Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

ÍR-ingar safna liði fyrir Olís-deildina

Nýliðar ÍR hafa fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. ÍR-ingar hafa samið við Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV og hinn unga Róbert Snær Örvarsson frá Haukum.

Handbolti
Fréttamynd

Svissnesku Íslendingaliðin hefja tímabilið á sigrum

Likið var í fyrstu umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld og voru bæði Íslendingalið deildarinnar í eldlínunni. Svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen unnu  marka útisigur gegn St. Gallen og Zurich vann öruggan sigur gegn Kreuzlingen.

Handbolti
Fréttamynd

Nýliðar Gummersbach byrja tímabilið á sigri

Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld og voru Íslendingar í eldlínunni í öllum fjórum leikjunum. Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann góðan fjögurra marka sigur gegn Lemgo, 26-30.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­lendinga­lið Kol­stad byrjar á sigri

Landsliðsmennirnir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason byrja tímabilið í Noregi á sigri en þeir gengu í raðir ofurliðs Kolstad í sumar. Liðið lagði Nærbø naumlega í kvöld með tveggja marka mun, lokatölur 29-27.

Handbolti
Fréttamynd

Stór­leikur Ómars Inga dugði ekki til

Magdeburg tapaði í kvöld fyrir Kiel í leiknum um þýska ofurbikarinn í handbolta. Ómar Ingi Magnússon fór á kostum en það dugði ekki til að þessu sinni, lokatölur 36-33 Kiel í vil.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta var mjög slæmur tími“

Aron Rafn Eðvarðsson, einn besti handboltamarkvörður landsins um langt árabil, fékk bolta í höfuðið í byrjun mars og hefur síðan þá lítið getað æft handbolta eða stundað vinnu. Fyrstu vikurnar eftir höggið voru sérstaklega slæmar.

Handbolti
Fréttamynd

Janus og Sigvaldi fóru á kostum í Evrópusigri Kolstad

Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson áttu báðir frábæran leik er norska verðandi ofurliðið Kolstad vann tveggja marka sigur gegn Drammen í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í gær, 28-26.

Handbolti