Þetta er klikkaður klúbbur og gaurarnir eru ekkert eðlilega skemmtilegir Kristján Orri Jóhannsson, leikmaður Kríu og markahæsti leikmaður tímabilsins í Grill66 deildinni var að vonum ánægður eftir leik í kvöld þegar Kría tryggði sig upp í Olís deildina á sínu fyrsta tímabili í næst efstu deild. Handbolti 1. júní 2021 22:36
Ákvörðun Tandra undir lok leiks var kolröng Selfoss er komið í bílstjórasætið í einvíginu gegn Stjörnunni eftir að hafa unnið þá í Garðabænum 24-26. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar var afar svekktur eftir leikinn. Handbolti 1. júní 2021 22:15
Krían flaug upp í Olís-deildina | Myndir Kría og Víkingur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitum umspils Grill66-deildarinnar í handbolta. Fór það svo að nýliðar deildarinnar, Kría, unnu og tryggðu sér sæti í Olís-deild karla á næstu leiktíð. Handbolti 1. júní 2021 21:05
Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 26-30 | Sterkur sigur Vals á Akureyri KA og Valur hafa marga hildina háð í úrslitakeppninni í gegnum tíðina og leiða nú saman hesta sína í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Valur hafði betur í fyrri rimmu liðanna og ljóst að KA menn þurfa að eiga stórleik að Hlíðarenda til að fara áfram. Handbolti 1. júní 2021 20:30
Úrslitakeppnis Aggi mætti með byssuna hlaðna Agnar Smári Jónsson mætti heldur betur tilbúinn í leik Vals og KA í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta sem nú fer fram á Akureyri. Handbolti 1. júní 2021 19:01
Árni Bragi leikmaður ársins að mati Seinni bylgjunnar KA-maðurinn Árni Bragi Eyjólfsson var valinn besti leikmaður Olís-deildar karla í vetur af Seinni bylgjunni. Handbolti 1. júní 2021 11:31
„Ánægður með að sigurinn var svona stór“ „Ég er auðvitað bara ánægður með sigurinn að hann væri svona stór. Þetta er gott veganesti fyrir seinni leikinn á Ásvöllum,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. Handbolti 31. maí 2021 21:42
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 25-35 | Óárennilegir deildarmeistarar í kjörstöðu Haukar unnu sannfærandi tíu marka sigur á Aftureldingu, 35-25 í Mosfellsbænum. Handbolti 31. maí 2021 21:14
„Var þetta ekki bara frábær handbolti?“ Leikur ÍBV og FH var æsispennandi eins og við var að búast. Jafntefli, 31-31, var niðurstaðan í Vestmannaeyjum í kvöld. Handbolti 31. maí 2021 20:18
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 31-31 | Jafntefli í spennutrylli ÍBV og FH gerðu jafntefli í fyrsta leik úrslitakeppni karla í handbolta. FH-ingar hafa aldrei unnið leik í Vestmannaeyjum í úrslitakeppni en fengu kjörið tækifæri undir lok leiksins. Handbolti 31. maí 2021 19:29
Lið getur orðið Íslandsmeistari á útivallarmörkum eða eftir vítakeppni Handknattleikssamband Íslands hefur endanlega staðfest þær reglur sem verða í gildi í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta í ár. Handbolti 31. maí 2021 15:15
FH-ingar hafa aldrei unnið í Vestmannaeyjum í úrslitakeppni Úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta hefst í dag með tveimur leikjum og sá fyrri gæti boðið upp á söguleg úrslit í Vestmannaeyjum. Handbolti 31. maí 2021 14:30
KA mætir Val án Ólafs Tímabilinu er lokið hjá Ólafi Gústafssyni, handknattleiksmanni KA, vegna hnémeiðsla sem hafa plagað hann síðustu tvo og hálfan mánuð. Handbolti 31. maí 2021 13:31
Seinni bylgjan: Heimir Örn lét Kidda heyra það Skondið atvik átti sér stað í leik FH og ÍBV á dögunum þegar Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, lét í sér heyra á hliðarlínunni. Dómari leiksins, Heimir Örn Árnason, var augljóslega ekki í stuði fyrir tuð. Handbolti 31. maí 2021 07:00
Seinni bylgjan: Rúnar Sigtryggsson las dómurunum fyrir norðan pistilinn Umdeilt atvik átti sér stað í lokasókn Þórs frá Akureyri þegar þeir heimsóttu KA í lokaumferð Olís deildar karla á dögunum. Gestirnir vildu þá fá víti eða mark dæmt gilt, en dómarar leiksins dæmdu aukakast sem varð til þess að niðurstaðan varð 19-19 jafntefli. Handbolti 30. maí 2021 23:31
Alexander vann Íslendingaslaginn og lærisveinar Guðmundar unnu góðan sigur Alls voru fjögur Íslendingalið að keppa í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Aðeins Melsungen og Flenburg lönduðu sigri. Handbolti 30. maí 2021 16:00
Bergischer steinlá gegn Wetzlar Arnór Þór Gunnarsson og félagar hans í Bergischer heimsóttu HSG Wetzlar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Arnór skoraði átta mörk, en það dugði skammt því Bergischer þurfti að sætta sig við átta marka tap, 30-22. Handbolti 29. maí 2021 20:02
Ómar Ingi fór á kostum enn eina ferðina Ómar Ingi Magnússon og félagar hans í Magdeburg unnu stórsigur þegar þeir heimsóttu Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ómar Ingi var markahæsti maður vallarins með níu mörk, en lokatölur urðu 35-25 Magdeburg í vil. Handbolti 29. maí 2021 19:01
Kría einum sigri frá sæti í Olísdeildinni Víkingur tók á móti Kríu í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í Olísdeild karla næsta haust. Gestirnir voru ívið sterkari aðilinn í leiknum og unnu að lokum sjö marka sigur, 32-25. Handbolti 29. maí 2021 17:57
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór í úrslit eftir framlengdan leik KA/Þór og ÍBV mættust í oddaleik um sæti í úrslitum Olís-deildar kvenna. Einvígi liðanna hefur verið frábært og var það áfram í dag en framlengja þurfti leikinn til að knýja fram sigurvegara. Fór það svo að KA/þór vann með eins marks mun, 28-27. Handbolti 29. maí 2021 17:40
Seinni bylgjan: Var ÍBV sátt með tap í Krikanum? ÍBV tapaði með tveggja marka mun gegn FH í lokaumferð Olís-deildar karla. Það þýðir að liðin mætast á nýjan leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Handbolti 29. maí 2021 15:01
Aron spilaði ekki er bikarinn fór á loft Barcelona fagnaði spænska meistaratitlinum í handbolta í dag. Liðið lagði Frigoriíficos Morrazo 35-23 áður en fagnaðarlætin gátu hafist. Aron Pálmarsson var ekki með Börsungum í dag. Handbolti 29. maí 2021 12:30
Landsbyggðin eignast fulltrúa í úrslitum í fyrsta sinn í sextán ár Í dag kemur í ljós hvort KA/Þór eða ÍBV mætir Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV fer fram í KA-heimilinu og hefst klukkan 15:00. Handbolti 29. maí 2021 11:01
Síðasta hefðbundna Seinni bylgja vetrarins á óhefðbundnum tíma Farið verður yfir lokaumferð Olís-deildar karla í Seinni bylgjunni í dag. Þessi síðasti hefðbundni þáttur vetrarins er á nokkuð óvenjulegum tíma, klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4. Handbolti 28. maí 2021 11:00
Þórsara hent út úr KA-heimilinu eftir bræðikast Áhorfandi á Akureyrarslag KA og Þórs missti stjórn á skapi sínu í lok leiks, grýtti niður skiltum og hrópaði inn á völlinn áður en honum var hent út úr KA-heimilinu. Handbolti 28. maí 2021 10:08
Snorri Steinn: Erum frekar í meðvindi en mótvindi Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn á Aftureldingu og að ná 3. sæti Olís-deildarinnar. Hann kveðst nokkuð brattur fyrir úrslitakeppnina. Handbolti 27. maí 2021 22:15
Selfoss og Haukar með sigra í lokaumferðinni Lokaumferð Olís-deildar karla fór fram í kvöld. Selfoss vann fjögurra marka útisigur á Gróttu, 27-23, og Haukar unnu stórsigur á botnliði ÍR, 41-22. Handbolti 27. maí 2021 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 25-34 | Valsmenn náðu 3. sætinu Valur vann öruggan sigur á Aftureldingu, 25-34, í lokaumferð Olís-deildar karla í kvöld. Þar sem Stjarnan tapaði fyrir Fram á sama tíma endaði Valur í 3. sæti deildarinnar. Valsmenn mæta KA-mönnum í átta liða úrslitum. Handbolti 27. maí 2021 21:43
„Ætluðum að vinna þennan leik“ Patrekur Jóhannesson var ekki sáttur með tap sinna manna gegn Fram í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Lokatölur 29-27 Fram í vil en það breytir ekki þeirri staðreynd að Stjarnan fer í úrslitakeppnina en Fram er komið í sumarfrí. Handbolti 27. maí 2021 21:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍBV 28-26 | Sigur heimamanna þýðir að liðin mætast að nýju í úrslitakeppninni Tveggja marka sigur FH á ÍBV í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta þýðir að liðin mætast að nýju í 8-liða úrslitum deildarinnar. Lokatölur í Kaplakrika í kvöld 28-26 FH í vil. Handbolti 27. maí 2021 21:30