Hjólað í vinnuna í tuttugasta skiptið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2022 14:51 Setningarhátíð Hjólað í vinnuna. Hjólað í vinnuna var ræst í 20. skiptið í ár. Reykjavíkurborg Hjólað í vinnuna var sett í tuttugasta sinn í morgun. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) stendur fyrir verkefninu sem tekur þrjár vikur. Fram kemur á vefsíðunni átaksins að Andri Stefánsson, framkvæmdarstjóri ÍSÍ hafi boðið gesti velkomna og sagt stuttlega frá verkefninu og þróun þess. Að því loknu tóku Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu og Ingvar Ómarsson, hjólreiðakappi til máls. Öll voru þau sammála um mikilvægi verkefnisins og hvöttu þau öll landsmenn til að velja þennan umhverfisvæna, hagkvæma og heilsusamlega ferðamáta. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra talaði um að Hjólað í vinnuna væri eitt það markverðasta og mikilvægasta lýðheilsuverkefi sem sett hafi verið af stað á undanförnum áratugum. Fleiri og fleiri velji hjólreiðar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði hvað það væri magnað að líta til baka og rýna í þessi tuttugu ár sem verkefnið hefði staðið yfir. Sá ferðamáti sem hafi vaxið hvað mest eða úr 0% um það leyti sem Hjólað í vinnuna hófst í það að vera 7% ferða sem farnar eru til og frá vinnu nú tuttugu árum síðar. Óvísindaleg könnun sýni að það séu alltaf fleiri og fleiri að velja hjólreiðar sem samgöngumáta til og frá vinnu. Rafhjólin hafi gert fleirum kleift að nýta hjólið sem ferðamáta. Dagur benti á að á vef borgarvefsjár Reykjavíkurborgar er hægt að finna bæði bestu hjólaleiðina og öruggustu leiðina. Og vonandi styttist í það að þetta komist jafnfram inn á Google. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, nefndi að Hjólað í vinnuna væri eitt alskemmtilegasta almenningsíþróttaátak sem hún hefur tekið þátt í. Sérstaklega ánægjulegt fannst Sigrúnu að fá að setja átakið daginn eftir Loftslagsdaginn. En það sé vissulega partur af orkuskiptunum að nota hjólið og það minnki einnig svifryk. Sigrún ljóstraði því upp að það hleypur oft svolítið kapp í mannskapinn hjá Umhverfisstofnun í þessu átaki en það er auðvitað bara skemmtilegt. Vorboðinn ljúfi Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu sagði frá því að hann hafi tekið þátt í átakinu í allmörg ár og haft mjög gaman af. Hann benti á að Hjólað í vinnuna væri sannkallaður vorboði en nauðsynlegt væri að vera vel búinn og að huga að örygginu, vera með hjálm og hafa hjólið í lagi. Hann benti á að hjólandi og gangandi þurfa að bera virðingu fyrir hvort öðru, sýna aðgát og tillitssemi. Ingvar Ómarsson hjólreiðakappi sagði sögu sína frá því að hjóla til og frá vinnu yfir í það að hafa atvinnu af því að hjóla í dag. Hjólreiðar væru ekki bara keppnisíþrótt heldur einnig samgöngumáti. Hjólreiðar sæeu mjög fjölbreytt íþrótt sem flest allir geta stundað. Gestir setningarhátíðarinnar hjóluðu síðan verkefnið formlega af stað. Allar upplýsingar um Hjólað í vinnuna er að finna á www.hjoladivinnuna.is en þar má finna efni reglur keppninnar, hvatningarbréf, veggspjöld og fleira. Hjólreiðar Reykjavík Heilsa Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Fram kemur á vefsíðunni átaksins að Andri Stefánsson, framkvæmdarstjóri ÍSÍ hafi boðið gesti velkomna og sagt stuttlega frá verkefninu og þróun þess. Að því loknu tóku Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu og Ingvar Ómarsson, hjólreiðakappi til máls. Öll voru þau sammála um mikilvægi verkefnisins og hvöttu þau öll landsmenn til að velja þennan umhverfisvæna, hagkvæma og heilsusamlega ferðamáta. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra talaði um að Hjólað í vinnuna væri eitt það markverðasta og mikilvægasta lýðheilsuverkefi sem sett hafi verið af stað á undanförnum áratugum. Fleiri og fleiri velji hjólreiðar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði hvað það væri magnað að líta til baka og rýna í þessi tuttugu ár sem verkefnið hefði staðið yfir. Sá ferðamáti sem hafi vaxið hvað mest eða úr 0% um það leyti sem Hjólað í vinnuna hófst í það að vera 7% ferða sem farnar eru til og frá vinnu nú tuttugu árum síðar. Óvísindaleg könnun sýni að það séu alltaf fleiri og fleiri að velja hjólreiðar sem samgöngumáta til og frá vinnu. Rafhjólin hafi gert fleirum kleift að nýta hjólið sem ferðamáta. Dagur benti á að á vef borgarvefsjár Reykjavíkurborgar er hægt að finna bæði bestu hjólaleiðina og öruggustu leiðina. Og vonandi styttist í það að þetta komist jafnfram inn á Google. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, nefndi að Hjólað í vinnuna væri eitt alskemmtilegasta almenningsíþróttaátak sem hún hefur tekið þátt í. Sérstaklega ánægjulegt fannst Sigrúnu að fá að setja átakið daginn eftir Loftslagsdaginn. En það sé vissulega partur af orkuskiptunum að nota hjólið og það minnki einnig svifryk. Sigrún ljóstraði því upp að það hleypur oft svolítið kapp í mannskapinn hjá Umhverfisstofnun í þessu átaki en það er auðvitað bara skemmtilegt. Vorboðinn ljúfi Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu sagði frá því að hann hafi tekið þátt í átakinu í allmörg ár og haft mjög gaman af. Hann benti á að Hjólað í vinnuna væri sannkallaður vorboði en nauðsynlegt væri að vera vel búinn og að huga að örygginu, vera með hjálm og hafa hjólið í lagi. Hann benti á að hjólandi og gangandi þurfa að bera virðingu fyrir hvort öðru, sýna aðgát og tillitssemi. Ingvar Ómarsson hjólreiðakappi sagði sögu sína frá því að hjóla til og frá vinnu yfir í það að hafa atvinnu af því að hjóla í dag. Hjólreiðar væru ekki bara keppnisíþrótt heldur einnig samgöngumáti. Hjólreiðar sæeu mjög fjölbreytt íþrótt sem flest allir geta stundað. Gestir setningarhátíðarinnar hjóluðu síðan verkefnið formlega af stað. Allar upplýsingar um Hjólað í vinnuna er að finna á www.hjoladivinnuna.is en þar má finna efni reglur keppninnar, hvatningarbréf, veggspjöld og fleira.
Hjólreiðar Reykjavík Heilsa Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira