Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Segir að Valur hafi átt að vinna Ferencváros

Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, fannst ekki jafn mikið til sigurs Vals á Ferencváros í Evrópudeildinni koma og öðrum. Að hans sögn áttu Íslandsmeistararnir að vinna leikinn. Stefán Rafn þekkir vel til í Ungverjalandi en hann lék með Pick Szeged á árunum 2017-21.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar hans Þóris „étnar lifandi“

Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, mátti þola sitt stærsta tap í 249 leikjum þegar liðið steinlá gegn Hollandi í vináttulandsleik í gær, 33-24. Meira en ellefu ár eru síðan liðið tapaði með svo miklum mun.

Handbolti
Fréttamynd

FH, Fram og Afturelding á leið í 16-liða úrslit

FH, Fram og Afturelding eru á leið í 16-liða úrslit bikarkeppni HSÍ eftir sigra sína í kvöld. FH vann nauman þriggja marka sigur gegn Gróttu í Olís-deildarslag, 25-22, Fram vann Grill66-deildarlið Fjölnis á útivelli, 29-33, og Afturelding vann öruggan tíu marka sigur gegn Grill66-deildarliði Þórs frá Akureyri, 21-31.

Handbolti
Fréttamynd

Viktor varði vel í stórsigri gegn Kiel

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik fyrir franska félagið Nantes er liðið vann öruggan átta marka sigur gegn þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld, 38-30.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar og Gísli fóru á kostum í jafntefli gegn Bjarka og félögum

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoruðu samtals 15 mörk er Magdeburg gerði jafntefli gegn Bjarka Má Elíssyni og félögum hans í Telekom Veszprem í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, 35-35. Þá var Haukur Þrastarson í liði Kielce sem vann þriggja marka sigur gegn Celje Lasko, 30-33.

Handbolti
Fréttamynd

„Með því stærra sem við höfum séð síðustu ár“

„Þetta er býsna stórt,“ segir Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um afrek Valsmanna í frumraun sinni í Evrópudeildinni í fyrrakvöld. Hann segir næstu andstæðinga betur meðvitaða um getu og leikaðferð Vals.

Handbolti