„Við þurfum að breyta þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 23:31 Við þurfum að byrja betur. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands við Angóla um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á morgun. Alveg ljóst er hvað Ísland þarf að bæta frá síðustu tveimur leikjum. Ísland lenti 11-3 undir snemma leik gegn Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum í gær. Morgunljóst er að liðið þarf að læra lexíu hvað upphaf leikja varðar. Arnar kveðst hafa imprað á þessu við leikmenn á fundi í morgun. „Það er klárt. Við funduðum í morgun og ræddum þetta meðal annars. Við þurfum að breyta þessu, finna einhverjar lausnir og byrja þessa leiki betur. Við erum að fara í hörkuleik á morgun gegn sterku liði og við getum ekki gefið þeim eitt eða neitt á fyrstu mínútunum.“ segir Arnar. Angóla stóð vel í bæði Frökkum og Slóvenum. Frakkar rétt mörðu þær í fyrsta leik með minnsta mun og þá voru þær allan tímann inni í leiknum við Slóvena sem að endingu tapaðist. „Þetta er mjög sterkt lið. Það sem mér finnst líka bara frábært í þessu er að handboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa kannski ekki verið að fylgjast mjög mikið með alþjóðlegum kvennahandbolta eru að sjá hversu mörg öflug lið eru hérna. Á morgun erum við að takast á við margfalda Afríkumeistara sem eru gríðarlega sterkar,“ segir Arnar. Nýtur sín í botn Ísland er á HM í fyrsta sinn í tólf ár. Allir leikmenn nema Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á HM í fyrsta sinn og sama er að segja um Arnar sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Hér er hann í essinu sínu. Klippa: Markmiðið að koma okkur í milliriðilinn „Mér finnst þetta frábært. Þetta er ofboðslega skemmtilegt. Það er gaman að vera hérna með stelpunum, liðinu og teyminu. Þetta er það sem við höfum gaman af því að gera – spila, vera í og grúska í handbolta – ég er að njóta þess í botn. Auðvitað er maður að læra helling. Alveg örugglega verður það þannig þegar maður gerir þetta upp að það verða einhverjir hlutir sem maður gerir öðruvísi þegar við förum næst,“ segir Arnar. Stemningin í stúkunni frábær og hjálpar til Íslensku stuðningsmennirnir hafa alfarið haldið uppi stemningu á leikjum stelpnanna okkar hingað til. Stuðningurinn hafi reynst mikilvægur í leiknum við Frakka í gær. „Þetta er skemmtilegt. Eins og í gær, þegar við lentum illa undir til að byrja með hélt stúkan áfram að styðja okkur. Það hjálpaði okkur klárlega í gegnum þennan erfiða kafla,“ segir Arnar og bætir við: „Frammistaðan eftir erfiðan kafla var mjög góð og við getum klárlega þakkað stúkunni að stórum hluta fyrir það. Hún var frábær og stelpurnar töluðu um það hvað það var mikilvægt að hafa fólkið í stúkunni.“ Markmiðið fyrir morgundaginn sé þá skýrt. Ísland ætli sér sigur og sæti í milliriðli á morgun. „Við stefnum á það. Við ætlum að spila mjög góðan leik á morgun og vitum það alveg að til þess að það markmið náist verðum við að eiga toppleik og bæta okkur á öllum sviðum. Það er klárlega markmiðið á morgun að skila góðu verki gegn mjög sterku liði og koma okkur í milliriðilinn.“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
Ísland lenti 11-3 undir snemma leik gegn Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum í gær. Morgunljóst er að liðið þarf að læra lexíu hvað upphaf leikja varðar. Arnar kveðst hafa imprað á þessu við leikmenn á fundi í morgun. „Það er klárt. Við funduðum í morgun og ræddum þetta meðal annars. Við þurfum að breyta þessu, finna einhverjar lausnir og byrja þessa leiki betur. Við erum að fara í hörkuleik á morgun gegn sterku liði og við getum ekki gefið þeim eitt eða neitt á fyrstu mínútunum.“ segir Arnar. Angóla stóð vel í bæði Frökkum og Slóvenum. Frakkar rétt mörðu þær í fyrsta leik með minnsta mun og þá voru þær allan tímann inni í leiknum við Slóvena sem að endingu tapaðist. „Þetta er mjög sterkt lið. Það sem mér finnst líka bara frábært í þessu er að handboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa kannski ekki verið að fylgjast mjög mikið með alþjóðlegum kvennahandbolta eru að sjá hversu mörg öflug lið eru hérna. Á morgun erum við að takast á við margfalda Afríkumeistara sem eru gríðarlega sterkar,“ segir Arnar. Nýtur sín í botn Ísland er á HM í fyrsta sinn í tólf ár. Allir leikmenn nema Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á HM í fyrsta sinn og sama er að segja um Arnar sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Hér er hann í essinu sínu. Klippa: Markmiðið að koma okkur í milliriðilinn „Mér finnst þetta frábært. Þetta er ofboðslega skemmtilegt. Það er gaman að vera hérna með stelpunum, liðinu og teyminu. Þetta er það sem við höfum gaman af því að gera – spila, vera í og grúska í handbolta – ég er að njóta þess í botn. Auðvitað er maður að læra helling. Alveg örugglega verður það þannig þegar maður gerir þetta upp að það verða einhverjir hlutir sem maður gerir öðruvísi þegar við förum næst,“ segir Arnar. Stemningin í stúkunni frábær og hjálpar til Íslensku stuðningsmennirnir hafa alfarið haldið uppi stemningu á leikjum stelpnanna okkar hingað til. Stuðningurinn hafi reynst mikilvægur í leiknum við Frakka í gær. „Þetta er skemmtilegt. Eins og í gær, þegar við lentum illa undir til að byrja með hélt stúkan áfram að styðja okkur. Það hjálpaði okkur klárlega í gegnum þennan erfiða kafla,“ segir Arnar og bætir við: „Frammistaðan eftir erfiðan kafla var mjög góð og við getum klárlega þakkað stúkunni að stórum hluta fyrir það. Hún var frábær og stelpurnar töluðu um það hvað það var mikilvægt að hafa fólkið í stúkunni.“ Markmiðið fyrir morgundaginn sé þá skýrt. Ísland ætli sér sigur og sæti í milliriðli á morgun. „Við stefnum á það. Við ætlum að spila mjög góðan leik á morgun og vitum það alveg að til þess að það markmið náist verðum við að eiga toppleik og bæta okkur á öllum sviðum. Það er klárlega markmiðið á morgun að skila góðu verki gegn mjög sterku liði og koma okkur í milliriðilinn.“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira