Hóta málsókn og saka ASÍ um „annarlegan áróður“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 20:15 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir flugfélagið ætla að leita réttar síns ef ASÍ dregur fullyrðingar sínar ekki til baka. vísir/vilhelm Nýja flugfélagið Play hefur lýst yfir sárum vonbrigðum með að Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafi í dag hvatt landsmenn til að sniðganga flugfélagið vegna lágra launa sem flugfélagið mun bjóða starfsfólki sínu. Félagið krefst þess að ASÍ dragi fullyrðingar sínar til baka annars verði það að leita réttar síns í málinu. Play segir ASÍ með tilkynningunni í dag reka „sorglegan og annarlegan áróður“ gegn flugfélaginu sem er að sögn þess sjálfs „beinlínis stofnað til að færa Íslendingum kjarabætur í formi lægri fluggjalda“. „Í takti við þann góða anda sem ríkir innan PLAY þá erum við til í að fyrirgefa þetta skammarlega upphlaup ef ASÍ dregur ásakanir sínar tilbaka. Öðrum kosti mun félagið leita réttar síns til að bæta þann skaða sem ASÍ veldur með því að skora á fólk að sniðganga PLAY,“ er haft eftir forstjóra Play, Birgi Jónssyni. Hálaunaumhverfi flugstétta hafi runnið sitt skeið Alþýðusambandið benti á það í dag að þau grunnlaun sem Play ætlar að bjóða upp á séu lægri en heldur en grunnatvinnuleysisbætur á Íslandi, sem eru 307.430 krónur. Lægstu laun hjá Play verði 266.500 krónur samkvæmt kjarasamningi flugfélagsins við Íslenska flugmannafélagið. ASÍ segir stéttarfélagið fjármagnað af sjálfu flugfélaginu. „Í ályktun miðstjórnar ASÍ í dag er staðhæft að PLAY greiði lægri laun en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er rangt, flugliðar PLAY geta vænst ágætra launa,“ segir í tilkynningu Play. Play segir þá að „hálaunaumhverfi flugstétta“ hafi runnið sitt skeið í Evrópu fyrir löngu: „Launakjör flugstétta PLAY eru auk þess mun betri en þekkist hjá flestum flugfélögum í Evrópu þar sem hálaunaumhverfi flugstétta, eins og tíðkast hefur á Íslandi, hefur fyrir löngu runnið sitt skeið með nýjum rekstrarmódelum og almennum vexti í flugi sem samgöngumáta. Skráning ríflega 70 þúsund viðskiptavina á póstlista PLAY er staðfesting á þessu nýja umhverfi.“ Drífa Snædal, forseti ASÍvísir/egill ASÍ ljúgi Flugfélagið segir ASÍ þá ekki fara rétt með launatölurnar. Fastar mánaðarlegar tekjur flugliða hjá Play verði á bilinu 351.851 til 454.351 krónur, óháð vinnuframlagi. „Ofan á þær tekjur bætast svo flugstundagreiðslur, sölulaun og dagpeningar. Meðal mánaðartekjur sem almennir flugliðar PLAY geta vænst, sem eru að koma inn til starfa á kjarasamningi Íslenska flugstéttafélagsins, eru í kringum 500 þúsund íslenskar krónur og þá hefur verið tekið tillit til sumar- og vetrarfrísmánuða.“ Lægstu föstu launin segir flugfélagið þá vera 350 þúsund krónur á mánuði en ekki 266.500 krónur og bendir þá á að lægstu föstu laun hjá Icelandair séu 307 þúsund krónur og styðst þar við umfjöllun Viðskiptablaðsins. „Svo allrar sanngirni sé gætt gagnvart Icelandair er PLAY ekki að halda því fram að heildarlaun Icelandair séu ekki hærri en hjá PLAY enda er Icelandair ekki lággjaldaflugfélag,“ segir í tilkynningu Play – það sé aðeins að benda á lægstu launin. Play segir það þá einnig rangt að ASÍ eða Flugfreyjufélagið hafi ítrekað leitað eftir samningum við sig. Flugfreyjufélagið hafi fyrst haft samband nú í vor, einu og hálfu ári eftir að flugfélagið gekk frá samningum við Íslenska flugstéttafélagið. „Enginn vilji hefur verið hjá ASÍ að funda með PLAY nema Flugfreyjufélagið eigi aðild að fundinum. Ljóst má vera að fyrir ASÍ vakir ekki annað en að gæta hagsmuna Flugfreyjufélagsins.“ Vitnað er í Birgi Jónsson forstjóra Play í tilkynningunni sem gengur svo langt að segja ASÍ sýna „valdhroka“ með því að hvetja Íslendinga til að sniðganga félagið. „Hér hljóta annarlegir hagsmunir að vera að verki,“ segir hann. Play Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. 18. maí 2021 19:01 Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. 18. maí 2021 06:24 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Play segir ASÍ með tilkynningunni í dag reka „sorglegan og annarlegan áróður“ gegn flugfélaginu sem er að sögn þess sjálfs „beinlínis stofnað til að færa Íslendingum kjarabætur í formi lægri fluggjalda“. „Í takti við þann góða anda sem ríkir innan PLAY þá erum við til í að fyrirgefa þetta skammarlega upphlaup ef ASÍ dregur ásakanir sínar tilbaka. Öðrum kosti mun félagið leita réttar síns til að bæta þann skaða sem ASÍ veldur með því að skora á fólk að sniðganga PLAY,“ er haft eftir forstjóra Play, Birgi Jónssyni. Hálaunaumhverfi flugstétta hafi runnið sitt skeið Alþýðusambandið benti á það í dag að þau grunnlaun sem Play ætlar að bjóða upp á séu lægri en heldur en grunnatvinnuleysisbætur á Íslandi, sem eru 307.430 krónur. Lægstu laun hjá Play verði 266.500 krónur samkvæmt kjarasamningi flugfélagsins við Íslenska flugmannafélagið. ASÍ segir stéttarfélagið fjármagnað af sjálfu flugfélaginu. „Í ályktun miðstjórnar ASÍ í dag er staðhæft að PLAY greiði lægri laun en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er rangt, flugliðar PLAY geta vænst ágætra launa,“ segir í tilkynningu Play. Play segir þá að „hálaunaumhverfi flugstétta“ hafi runnið sitt skeið í Evrópu fyrir löngu: „Launakjör flugstétta PLAY eru auk þess mun betri en þekkist hjá flestum flugfélögum í Evrópu þar sem hálaunaumhverfi flugstétta, eins og tíðkast hefur á Íslandi, hefur fyrir löngu runnið sitt skeið með nýjum rekstrarmódelum og almennum vexti í flugi sem samgöngumáta. Skráning ríflega 70 þúsund viðskiptavina á póstlista PLAY er staðfesting á þessu nýja umhverfi.“ Drífa Snædal, forseti ASÍvísir/egill ASÍ ljúgi Flugfélagið segir ASÍ þá ekki fara rétt með launatölurnar. Fastar mánaðarlegar tekjur flugliða hjá Play verði á bilinu 351.851 til 454.351 krónur, óháð vinnuframlagi. „Ofan á þær tekjur bætast svo flugstundagreiðslur, sölulaun og dagpeningar. Meðal mánaðartekjur sem almennir flugliðar PLAY geta vænst, sem eru að koma inn til starfa á kjarasamningi Íslenska flugstéttafélagsins, eru í kringum 500 þúsund íslenskar krónur og þá hefur verið tekið tillit til sumar- og vetrarfrísmánuða.“ Lægstu föstu launin segir flugfélagið þá vera 350 þúsund krónur á mánuði en ekki 266.500 krónur og bendir þá á að lægstu föstu laun hjá Icelandair séu 307 þúsund krónur og styðst þar við umfjöllun Viðskiptablaðsins. „Svo allrar sanngirni sé gætt gagnvart Icelandair er PLAY ekki að halda því fram að heildarlaun Icelandair séu ekki hærri en hjá PLAY enda er Icelandair ekki lággjaldaflugfélag,“ segir í tilkynningu Play – það sé aðeins að benda á lægstu launin. Play segir það þá einnig rangt að ASÍ eða Flugfreyjufélagið hafi ítrekað leitað eftir samningum við sig. Flugfreyjufélagið hafi fyrst haft samband nú í vor, einu og hálfu ári eftir að flugfélagið gekk frá samningum við Íslenska flugstéttafélagið. „Enginn vilji hefur verið hjá ASÍ að funda með PLAY nema Flugfreyjufélagið eigi aðild að fundinum. Ljóst má vera að fyrir ASÍ vakir ekki annað en að gæta hagsmuna Flugfreyjufélagsins.“ Vitnað er í Birgi Jónsson forstjóra Play í tilkynningunni sem gengur svo langt að segja ASÍ sýna „valdhroka“ með því að hvetja Íslendinga til að sniðganga félagið. „Hér hljóta annarlegir hagsmunir að vera að verki,“ segir hann.
Play Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. 18. maí 2021 19:01 Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. 18. maí 2021 06:24 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. 18. maí 2021 19:01
Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. 18. maí 2021 06:24