Drífa stendur við yfirlýsingar sínar um kjör hjá Play Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. maí 2021 20:14 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir það rangt sem fram kemur í nýlegri yfirlýsingu Íslenska flugstéttarfélagsins, að samkvæmt kjarasamningi félagsins við flugfélagið Play séu grunnlaun flugliða um 350 þúsund krónur. Í yfirlýsingu sem ÍFF sendi fjölmiðlum í dag, sem er undirrituð af stjórn félagsins, hafnar félagið „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ.“ Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og segir forstjóri PLAY framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram heldur 350 þúsund. Óhætt er að segja að heit umræða hafi skapast á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þegar forstjórinn og forsetinn komu saman. Drífa kveðst hins vegar standa við fullyrðingar sínar um að grunnlaun Play samkvæmt samningi séu 260 þúsund krónur. „Ég er með þennan samning undir höndum. Þar stendur rosalega skýrum stöfum, og það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það, hver grunnlaunin raunverulega eru. [Play] eru alltaf að hamra á þessum 350 þúsundum, þá eru þau búin að setja inn í launin alls konar, bílapeninga, dagpeninga og sölulaun, sem eru auðvitað ekki laun í þeim skilningi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir þá að í samningnum komi fram að lífeyrissjóðsgreiðslur séu greiddar af grunnlaunum, sem séu um 260 þúsund krónur. „Þegar því er haldið fram að grunnlaun séu 350 þúsund, þá þarf að spyrja: „Bíddu, eruð þið með einhvern annan samning en þann sem ég er með?“ Því það er augljóst að þetta er ekki í þessum samningi,“ segir Drífa. Ný viðmið á vinnumarkaði Drífa segir að með samningi Play og ÍFF sé verið að gera ný viðmið á íslenskum vinnumarkaði. „Viðmið sem við hreinlega viljum ekki sjá. Við munum ekkert hætta að gagnrýna Play eða draga til baka okkar fyrri yfirlýsingar fyrr en við sjáum einhvern kjarasamning sem er raunverulega í takt við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa. Í yfirlýsingu ÍFF kemur fram að fulltrúar félagsins hafi átt fund við fulltrúa ASÍ síðasta sumar, þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. „Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa segir það rétt að ÍFF hafi verið boðin aðild að ASÍ en því tilboði hafi verið hafnað. Þá segir hún að ASÍ sé tilbúið bjóða fram alla þá aðstoð sem í valdi sambandsins standi „til þess að gera almennilega kjarasamninga.“ „Ég held að ef Play vill forðast átök næstu ára, þá er ágætt að þau fari að ganga til almennilegra kjarasamninga,“ segir Drífa. Kjaramál Vinnumarkaður Play Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Í yfirlýsingu sem ÍFF sendi fjölmiðlum í dag, sem er undirrituð af stjórn félagsins, hafnar félagið „öllum þeim dylgjum og rangfærslum sem viðhafðar hafa verið af forystu ASÍ.“ Forsaga málsins er sú að Drífa Snædal forseti ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga flugfélagið þar sem félagið bjóði starfsmönnum hálfgerð þrælakjör. Vafi er uppi um þá fullyrðingu og segir forstjóri PLAY framferði ASÍ óboðlegt. Það sé rangt að grunnlaun séu 260 þúsund krónur eins og ASÍ heldur fram heldur 350 þúsund. Óhætt er að segja að heit umræða hafi skapast á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þegar forstjórinn og forsetinn komu saman. Drífa kveðst hins vegar standa við fullyrðingar sínar um að grunnlaun Play samkvæmt samningi séu 260 þúsund krónur. „Ég er með þennan samning undir höndum. Þar stendur rosalega skýrum stöfum, og það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það, hver grunnlaunin raunverulega eru. [Play] eru alltaf að hamra á þessum 350 þúsundum, þá eru þau búin að setja inn í launin alls konar, bílapeninga, dagpeninga og sölulaun, sem eru auðvitað ekki laun í þeim skilningi,“ segir Drífa í samtali við fréttastofu. Hún segir þá að í samningnum komi fram að lífeyrissjóðsgreiðslur séu greiddar af grunnlaunum, sem séu um 260 þúsund krónur. „Þegar því er haldið fram að grunnlaun séu 350 þúsund, þá þarf að spyrja: „Bíddu, eruð þið með einhvern annan samning en þann sem ég er með?“ Því það er augljóst að þetta er ekki í þessum samningi,“ segir Drífa. Ný viðmið á vinnumarkaði Drífa segir að með samningi Play og ÍFF sé verið að gera ný viðmið á íslenskum vinnumarkaði. „Viðmið sem við hreinlega viljum ekki sjá. Við munum ekkert hætta að gagnrýna Play eða draga til baka okkar fyrri yfirlýsingar fyrr en við sjáum einhvern kjarasamning sem er raunverulega í takt við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa. Í yfirlýsingu ÍFF kemur fram að fulltrúar félagsins hafi átt fund við fulltrúa ASÍ síðasta sumar, þar sem starfsemi ÍFF var kynnt. „Eftir fundinn vorum við spurð hvort við höfum skoðað að ganga í samtök ASÍ. Óskuðum við þá eftir kynningu um hvað slík aðild myndi fela í sér. Ekkert hefur enn heyrst frá ASÍ,“ segir í yfirlýsingunni. Drífa segir það rétt að ÍFF hafi verið boðin aðild að ASÍ en því tilboði hafi verið hafnað. Þá segir hún að ASÍ sé tilbúið bjóða fram alla þá aðstoð sem í valdi sambandsins standi „til þess að gera almennilega kjarasamninga.“ „Ég held að ef Play vill forðast átök næstu ára, þá er ágætt að þau fari að ganga til almennilegra kjarasamninga,“ segir Drífa.
Kjaramál Vinnumarkaður Play Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira