Eyjamönnum sárnar að HSÍ sé ekki tilbúið að hjálpa ÍBV stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Það er mikið álag á Elísu Elíasdóttur og félögum en hún er líka á leiðinni á HM með íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Handknattleiksambands Íslands, HSÍ, segir við ÍBV að það sé val Eyjamanna að taka þátt í Evrópukeppni vitandi það að því fylgir meira álag. Eyjamenn eru mjög svekktir með að fá ekki jákvæðari viðbrögð frá sambandinu sínu. Handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem ákvörðun HSÍ og Hauka, að verða ekki við beiðni kvennaliðs ÍBV að fresta komandi leik liðanna á miðvikudaginn kemur, var harðlega gagnrýnd. ÍBV er á leið í Evrópuverkefni um komandi helgi og er staðan því núna að liðið mun þurfa leika fjóra leiki á átta dögum og auk þess ferðast til og frá landinu í Evrópuverkefni. Eyjamenn eru ekki sáttir við þetta fyrirkomulag og í yfirlýsingu ÍBV var vitnað í Davíð Egilsson, yfirlækni heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum og liðslækni ÍBV, sem segir komandi leikjatörn liðsins út í hött. Ábyrgð HSÍ sé mikil ef upp koma alvarleg meiðsli í hópnum. Það er ólga í Eyjum vegna málsins og Aron Guðmundsson ræddi við Garðar B. Sigurjónsson, formann handknattleiksdeildar ÍBV, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eyjaliðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.Vísir/Diego Fá viðbrögð frá fólki í Eyjum og upp á landi „Við erum ekki búnir að fá nein viðbrögð frá HSÍ en við höfum aftur á móti fengið mikil viðbrögð frá öðrum fjölmiðlum og fólki. Bæði fólki hér úr landi en líka upp á landi. Það skilur alveg hvað við erum að tala um með þessari yfirlýsingu,“ sagði Garðar B. Sigurjónsson. Kvennalið ÍBV er að fara í mikla leikjatörn á næstunni og þar bætast inn löng ferðalög líka. „Þetta eru fjórar flugferðir og rútuferðir. Við þurfum að stoppa í Bretlandi í fimm til sex klukkutíma og vera þá á flugvellinum í bæði skiptin, fram og til baka. Þetta er gríðarlegt álag á stelpurnar og við reyndum eins og við gátum að fá báða leikina hingað heim. Það hefði verið mikið álag en ekki eins mikið og það er núna,“ sagði Garðar. Fengu líka nei frá Portúgal „Við fengum þvert nei frá Portúgal varðandi það. Það hefði heldur ekki gengið að vera með þetta báðar helgarnar, heima og að heiman. Það er að byrja stórmót hjá stelpunum og það er undirbúningur fyrir landsliðið sem færi þá inn í þá helgi,“ sagði Garðar. „Við erum rosasár eiginlega að fá ekki meiri skilning og stuðning frá HSÍ. Við erum búin að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að láta þetta ganga upp á sem bestan hátt,“ sagði Garðar. „Við erum búin að finna dagsetningar sem gætu hentað fyrir þennan leik. Svörin frá HSÍ og Haukum eru bara nei, þvert nei. Þessi leikur var settur á núna á miðvikudaginn og við ætlum að mæta. Við höfum ekkert um það að segja,“ sagði Garðar. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur glímt mikið við meiðsli síðustu ár.Vísir/Hulda Margrét HSÍ segir að þetta sé þeirra val Hvaða skýringar fá Eyjamenn á þessari neitun frá Handknattleikssambandinu? „HSÍ segir við okkur að það sé okkar val að taka þátt í Evrópukeppni og við eigum að vita að því fylgir álag. Það er alveg rétt og við vitum að því fylgir álag. Strákarnir okkar eru í Evrópukeppni líka og það verður álag á þeim en ekkert í líkingu við þetta. Af því að það er líka að koma landsliðsundirbúningur fyrir stelpurnar,“ sagði Garðar. „Okkur finnst bara að þau svör sem við fáum frá HSÍ eru að það sé bara okkar val að taka þátt í Evrópukeppni. Okkur finnst það ekki vera nógu góð rök því það er handboltanum til hagsbóta að íslensk lið séu að taka þátt í Evrópukeppni,“ sagði Garðar. Þetta er bara hark og kostnaður „Trúðu mér. Það er ekki verið að taka þátt í þessari Evrópukeppni til að græða einhvern pening, þetta er bara hark og kostnaður. Við erum að þessu til að halda standardinum uppi og ÍBV stelpurnar eru að fara að spila sinn fimmtánda og sextánda Evrópuleik á þremur árum. Þær eru búnar að spila fleiri Evrópuleiki en flest önnur lið síðustu tíu ár,“ sagði Garðar. „Mér finnst bara pínu leitt að HSÍ sé ekki tilbúið til þess að hjálpa okkur. Þetta er öllum til hagsbóta að taka þátt í þessari Evrópukeppni, nema kannski bókhaldinu. Við erum svekkt,“ sagði Garðar. Elísa Elíasdóttir og Eyjakonur hafa spilað marga Evrópuleiki síðustu ár.Vísir/Vilhelm Eyjamenn hafa líka áhyggjur af því að leikmenn liðsins meiðist þegar þeir eru undir svona álagi. Þetta er bara hættulegt „Við höfum áhyggjur af álaginu sem er á stelpunum. Þetta er bara hættulegt. Því miður. Við þurfum að setja leikmennina í fyrsta sætið og við erum að reyna það. Því miður finnst mér eins og HSÍ sé ekki að gera það,“ sagði Garðar. „Tvær af lykilmönnum okkar eru landsliðsstelpur þar af landsliðsfyrirliðinn líka. Ég trúi því ekki að landsliðsþjálfarinn sé eitthvað ánægður með þetta álag sem verður þarna á þeim,“ sagði Garðar. „Við vitum að það voru leikir í fyrra sem voru færðir hjá öðrum liðum. Bæði karla- og kvennamegin hjá Val. Við komum að svolítið að tómum kofanum hjá HSÍ núna ,“ sagði Garðar. Olís-deild kvenna ÍBV HSÍ Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Handknattleiksdeild ÍBV sendi frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem ákvörðun HSÍ og Hauka, að verða ekki við beiðni kvennaliðs ÍBV að fresta komandi leik liðanna á miðvikudaginn kemur, var harðlega gagnrýnd. ÍBV er á leið í Evrópuverkefni um komandi helgi og er staðan því núna að liðið mun þurfa leika fjóra leiki á átta dögum og auk þess ferðast til og frá landinu í Evrópuverkefni. Eyjamenn eru ekki sáttir við þetta fyrirkomulag og í yfirlýsingu ÍBV var vitnað í Davíð Egilsson, yfirlækni heilsugæslunnar í Vestmannaeyjum og liðslækni ÍBV, sem segir komandi leikjatörn liðsins út í hött. Ábyrgð HSÍ sé mikil ef upp koma alvarleg meiðsli í hópnum. Það er ólga í Eyjum vegna málsins og Aron Guðmundsson ræddi við Garðar B. Sigurjónsson, formann handknattleiksdeildar ÍBV, í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eyjaliðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.Vísir/Diego Fá viðbrögð frá fólki í Eyjum og upp á landi „Við erum ekki búnir að fá nein viðbrögð frá HSÍ en við höfum aftur á móti fengið mikil viðbrögð frá öðrum fjölmiðlum og fólki. Bæði fólki hér úr landi en líka upp á landi. Það skilur alveg hvað við erum að tala um með þessari yfirlýsingu,“ sagði Garðar B. Sigurjónsson. Kvennalið ÍBV er að fara í mikla leikjatörn á næstunni og þar bætast inn löng ferðalög líka. „Þetta eru fjórar flugferðir og rútuferðir. Við þurfum að stoppa í Bretlandi í fimm til sex klukkutíma og vera þá á flugvellinum í bæði skiptin, fram og til baka. Þetta er gríðarlegt álag á stelpurnar og við reyndum eins og við gátum að fá báða leikina hingað heim. Það hefði verið mikið álag en ekki eins mikið og það er núna,“ sagði Garðar. Fengu líka nei frá Portúgal „Við fengum þvert nei frá Portúgal varðandi það. Það hefði heldur ekki gengið að vera með þetta báðar helgarnar, heima og að heiman. Það er að byrja stórmót hjá stelpunum og það er undirbúningur fyrir landsliðið sem færi þá inn í þá helgi,“ sagði Garðar. „Við erum rosasár eiginlega að fá ekki meiri skilning og stuðning frá HSÍ. Við erum búin að reyna að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að láta þetta ganga upp á sem bestan hátt,“ sagði Garðar. „Við erum búin að finna dagsetningar sem gætu hentað fyrir þennan leik. Svörin frá HSÍ og Haukum eru bara nei, þvert nei. Þessi leikur var settur á núna á miðvikudaginn og við ætlum að mæta. Við höfum ekkert um það að segja,“ sagði Garðar. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur glímt mikið við meiðsli síðustu ár.Vísir/Hulda Margrét HSÍ segir að þetta sé þeirra val Hvaða skýringar fá Eyjamenn á þessari neitun frá Handknattleikssambandinu? „HSÍ segir við okkur að það sé okkar val að taka þátt í Evrópukeppni og við eigum að vita að því fylgir álag. Það er alveg rétt og við vitum að því fylgir álag. Strákarnir okkar eru í Evrópukeppni líka og það verður álag á þeim en ekkert í líkingu við þetta. Af því að það er líka að koma landsliðsundirbúningur fyrir stelpurnar,“ sagði Garðar. „Okkur finnst bara að þau svör sem við fáum frá HSÍ eru að það sé bara okkar val að taka þátt í Evrópukeppni. Okkur finnst það ekki vera nógu góð rök því það er handboltanum til hagsbóta að íslensk lið séu að taka þátt í Evrópukeppni,“ sagði Garðar. Þetta er bara hark og kostnaður „Trúðu mér. Það er ekki verið að taka þátt í þessari Evrópukeppni til að græða einhvern pening, þetta er bara hark og kostnaður. Við erum að þessu til að halda standardinum uppi og ÍBV stelpurnar eru að fara að spila sinn fimmtánda og sextánda Evrópuleik á þremur árum. Þær eru búnar að spila fleiri Evrópuleiki en flest önnur lið síðustu tíu ár,“ sagði Garðar. „Mér finnst bara pínu leitt að HSÍ sé ekki tilbúið til þess að hjálpa okkur. Þetta er öllum til hagsbóta að taka þátt í þessari Evrópukeppni, nema kannski bókhaldinu. Við erum svekkt,“ sagði Garðar. Elísa Elíasdóttir og Eyjakonur hafa spilað marga Evrópuleiki síðustu ár.Vísir/Vilhelm Eyjamenn hafa líka áhyggjur af því að leikmenn liðsins meiðist þegar þeir eru undir svona álagi. Þetta er bara hættulegt „Við höfum áhyggjur af álaginu sem er á stelpunum. Þetta er bara hættulegt. Því miður. Við þurfum að setja leikmennina í fyrsta sætið og við erum að reyna það. Því miður finnst mér eins og HSÍ sé ekki að gera það,“ sagði Garðar. „Tvær af lykilmönnum okkar eru landsliðsstelpur þar af landsliðsfyrirliðinn líka. Ég trúi því ekki að landsliðsþjálfarinn sé eitthvað ánægður með þetta álag sem verður þarna á þeim,“ sagði Garðar. „Við vitum að það voru leikir í fyrra sem voru færðir hjá öðrum liðum. Bæði karla- og kvennamegin hjá Val. Við komum að svolítið að tómum kofanum hjá HSÍ núna ,“ sagði Garðar.
Olís-deild kvenna ÍBV HSÍ Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Fótbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira