Aron enn að jafna sig og verður ekki með landsliðinu í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 12. október 2022 11:30 Aron missir af leik kvöldsins. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images Aron Pálmarsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2024 að Ásvöllum í kvöld. Hann er því einn af þremur lykilmönnum sem missa af leiknum. HSÍ hefur gefið út leikmannahópinn fyrir leik kvöldsins og þar er Aron ekki að finna. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli og ljóst að hann hefur ekki náð sér af þeim. Hann mun því horfa á leikinn úr stúkunni. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson glímir einnig við meiðsli en Ágúst Elí Björgvinsson og Björgvin Páll Gústavsson munu verja mark Íslands í kvöld. Þá er Ómar Ingi Magnússon frá vegna persónulegra ástæðna. Aron spilar að jafnaði sem vinstri skytta eða leikstjórnandi með íslenska liðinu en Ísland er vel mannað í þeim stöðum þar sem Janus Daði Smárason, Elvar Ásgeirsson, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru í hópnum í kvöld. Ísland mætir Ísrael klukkan 19:45 að Ásvöllum í Hafnarfirði en uppselt er á leikinn. Um er að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppninni en auk Ísraels eru Eistland og Tékkland í riðli Íslands. Ísland mætir Eistlandi í öðrum leik undankeppninnar ytra á laugardaginn kemur. Næsti gluggi er í mars og svo klárast riðlakeppnin í lok apríl á næsta ári. Tvö efstu liðin fara á EM og þá fara lið með bestan árangur í þriðja sæti einnig á mótið. Leikmannahópur Íslands gegn Ísrael í kvöld Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (45/1)Björgvin Páll Gústavsson, Valur (242/16) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (69/80)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (89/276)Daníel Þór Ingason, Balingen-Weistetten (37/11)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (21/26)Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (7/15)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (52/133)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (37/68)Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (6/23)Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (56/82)Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (19/19)Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (47/115)Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (29/27)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (31/70)Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (62/33) Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
HSÍ hefur gefið út leikmannahópinn fyrir leik kvöldsins og þar er Aron ekki að finna. Hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli og ljóst að hann hefur ekki náð sér af þeim. Hann mun því horfa á leikinn úr stúkunni. Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson glímir einnig við meiðsli en Ágúst Elí Björgvinsson og Björgvin Páll Gústavsson munu verja mark Íslands í kvöld. Þá er Ómar Ingi Magnússon frá vegna persónulegra ástæðna. Aron spilar að jafnaði sem vinstri skytta eða leikstjórnandi með íslenska liðinu en Ísland er vel mannað í þeim stöðum þar sem Janus Daði Smárason, Elvar Ásgeirsson, Elvar Örn Jónsson og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru í hópnum í kvöld. Ísland mætir Ísrael klukkan 19:45 að Ásvöllum í Hafnarfirði en uppselt er á leikinn. Um er að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppninni en auk Ísraels eru Eistland og Tékkland í riðli Íslands. Ísland mætir Eistlandi í öðrum leik undankeppninnar ytra á laugardaginn kemur. Næsti gluggi er í mars og svo klárast riðlakeppnin í lok apríl á næsta ári. Tvö efstu liðin fara á EM og þá fara lið með bestan árangur í þriðja sæti einnig á mótið. Leikmannahópur Íslands gegn Ísrael í kvöld Markverðir:Ágúst Elí Björgvinsson, Ribe Esbjerg (45/1)Björgvin Páll Gústavsson, Valur (242/16) Aðrir leikmenn:Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (69/80)Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (89/276)Daníel Þór Ingason, Balingen-Weistetten (37/11)Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (21/26)Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg (7/15)Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (52/133)Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (37/68)Hákon Daði Styrmisson, Vfl Gummersbach (6/23)Janus Daði Smárason, Kolstad Håndball (56/82)Kristján Örn Kristjánsson, Pays d’Aix UC (19/19)Sigvaldi Björn Guðjónsson Kolstad Håndball (47/115)Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (29/27)Viggó Kristjánsson, SC Leipzig (31/70)Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (62/33)
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira