Varaforseti Malaví á meðal tíu látinna Brak flugvélar sem var að flytja Saulos Chilima, varaforseta Malaví, hefur fundist í fjalllendi í norðurhluta landsins. Enginn sem var um borð í vélinni komst lífs af. Erlent 11. júní 2024 13:01
Easyjet flýgur frá Akureyri til Manchester í vetur Breska lágfargjaldaflugfélagið Easyjet hyggst bjóða upp á áætlunarferðir á milli Akureyrar annars vegar og London og Manchester hins vegar í vetur. Búið er að opna fyrir bókanir á flugleiðunum. Viðskipti innlent 11. júní 2024 09:47
Flugvél til Akureyrar snúið við á miðri leið Flugvél á leið frá Reykjavík til Akureyrar var snúið við á miðri leið. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair segir að þeim hafi borist melding um tæknilegt atriði sem þurfti að skoða samkvæmt verklagi. Innlent 9. júní 2024 10:22
Apollo-geimfarinn sem laumaði íslenskum peningi til tunglsins „Hann var sá af Apollo-geimförunum sem mest var tengdur Íslandi,” segir Húsvíkingurinn Örlygur Hnefill Örlygsson um geimfarann og Íslandsvininn William Anders. Geimfarinn lést í flugslysi við strönd Washington-ríkis á föstudag, níræður að aldri, en vináttubönd hans við Ísland og Íslendinga áttu sér 67 ára sögu. Innlent 9. júní 2024 08:12
Borgarstjóri á hvolfi hátt yfir Reykjavík Fjölmenni lagði leið sína á Reykjavíkurflugvöll í dag þar sem efnt var til íburðarmikillar flugsýningar. Gestir gátu virt fyrir sér tugi flugvéla á flugvellinum sjálfum í miklu návígi. Innlent 8. júní 2024 22:01
Borgarstjórinn tekinn í listflug á flugsýningu Borgarstjórinn í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, fer í listflug á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þetta verður meðal sýningaratriða á flugsýningu Flugmálafélags Íslands, sem stendur yfir milli klukkan 13 og 16. Innlent 8. júní 2024 08:40
Fleiri farþegar og betri nýting Flugfélagið Play flutti 146.692 farþega í maí 2024, sem er 14 prósent aukning frá maí á síðasta ári þegar Play flutti 128.847 farþega. Sætanýting hjá félaginu í nýliðnum maí var 86,4 prósent, samanborið við 84,8 prósent í maí í fyrra. Viðskipti innlent 7. júní 2024 12:01
Ein og hálf milljón farþega á fyrstu fimm mánuðum ársins Það sem af er ári hefur Icelandair flutt um það bil 1,5 milljón farþega. Er það tíu prósentum fleiri en í fyrra. Eftirspurn eftir ferðum Íslendinga til útlanda heldur áfram að vera sterk en farþegum til Íslands hefur fækkað vegna samkeppni við aðra áfangastaði auk þess sem enn gætir neikvæðra áhrifa alþjóðlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Viðskipti innlent 6. júní 2024 16:01
Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. Innlent 5. júní 2024 16:09
Icelandia kolefnisjafnar akstur flugrútunnar Kynnisferðir, sem starfa undir nafninu Icelandia, munu hér eftir kolefnisjafna allan sinn akstur í samstarfi við VAXA Technologies. Um er að ræða akstur bæði flugrútunnar og dagsferða Reykjavík Excursions. Innlent 4. júní 2024 17:50
Brjálaður út í British Airways fyrir að skilja kylfurnar sínar eftir Enski kylfingurinn Ian Poulter var brjálaður út í flugfélagið British Airways eftir að kylfurnar hans urðu eftir á Heathrow flugvellinum. Golf 4. júní 2024 13:30
Icelandair biðst afsökunar á bögubósahættinum „Já, ég veit ekki hvað hefur klikkað þarna,“ sagði Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. En það sé ljóst að við annað eins og þetta verður ekki búið. Innlent 4. júní 2024 12:47
Öfugþróun að minni verðmæti komi af hverjum ferðamanni Ferðaþjónustan er að stefna í öfuga átt miðað við það markmið að hver ferðamaður skili meiri verðmætum í stað stöðugrar fjölgunar ferðamanna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna markaðssetningu einu leiðina til að snúa þessari öfugþróun við. Viðskipti innlent 4. júní 2024 12:22
Icelandair misþyrmi íslenskri tungu Maríu Helgu Guðmundsdóttur, sem fengist hefur við þýðingar og prófarkalestur, varð beinlínis illt í íslenskunni sinni þegar hún ferðaðist nýverið með Icelandair og fór að skoða afþreyingarkerfi flugfélagsins. Innlent 4. júní 2024 08:02
Misþyrming íslenskunnar í boði gervigreinds flugfélags: „Icelandair endurræsir afþreyingu, keppnisskyrði flugbjúgukeppnissins og eventýralega þvælu“ Fyrirsögn þessarar greinar er ekki úr lausu lofti gripin, eins mikil steypa og hún kann að virðast. Þetta er örlítið uppfærð tilvitnun í nýjustu íslensku útgáfu afþreyingarkerfis Icelandair, þar sem sjónvarpsþætti er lýst svo, stafrétt: Skoðun 4. júní 2024 08:00
Svarta sviðsmyndin blasir við ferðaþjónustunni í ár Horfur í ferðaþjónustu hafa snarversnað. Gistinóttum frá áramótum fækkaði um sex prósent og bókanir á hótelum fyrir sumarið eru tíu til fimmtán prósentum færri en á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 3. júní 2024 22:22
Icelandair hefur flug til Halifax á nýjan leik Icelandair hóf flug til Halifax á ný 31. maí síðastliðinn. Fluginu var fagnað bæði á Keflavíkurflugvelli og við komuna til Halifax. Flogið verður til borgarinnar þrisvar í viku fram til fjórtánda október. Icelandair hefur áður flogið til borgarinnar en síðast var flogið þangað árið 2018. Viðskipti innlent 3. júní 2024 16:26
Skattheimtumenn ISAVIA Egilsstaðaflugvöllur hefur verið aðalflugvöllur fyrir Austurland síðan 1952, en þá vék eldri grasflugbraut fyrir malarflugbraut á bökkum Eyvindarár. Stórum áfanga var náð 1993, þegar nýr malbikaður flugvöllur á Egilsstöðum var tekinn í notkun. Með þeim endurbótum, urðu til nýir og spennandi möguleikar á margskonar notkun flugvallarins fyrir Austurland allt. Öll loforð um akbrautir og stæði hafa verið vanefnd í áraraðir. Skoðun 30. maí 2024 15:00
Bílastæðagjöld á Akureyri og á Egilsstöðum Síðustu misseri hef ég bæði í greinum og í fyrirspurnum á Alþingi lýst áhyggjum mínum af síhækkandi verði á innanlandsflugi síðustu misseri. Flugsamgöngur innanlands skipta þá sem búa á landsbyggðinni miklu máli og mikilvægt er að þær séu raunhæfur kostur fyrir þá sem þar búa. Enn á ný berast fregnir af aukinni gjaldtöku sem mun nú fyrst og fremst verða íþyngjandi fyrir íbúa landsbyggðarinnar, það er gjaldtaka á bílastæðum við flugstöðvarnar á Akureyri, Egilsstöðum og Reykjavík. Nógur er kostnaðurinn nú fyrir. Skoðun 30. maí 2024 14:45
Nýjum alþjóðaflugvelli á Grænlandi seinkar enn Flugvallayfirvöld á Grænlandi hafa tilkynnt um seinkun á opnun nýs alþjóðaflugvallar við bæinn Ilulissat við Diskó-flóa. Ný tímaáætlun gerir ráð fyrir að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjórða ársfjórðungi 2026, eftir tvö og hálft ár. Viðskipti erlent 30. maí 2024 13:05
Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. Innlent 30. maí 2024 11:43
Play sér ekki tilefni til að breyta afkomuspánni þrátt fyrir aukna samkeppni Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu. Innherji 30. maí 2024 11:05
Icelandair tekur skarpa dýfu niður fyrir útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur tekið skarpa dýfu niður á við í morgun og er komið verulega niður fyrir gengið í útboðinu árið 2020. Viðskipti innlent 30. maí 2024 10:34
Lentu í Minneapolis vegna bilunar Melding um smávægilega bilun kom upp í flugvél Icelandair á leið frá Denver í Bandaríkjunum til Keflavíkur i nótt. Í samræmi við verklag og öryggisstaðla var ákveðið að lenda í Minneapolis og láta flugvirkja skoða vélina áður en haldið væri áfram yfir hafið. Innlent 30. maí 2024 10:01
Svörtum vísað frá borði þegar kvartað var undan líkamslykt Þrír svartir karlmenn hafa höfðað mál á hendur American Airlines en þeir voru látnir ganga frá borði eftir að kvartað var undan líkamslykt í einni af vélum félagsins. Erlent 30. maí 2024 08:04
„Þetta er mjög erfiður dagur hjá okkur“ Icelandair sagði upp um tíu prósent af skrifstofufólki félagsins í dag, alls átta tíu og tveimur einstaklingum. Forstjóri félagsins segir þetta erfiðan dag en krefjandi rekstrarumhverfi, mikil verðbólga og hækkandi launakostnaður hafi kallað á hagræðingaraðgerðir. Innlent 29. maí 2024 19:01
Sögðu upp 82 starfsmönnum Icelandair gekk frá starfslokasamningum við 82 starfsmenn í dag. Um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Viðskipti innlent 29. maí 2024 15:50
Flugvélin féll um 54 metra á fimm sekúndum Fyrstu niðurstöður rannsóknar eftirlitsaðila á flugslysinu sem átti sér stað í flugi vélar Singapore Airlines frá Lundúnum til Singapore fyrir viku síðan benda til þess að vélin hafi fallið um 54 metra á fimm sekúndum. Erlent 29. maí 2024 13:09
Mótmæla harðlega fyrirætlun Isavia um gjaldtöku við flugvöllinn Byggðaráð Múlaþings mótmælir harðlega fyrirhugaða gjaldtöku á bílastæðum við Egilsstaðarflugvöll og lýsir óánægju með vinnubrögð Isavia í málinu. Innlent 29. maí 2024 12:24
Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Fjölda fólks hefur verið sagt upp hjá flugfélaginu Icelandair í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu ná uppsagnir til margra ólíkra deilda á skrifstofu félagsins. Viðskipti innlent 29. maí 2024 10:40