opnaði það augu fólks fyrir hreyfingu utandyra og öllum kostum hennar. Skyndilega fóru allir að spá í Grænahrygg og Fimmvörðuháls, með hverjum ætti að fara, hvernig ætti að klæða sig og hvað ætti að borða á leiðinni. Þá fórum við markvisst að búa til námskeið fyrir hópa og nú keyrum við heila ferðaáætlun annað árið í röð,“ segir Tomasz. Af stað skipuleggur meðal annars ferðir í Landmannalaugar. „Samhliða þessu höfum við undanfarin ár boðið fyrirtækjum og starfsmannafélögum upp á einkanámskeið sem sett eru upp fyrir þeirra fólk. Þetta gefur okkur tækifæri á að hanna námskeið í samvinnu við fyrirtækin og stilla t.d. erfiðleikastig í takt við væntingar hverju sinni. Fyrirtækjanámskeiðum hefur fjölgað mikið á milli ára í takt við þá vakningu sem hefur átt sér stað gagnvart líðan starfsmanna á vinnustað. Það er frábært að sjá hvað fyrirtæki eru dugleg að hvetja sitt fólk áfram og vilja gera vel í þessum flokki.“ Stöku ferðirnar eru farnar um allt land yfir sumarmánuðina og alltaf með leiðsögn. Ferðirnar að Grænahrygg eru sérstaklega vinsælar, sem og ferðir yfir Fimmvörðuháls. Einnig hafa jöklaferðir notið aukinna vinsælda en þar ber helst að nefna páska- og sólstöðugöngur á Snæfellsjökul og Eyjafjallajökul. Ánægðir fjallagarpar sem sigrað hafa Snæfellsjökul. „Við erum einnig með ferðir erlendis og í sumar ætlum við á Elbrus, hæsta tind Evrópu og bjóðum líka upp á tvær ferðir til Nepal í grunnbúðir Everest. Þessar ferðir eru mjög vinsælar hjá þeim sem þyrstir í meiri ævintýri,“ segir Tomasz. Hópastarfið stendur svo alltaf fyrir sínu og seljast plássin í þeim iðulega upp áður en kemur að fyrstu göngu. „Hóparnir okkar telja á bilinu 45 til 60 manns og eru skipulagðir þannig að fólk velur sér takmark, til dæmis að komast á Hvannadalshnúk eða Hrútfjallstinda og svo gengur hópurinn á fjölbreytta tinda til að undirbúa sig fyrir lokamarkmiðið. Hvannadalshnúkur er mjög vinsæll enda hæsti tindur landsins og margir vilja setja kross við hann á afrekalistanum sínum“ segir Tomasz. „Hnúkurinn er skemmtileg áskorun en fólk fer ekki á hann nema með leiðsögn og með góðum undirbúningi. Það þarf að æfa sig vel, læra á útbúnað og fatnað og fleira fyrir slíka ferð. Hnúksverkefnið spannar 17 vikur með blöndu af stuttum göngum kringum höfuðborgarsvæðið og svo lengri göngum um helgar.“ Þó áskorunin geti verið stór eru námskeiðin kennd þannig að byrjendur í fjallamennsku geta skráð sig og lært grunntökin í öruggu umhverfi auk þess að fara vel yfir útbúnaðinn sinn í samstarfi við leiðsögumenn. Hnúksverkefnið verður í samstarfi við GG sport, sem er bakhjarl Af stað, og hópurinn fær meðal annars fyrirlestra og sérkjör á útbúnaði í versluninni þeirra. Grænihryggur er eitt fallegasta svæði landsins og hefur mikið aðdráttarafl. „Við erum einnig með hóp sem starfar allt árið sem heitir Af stað Toppar. Sá hópur er hugsaður fyrir fólk sem vill hafa fast gönguskipulag allt árið. Í honum blöndum við saman stuttum göngum í kringum höfuðborgina á virkum kvöldum til að æfa þol og þrek en förum svo í lengri ferðir um helgar. Þetta eru stærri og oft meira krefjandi ferðir, t.d á Herðubreið, Helgrindur á Snæfellsnesi, Blátind í Skaftafelli og ferðir á falleg svæði eins og Kerlingarfjöll,“ segir Tomasz. Tomasz leggur áherslu á að örugg ferðamennska sé kennd hjá Af stað. „Hjá okkur starfa sex fastráðnir leiðsögumenn auk verktaka sem farið hafa í gegnum mismunandi nám í leiðsögn og eru með mikla reynslu af fjallamennsku. Þá fara leiðsögumenn okkar reglulega á námskeið og bæta við sig þekkingu, s.s. hvað varðar veðurfræði og skyndihjálp í óbyggðum Okkar markmið er að kynna landið fyrir fólki og hvernig á að ferðast um það af öryggi á eigin vegum þegar okkar námskeiðum lýkur.“ Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Af stað. Af stað er einnig á Instagram. KrýsuvíkHádegisfellFimmvörðuhálsÞríhyrningur
Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Heilsa Ferðalög Hvannadalshnjúkur Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Nýjasta bók Gunna Helga sprengdi TikTok Þessar jólagjafir hitta í mark Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Jólagjafir sem gleðja hárið og hjartað Gerður Kristný, Andri Snær og Þórunn Valdimars meðal upplesara í kvöld Myndaveisla: Glæsileg frumsýning Zootropolis 2 í Kringlunni Fortíð og nútíð fléttuð saman í nýrri spennandi unglingasögu Vill að lesendur skemmti sér en verði samt skíthræddir Að lifa er að hlusta á þúsund sögur Slökkviliðin og vinsæll barnabókahöfundur leiða saman hesta sína Kostnaður listarinnar Spennandi unglingabók um samfélag í upplausn, samkennd og heitar tilfinningar Á Hvömmum er lífið allt nema einfalt Kenzen með 5 af topp 20 vörunum á Óskar appinu Fjörðurinn, húsið og leyndarmálin Græjaðu gjafalistann á góðum prís Snjallt pöntunarkerfi á hádegismat sparar vinnu, tíma og kostnað Ný vefverslun Slippfélagsins er paradís fyrir myndlistafólk Höfundar lesa í beinni í kvöld BRASA er nýr og glæsilegur veitingastaður í hjarta Kópavogs Birgitta Haukdal áritaði bækur í Smáralind Mannlega hlið fjármálanna kjörnuð í bókinni Sálfræði peninganna Eru geimverur meðal okkar? Tilbrigði við sannleika Myndaveisla: Klikkuð stemning í Eldhúspartýi FM957 Partyland fagnar tveggja ára afmæli með 20% afslætti alla vikuna Fyrsti íslenskumælandi bóndabærinn slær í gegn Sjá meira