Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Ósáttar flugfreyjur láta ekki beygja sig í duftið

Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) lýsir yfir miklum vonbrigðum með það sem félagið lýsir sem einarðri og óbilgjarnri afstöðu Icelandair í árangurslausu samningaviðræðum sem staðið hafa yfir milli aðila síðustu vikur. Samningaviðræðum var slitið í dag og nýr fundur ekki í sjónmáli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flugliðar og Icelandair funda aftur á morgun

Ríkissáttasemjari ákvað að boða til annars fundar klukkan fimm síðdegis á morgun sem þýðir, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, að einhver gangur hefur verið í viðræðunum í dag sem stóð í um ellefu klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

Hlutabréfaútgáfu Norwegian Air lokið

Virði hlutabréfa í norska lágfargjaldaflugfélaginu Norwegian Air féll um helming eftir að hlutabréfaútgáfu lauk í dag. Einnig stendur til að ljúka því að breyta kröfum í hlutafé til þess að reyna að sigla félaginu í gegnum ólgusjó kórónuveirufaraldursins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samið við Icelandair um lágmarksflugsamgöngur í sumar

Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní.

Innlent