Hóta málsókn og saka ASÍ um „annarlegan áróður“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 20:15 Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir flugfélagið ætla að leita réttar síns ef ASÍ dregur fullyrðingar sínar ekki til baka. vísir/vilhelm Nýja flugfélagið Play hefur lýst yfir sárum vonbrigðum með að Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafi í dag hvatt landsmenn til að sniðganga flugfélagið vegna lágra launa sem flugfélagið mun bjóða starfsfólki sínu. Félagið krefst þess að ASÍ dragi fullyrðingar sínar til baka annars verði það að leita réttar síns í málinu. Play segir ASÍ með tilkynningunni í dag reka „sorglegan og annarlegan áróður“ gegn flugfélaginu sem er að sögn þess sjálfs „beinlínis stofnað til að færa Íslendingum kjarabætur í formi lægri fluggjalda“. „Í takti við þann góða anda sem ríkir innan PLAY þá erum við til í að fyrirgefa þetta skammarlega upphlaup ef ASÍ dregur ásakanir sínar tilbaka. Öðrum kosti mun félagið leita réttar síns til að bæta þann skaða sem ASÍ veldur með því að skora á fólk að sniðganga PLAY,“ er haft eftir forstjóra Play, Birgi Jónssyni. Hálaunaumhverfi flugstétta hafi runnið sitt skeið Alþýðusambandið benti á það í dag að þau grunnlaun sem Play ætlar að bjóða upp á séu lægri en heldur en grunnatvinnuleysisbætur á Íslandi, sem eru 307.430 krónur. Lægstu laun hjá Play verði 266.500 krónur samkvæmt kjarasamningi flugfélagsins við Íslenska flugmannafélagið. ASÍ segir stéttarfélagið fjármagnað af sjálfu flugfélaginu. „Í ályktun miðstjórnar ASÍ í dag er staðhæft að PLAY greiði lægri laun en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er rangt, flugliðar PLAY geta vænst ágætra launa,“ segir í tilkynningu Play. Play segir þá að „hálaunaumhverfi flugstétta“ hafi runnið sitt skeið í Evrópu fyrir löngu: „Launakjör flugstétta PLAY eru auk þess mun betri en þekkist hjá flestum flugfélögum í Evrópu þar sem hálaunaumhverfi flugstétta, eins og tíðkast hefur á Íslandi, hefur fyrir löngu runnið sitt skeið með nýjum rekstrarmódelum og almennum vexti í flugi sem samgöngumáta. Skráning ríflega 70 þúsund viðskiptavina á póstlista PLAY er staðfesting á þessu nýja umhverfi.“ Drífa Snædal, forseti ASÍvísir/egill ASÍ ljúgi Flugfélagið segir ASÍ þá ekki fara rétt með launatölurnar. Fastar mánaðarlegar tekjur flugliða hjá Play verði á bilinu 351.851 til 454.351 krónur, óháð vinnuframlagi. „Ofan á þær tekjur bætast svo flugstundagreiðslur, sölulaun og dagpeningar. Meðal mánaðartekjur sem almennir flugliðar PLAY geta vænst, sem eru að koma inn til starfa á kjarasamningi Íslenska flugstéttafélagsins, eru í kringum 500 þúsund íslenskar krónur og þá hefur verið tekið tillit til sumar- og vetrarfrísmánuða.“ Lægstu föstu launin segir flugfélagið þá vera 350 þúsund krónur á mánuði en ekki 266.500 krónur og bendir þá á að lægstu föstu laun hjá Icelandair séu 307 þúsund krónur og styðst þar við umfjöllun Viðskiptablaðsins. „Svo allrar sanngirni sé gætt gagnvart Icelandair er PLAY ekki að halda því fram að heildarlaun Icelandair séu ekki hærri en hjá PLAY enda er Icelandair ekki lággjaldaflugfélag,“ segir í tilkynningu Play – það sé aðeins að benda á lægstu launin. Play segir það þá einnig rangt að ASÍ eða Flugfreyjufélagið hafi ítrekað leitað eftir samningum við sig. Flugfreyjufélagið hafi fyrst haft samband nú í vor, einu og hálfu ári eftir að flugfélagið gekk frá samningum við Íslenska flugstéttafélagið. „Enginn vilji hefur verið hjá ASÍ að funda með PLAY nema Flugfreyjufélagið eigi aðild að fundinum. Ljóst má vera að fyrir ASÍ vakir ekki annað en að gæta hagsmuna Flugfreyjufélagsins.“ Vitnað er í Birgi Jónsson forstjóra Play í tilkynningunni sem gengur svo langt að segja ASÍ sýna „valdhroka“ með því að hvetja Íslendinga til að sniðganga félagið. „Hér hljóta annarlegir hagsmunir að vera að verki,“ segir hann. Play Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. 18. maí 2021 19:01 Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. 18. maí 2021 06:24 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Play segir ASÍ með tilkynningunni í dag reka „sorglegan og annarlegan áróður“ gegn flugfélaginu sem er að sögn þess sjálfs „beinlínis stofnað til að færa Íslendingum kjarabætur í formi lægri fluggjalda“. „Í takti við þann góða anda sem ríkir innan PLAY þá erum við til í að fyrirgefa þetta skammarlega upphlaup ef ASÍ dregur ásakanir sínar tilbaka. Öðrum kosti mun félagið leita réttar síns til að bæta þann skaða sem ASÍ veldur með því að skora á fólk að sniðganga PLAY,“ er haft eftir forstjóra Play, Birgi Jónssyni. Hálaunaumhverfi flugstétta hafi runnið sitt skeið Alþýðusambandið benti á það í dag að þau grunnlaun sem Play ætlar að bjóða upp á séu lægri en heldur en grunnatvinnuleysisbætur á Íslandi, sem eru 307.430 krónur. Lægstu laun hjá Play verði 266.500 krónur samkvæmt kjarasamningi flugfélagsins við Íslenska flugmannafélagið. ASÍ segir stéttarfélagið fjármagnað af sjálfu flugfélaginu. „Í ályktun miðstjórnar ASÍ í dag er staðhæft að PLAY greiði lægri laun en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er rangt, flugliðar PLAY geta vænst ágætra launa,“ segir í tilkynningu Play. Play segir þá að „hálaunaumhverfi flugstétta“ hafi runnið sitt skeið í Evrópu fyrir löngu: „Launakjör flugstétta PLAY eru auk þess mun betri en þekkist hjá flestum flugfélögum í Evrópu þar sem hálaunaumhverfi flugstétta, eins og tíðkast hefur á Íslandi, hefur fyrir löngu runnið sitt skeið með nýjum rekstrarmódelum og almennum vexti í flugi sem samgöngumáta. Skráning ríflega 70 þúsund viðskiptavina á póstlista PLAY er staðfesting á þessu nýja umhverfi.“ Drífa Snædal, forseti ASÍvísir/egill ASÍ ljúgi Flugfélagið segir ASÍ þá ekki fara rétt með launatölurnar. Fastar mánaðarlegar tekjur flugliða hjá Play verði á bilinu 351.851 til 454.351 krónur, óháð vinnuframlagi. „Ofan á þær tekjur bætast svo flugstundagreiðslur, sölulaun og dagpeningar. Meðal mánaðartekjur sem almennir flugliðar PLAY geta vænst, sem eru að koma inn til starfa á kjarasamningi Íslenska flugstéttafélagsins, eru í kringum 500 þúsund íslenskar krónur og þá hefur verið tekið tillit til sumar- og vetrarfrísmánuða.“ Lægstu föstu launin segir flugfélagið þá vera 350 þúsund krónur á mánuði en ekki 266.500 krónur og bendir þá á að lægstu föstu laun hjá Icelandair séu 307 þúsund krónur og styðst þar við umfjöllun Viðskiptablaðsins. „Svo allrar sanngirni sé gætt gagnvart Icelandair er PLAY ekki að halda því fram að heildarlaun Icelandair séu ekki hærri en hjá PLAY enda er Icelandair ekki lággjaldaflugfélag,“ segir í tilkynningu Play – það sé aðeins að benda á lægstu launin. Play segir það þá einnig rangt að ASÍ eða Flugfreyjufélagið hafi ítrekað leitað eftir samningum við sig. Flugfreyjufélagið hafi fyrst haft samband nú í vor, einu og hálfu ári eftir að flugfélagið gekk frá samningum við Íslenska flugstéttafélagið. „Enginn vilji hefur verið hjá ASÍ að funda með PLAY nema Flugfreyjufélagið eigi aðild að fundinum. Ljóst má vera að fyrir ASÍ vakir ekki annað en að gæta hagsmuna Flugfreyjufélagsins.“ Vitnað er í Birgi Jónsson forstjóra Play í tilkynningunni sem gengur svo langt að segja ASÍ sýna „valdhroka“ með því að hvetja Íslendinga til að sniðganga félagið. „Hér hljóta annarlegir hagsmunir að vera að verki,“ segir hann.
Play Fréttir af flugi Kjaramál Icelandair Tengdar fréttir Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. 18. maí 2021 19:01 Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. 18. maí 2021 06:24 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Play góðar fréttir fyrir neytendur: Samkeppni þrýst niður verði hingað til Formaður Neytendasamtakanna telur innreið flugfélagsins Play líklega til þess að þrýsta niður fargjöldum. Forstjóri félagsins segir miðasölu hafa farið vel af stað og að Íslendingar séu greinilega sólþyrstir. 18. maí 2021 19:01
Play byrjað að selja miða og fyrstu 1.000 fá frítt flug Flugfélagið Play hefur opnað heimasíðu sína þar sem nú má bóka ferðir til sjö áfangastaða; Alicante, Barcelona, Berlín, Kaupmannahafnar, Parísar, London og Tenerife. 18. maí 2021 06:24