Elliði Snær raðaði inn mörkum en hornamennirnir hornreka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 15:31 Elliði Snær Viðarsson skorar eitt af fjórtán mörkum sínum um helgina. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann tvo sigra á Færeyjum um helgina en þetta voru fyrstu landsleikirnir í sex mánuði og þeir fyrstu síðan að Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu. Tölfræði liðsins frá helginni er athyglisverð. Það var gaman að sjá Ómar Inga Magnússon snúa aftur í liðið eftir meiðsli og hann var markahæsti leikmaðurinn samanlagt í leikjunum með fjórtán mörk. Maður helgarinnar var þó öðrum fremur Elliði Snær Viðarsson sem skoraði jafn mikið og Ómar en ekkert markanna hans kom aftur á móti úr vítakasti. Elliði skoraði þessi fjórtán mörk sín úr tuttugu skotum en tíu þeirra komu í fyrri leiknum þar sem hann var óstöðvandi. Ómar Ingi skoraði helming marka sinna, sjö af fjórtán, af vítalínunni. Haukur kom að níu mörkum Á eftir þeim Elliða og Ómari komu Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson sem báðir skoruðu sex mörk. Haukur var einnig með þrjár stoðsendingar og það var gaman að sjá hann aftur í íslenska landsliðsbúningnum. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjórtán mörk í leikjunum tveimur.Vísir/Hulda Margrét Aron gaf fjórar stoðsendingar samkvæmt tölfræði HB Statz eins og Janus Daði Smárason en stoðsendingahæstur var Elvar Örn Jónsson með fimm. Ómar Ingi Magnússon gaf þrjár stoðsendingar og kom því að flestum mörkum í leikjunum eða sautján. Það sást aftur minna af hornamönnum íslenska liðsins en oft áður en Bjarki Már Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson eru vanalega duglegir að skora mörk fyrir liðin sín. Bjarki Már (5) og Óðinn (1) voru aðeins samtals með sex mörk í þessum tveimur leikjum en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk. Stiven Tobar Valencia komst ekki á blað. Flest marka hornamanna íslenska liðsins, sjö af ellefu, komu þó úr hraðaupphlaupum því færin voru afar fá sem þeir fengu úr hornunum. Fimmfalt fleiri hornamörk hjá Færeyjum Það má segja að hornamennirnir hafi hreinlega verið hornreka í þessum leikjum og það er örugglega eitt af því sem Snorri Steinn mun reyna að laga fyrir næstu verkefni. Samkvæmt tölfræði HB Statz þá fékk íslenska liðið aðeins þrjú mörk samanlagt úr hornunum tveimur og strákarnir skutu bara fimm sinnum úr horni á þessum 120 mínútum. Færeyingar fengu aftur á móti fimmtán mörk úr hornum eða fimmfalt meira en íslenska liðið. Færeyjar voru nefnilega að búa til 22 færi úr hornunum en íslenska liðið aðeins fimm. Íslenska liðið skoraði aftur á móti mun fleiri mörk úr langskotum, með gegnumbrotum og úr hraðaupphlaupum þar sem munurinn var mestur eða tíu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu.Vísir/Hulda Margrét Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi líka að hann hefur eignað sér algjörlega markvarðarstöðuna í liðinu. Viktor Gísli varð alls 28 skot í leikjunum tveimur eða 41 prósent skota sem á hann komu. Björgvin Páll Gústavsson var aðeins með 22 prósent markvörslu en varði eitt víti. Flest mörk Íslands í Færeyjaleikjunum: Elliði Snær Viðarsson 14 Ómar Ingi Magnússon 14/7 víti Aron Pálmarsson 6 Haukur Þrastarson 6 Janus Daði Smárason 5 Elvar Örn Jónsson 5 Bjarki Már Elísson 5 Sigvaldi Björn Guðjónsson 5 Viggó Kristjánsson 4/1 víti Arnar Freyr Arnarsson 2 Kristján Örn Kristjánsson 2 Óðinn Þór Ríkharðsson 1 Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 28/1 (41%) Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (22%) - Mörkin úr leikstöðum (Tölfræði frá HB Statz) Mörk úr hornum: Færeyjar +12 (15-3) Mörk með langskotum: Ísland +7 (15-8) Mörk með gegnumbrotum: Ísland +6 (20-14) Mörk af línu: Ísland +1 (10-9) Mörk úr víti: Ísland +4 (8-4) Mörk úr fyrsta bylgju í hraðaupphlaupi: Ísland +10 (13-3) Landslið karla í handbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sjá meira
Það var gaman að sjá Ómar Inga Magnússon snúa aftur í liðið eftir meiðsli og hann var markahæsti leikmaðurinn samanlagt í leikjunum með fjórtán mörk. Maður helgarinnar var þó öðrum fremur Elliði Snær Viðarsson sem skoraði jafn mikið og Ómar en ekkert markanna hans kom aftur á móti úr vítakasti. Elliði skoraði þessi fjórtán mörk sín úr tuttugu skotum en tíu þeirra komu í fyrri leiknum þar sem hann var óstöðvandi. Ómar Ingi skoraði helming marka sinna, sjö af fjórtán, af vítalínunni. Haukur kom að níu mörkum Á eftir þeim Elliða og Ómari komu Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson sem báðir skoruðu sex mörk. Haukur var einnig með þrjár stoðsendingar og það var gaman að sjá hann aftur í íslenska landsliðsbúningnum. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjórtán mörk í leikjunum tveimur.Vísir/Hulda Margrét Aron gaf fjórar stoðsendingar samkvæmt tölfræði HB Statz eins og Janus Daði Smárason en stoðsendingahæstur var Elvar Örn Jónsson með fimm. Ómar Ingi Magnússon gaf þrjár stoðsendingar og kom því að flestum mörkum í leikjunum eða sautján. Það sást aftur minna af hornamönnum íslenska liðsins en oft áður en Bjarki Már Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson eru vanalega duglegir að skora mörk fyrir liðin sín. Bjarki Már (5) og Óðinn (1) voru aðeins samtals með sex mörk í þessum tveimur leikjum en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk. Stiven Tobar Valencia komst ekki á blað. Flest marka hornamanna íslenska liðsins, sjö af ellefu, komu þó úr hraðaupphlaupum því færin voru afar fá sem þeir fengu úr hornunum. Fimmfalt fleiri hornamörk hjá Færeyjum Það má segja að hornamennirnir hafi hreinlega verið hornreka í þessum leikjum og það er örugglega eitt af því sem Snorri Steinn mun reyna að laga fyrir næstu verkefni. Samkvæmt tölfræði HB Statz þá fékk íslenska liðið aðeins þrjú mörk samanlagt úr hornunum tveimur og strákarnir skutu bara fimm sinnum úr horni á þessum 120 mínútum. Færeyingar fengu aftur á móti fimmtán mörk úr hornum eða fimmfalt meira en íslenska liðið. Færeyjar voru nefnilega að búa til 22 færi úr hornunum en íslenska liðið aðeins fimm. Íslenska liðið skoraði aftur á móti mun fleiri mörk úr langskotum, með gegnumbrotum og úr hraðaupphlaupum þar sem munurinn var mestur eða tíu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu.Vísir/Hulda Margrét Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi líka að hann hefur eignað sér algjörlega markvarðarstöðuna í liðinu. Viktor Gísli varð alls 28 skot í leikjunum tveimur eða 41 prósent skota sem á hann komu. Björgvin Páll Gústavsson var aðeins með 22 prósent markvörslu en varði eitt víti. Flest mörk Íslands í Færeyjaleikjunum: Elliði Snær Viðarsson 14 Ómar Ingi Magnússon 14/7 víti Aron Pálmarsson 6 Haukur Þrastarson 6 Janus Daði Smárason 5 Elvar Örn Jónsson 5 Bjarki Már Elísson 5 Sigvaldi Björn Guðjónsson 5 Viggó Kristjánsson 4/1 víti Arnar Freyr Arnarsson 2 Kristján Örn Kristjánsson 2 Óðinn Þór Ríkharðsson 1 Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 28/1 (41%) Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (22%) - Mörkin úr leikstöðum (Tölfræði frá HB Statz) Mörk úr hornum: Færeyjar +12 (15-3) Mörk með langskotum: Ísland +7 (15-8) Mörk með gegnumbrotum: Ísland +6 (20-14) Mörk af línu: Ísland +1 (10-9) Mörk úr víti: Ísland +4 (8-4) Mörk úr fyrsta bylgju í hraðaupphlaupi: Ísland +10 (13-3)
Flest mörk Íslands í Færeyjaleikjunum: Elliði Snær Viðarsson 14 Ómar Ingi Magnússon 14/7 víti Aron Pálmarsson 6 Haukur Þrastarson 6 Janus Daði Smárason 5 Elvar Örn Jónsson 5 Bjarki Már Elísson 5 Sigvaldi Björn Guðjónsson 5 Viggó Kristjánsson 4/1 víti Arnar Freyr Arnarsson 2 Kristján Örn Kristjánsson 2 Óðinn Þór Ríkharðsson 1 Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 28/1 (41%) Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (22%) - Mörkin úr leikstöðum (Tölfræði frá HB Statz) Mörk úr hornum: Færeyjar +12 (15-3) Mörk með langskotum: Ísland +7 (15-8) Mörk með gegnumbrotum: Ísland +6 (20-14) Mörk af línu: Ísland +1 (10-9) Mörk úr víti: Ísland +4 (8-4) Mörk úr fyrsta bylgju í hraðaupphlaupi: Ísland +10 (13-3)
Landslið karla í handbolta Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sjá meira