Heilsa

Heilsa

Allt um heilsu, hreyfingu og hollan mat

Fréttamynd

Getur hjálpað mikið að hætta á Facebook

Facebook hefur vinninginn sem sá samfélagsmiðill sem flestir nota, en þó eru Instagram, Snapchat, Twitter eða TikTok líka mjög vinsælir samfélagsmiðlar. Að nota samfélagsmiðla frá morgni til kvölds, er fyrir löngu orðið að svo miklum vana hjá fólki að tilhugsunin um lífið án samfélagsmiðla er fyrir suma nánast óbærileg.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Svefn á ekki að vera afgangsstærð

„Það er ekki flott að sofa lítið, við eigum að virða svefninn og gefum okkur tíma til að sofa.“ . Þetta segir heimilislæknir, sem vinnur meðal annars með svefn fólks.

Innlent
Fréttamynd

Covid og mikilvægi þess að spyrja starfsfólk um andlega líðan sína

Hertar sóttvarnarreglur og fréttir af mögulegri fjórðu bylgju eru ekki beint upplífgandi svona rétt fyrir páskafrí. Fyrir jólin var talað um jólakúlur og nú virðist stefna í það sama um páskana. Og helst eigum við eigum að ferðast innandyra. Þá er ljóst að mikið rask er framundan víða á vinnustöðum. En einnig heima fyrir, ekki síst vegna þess að skólar verða lokaðir.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þjálfa starfsfólk í að þekkja streitueinkennin og gera reglulegar mælingar

„Allir starfsmenn og stjórnendur fá reglulega fræðslu um helstu einkenni streitu, viðbrögð og úrræði, sem er mjög mikilvæg forvörn,“ segir Ágústa Björg Bjarnadóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Sjóvá um hvernig fyrirtækið vinnur markvisst gegn kulnun starfsfólks. Sjóvá er í góðu samstarfi við Streituskólann og Hugarheim, sem Ágústa segir hafa gefist mjög vel. Samstarfið byggir þá á forvörnum á sviði streitu og kulnunar þar sem starfsfólk og stjórnendur fá ráðgjöf, regluleg fræðsluerindi og handleiðslu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Steinhissa á því að allir bursti tennurnar líka á morgnana

„Ólst upp haldandi að maður tannburstaði bara áður en maður færi að sofa.. frétti síðan nýlega að það væri sick að bursta ekki á morgnanna og eftir óformlega könnun kemur í ljós að ALLIR tannbursta sig á morgnanna?? hvernig fór þetta framhjá mér? þarf ég að kæra foreldra mína??“

Lífið
Fréttamynd

Það vilja allir vera „Svalir“

Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá VIRK segir stjórnendur þurfa að þekkja einkenni streitu og vita hvernig streita þróast. Eitt verkfærið sem vinnustaðir geta notað er hinn svo kallaði Streitustigi. Á þessum stiga getur fólk mátað sína líðan miðað við eftirfarandi stig: Svalur – Volgur – Logandi – Bráðnaður – Brunninn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Margir leita til heilsugæslunnar vegna riðutilfinningar

Margir hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna riðutilfinningar sem fylgir skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Forstjóri heilsugæslunnar segir þetta algengt í náttúruhamförum þar sem vöðvaspenna og svefntruflanir geti valdið ójafnvægi í líkamanum.

Innlent
Fréttamynd

„Allt í lagi að taka feilspor, þá byrjar maður bara aftur“

„Ég veit eiginlega ekki hvar þetta byrjaði hjá mér, það var ekkert andlegt áfall eða neitt slíkt sem ýtti mér út í þetta óholla líferni. Ég er reyndar þeirrar trúar að ég sé með hægari brennslu en aðrir, en það breytir því ekki að mataræðið hjá mér var í rugli,“ segir Akureyringurinn Hallur Örn Guðjónsson sem starfar sem sorphirðumaður hjá Terra en Hallur er 37 ára.

Lífið
Fréttamynd

Fimm einkenni rafrænnar þreytu sem allir þurfa að taka alvarlega

„Þó að rafræn samvera geti sannarlega gert okkur nánari, getur hún einnig orðið til þess að við finnum fyrir meiri einangrun. Þegar við verjum mörgum klukkustundum á viku á Teams-fjarfundum eða Zoom-fyrirlestrum getur það leitt til rafrænnar þreytu,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Foreldrakulnun og vinnustaðurinn

Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna.

Atvinnulíf