Hefði viljað sjá Lovísu þrauka lengur í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2022 15:00 Lovísa Thompson stoppaði stutt við í Danmörku. vísir/hulda margrét Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, mun ekki hoppa hæð sína í loft upp ef Lovísa Thompson fer aftur í Val. Honum fannst hún gefast full fljótt upp á atvinnumennskunni. Á föstudaginn var greint frá því að Lovísa hefði verið leyst undan samningi við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing að eigin ósk. Lovísa fór til Ringkøbing frá Val í sumar á láni. Hún er samningsbundin Val til júníloka 2024. Það liggur því beinast við að Lovísa fari aftur í Val, komi hún á annað borð heim. „Eðlilega er hún að fara aftur í Val, ekki nema hún sé að leita fyrir sér erlendis. Ég sé hana ekki fara í annað lið á Íslandi en Val. Ég held það sé deginum ljósara,“ sagði Einar í Seinni bylgjunni á sunnudaginn. Hann viðurkenndi að hann myndi ekki brosa út að eyrum ef Lovísa gengi í raðir liðsins sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég hoppa hæð mína ekkert í loft upp af gleði yfir þessum fréttum, þótt það sé ekki mikil hæð að hoppa,“ sagði Einar léttur. Hann segir að félagi sinn, Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, þurfi ekki beint á Lovísu að halda. „Hann vantar ekki neitt. Eðlilega fer hún í Val en fyrir okkur sem horfa á þetta hefði verið skemmtilegra ef hún færi eitthvað annað. Ég vil líka bara sjá hana úti.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lovísu Einar hefði viljað sjá Lovísu reyna að þreyja þorrann hjá Ringkøbing. „Er ekki nett pirrandi að einn okkar besti leikmaður fer í frekar veikt lið í dönsku úrvalsdeildinni og fær eiginlega ekkert að spila. Ég veit ekkert hverjar ástæðurnar eru en ég þoli það ekki. Ég er bara pirraður,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ekki gefast upp, reyniði að þrauka og djöflast áfram. Þetta getur verið erfitt. Hún hefur verið þarna í 2-3 mánuði. Ég veit ekki hvað hefur gengið á persónulega en yfir alla leikmenn, reyniði að harka aðeins. Þetta er upp og niður.“ Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína í Olís-deild kvenna til þessa með samtals 29 marka mun. Næsti leikur Vals er gegn ÍBV 19. október. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Danski handboltinn Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Lovísa hefði verið leyst undan samningi við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing að eigin ósk. Lovísa fór til Ringkøbing frá Val í sumar á láni. Hún er samningsbundin Val til júníloka 2024. Það liggur því beinast við að Lovísa fari aftur í Val, komi hún á annað borð heim. „Eðlilega er hún að fara aftur í Val, ekki nema hún sé að leita fyrir sér erlendis. Ég sé hana ekki fara í annað lið á Íslandi en Val. Ég held það sé deginum ljósara,“ sagði Einar í Seinni bylgjunni á sunnudaginn. Hann viðurkenndi að hann myndi ekki brosa út að eyrum ef Lovísa gengi í raðir liðsins sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég hoppa hæð mína ekkert í loft upp af gleði yfir þessum fréttum, þótt það sé ekki mikil hæð að hoppa,“ sagði Einar léttur. Hann segir að félagi sinn, Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, þurfi ekki beint á Lovísu að halda. „Hann vantar ekki neitt. Eðlilega fer hún í Val en fyrir okkur sem horfa á þetta hefði verið skemmtilegra ef hún færi eitthvað annað. Ég vil líka bara sjá hana úti.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lovísu Einar hefði viljað sjá Lovísu reyna að þreyja þorrann hjá Ringkøbing. „Er ekki nett pirrandi að einn okkar besti leikmaður fer í frekar veikt lið í dönsku úrvalsdeildinni og fær eiginlega ekkert að spila. Ég veit ekkert hverjar ástæðurnar eru en ég þoli það ekki. Ég er bara pirraður,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ekki gefast upp, reyniði að þrauka og djöflast áfram. Þetta getur verið erfitt. Hún hefur verið þarna í 2-3 mánuði. Ég veit ekki hvað hefur gengið á persónulega en yfir alla leikmenn, reyniði að harka aðeins. Þetta er upp og niður.“ Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína í Olís-deild kvenna til þessa með samtals 29 marka mun. Næsti leikur Vals er gegn ÍBV 19. október. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Danski handboltinn Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Sjá meira