Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 29. september 2025 17:08 Flugfélagið Play hætti allri starfsemi í morgun. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks er nú strandaglópar víða um heim eftir að tilkynnt var um gjaldþrot flugfélagsins Play í morgun. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis tóku nokkra af tali. „Við áttum semsagt flugfar heim í dag með Play klukkan hálf sex og fáum veður af þessu í gegnum netið eins og flestir,“ segir Baldvin Þór Svavarsson sem er staddur á Tenerife í átta manna hópi. „Staðan er þannig að við fáum bara vægt sjokk og við förum í að reyna að bjarga okkur og koma okkur heim. Það hafðist eftir ansi mörg símtöl að finna flug heim. Það endaði ágætlega, við erum komin með flug heim með Icelandair 2. október en það var ansi dýrt.“ Fyrir átta manna hópinn, en þeirra á meðal eru þrjú börn, kostaði flugferðin heim 940 þúsund krónur. Baldvin segist ekki hafa athugað hvort hann hafi tök á að fá eitthvað af þessum útlagða kostnaði endurgreiddan. Að auki hafi þau þurft að greiða aukalega fyrir gistingu og bílaleigubíl. „Ég er bara að reyna að bjarga mér og minni fjölskyldu heim.“ Rætt verður við Baldvin í kvöldfréttum Sýnar klukkan 18:30. Fjögurra manna fjölskylda neyðist til að millilenda Tinna Torfadóttir er einnig í fríi með fjölskyldunni en þau eru stödd í Tyrklandi. „Staðan er svoleiðis að við fórum í þriggja vikna ferð með fjögur börn og núna erum við orðin strandaglópar. Við eigum ekki flug heim,“ segir hún. Þau eigi níu daga eftir af ferðalaginu en það setji strik í reikninginn að þurfa að huga að heimferðinni núna. Ekkert flugfélag bjóði upp á beint flug beint til Íslands svo þau þurfi að millilenda einhvers staðar. „Við erum að skoða flug, en það eru ennþá flug inni með Play. Við ætlum aðeins að hinkra á meðan það er verið að taka Play-flugin út af þessum síðum,“ segir Tinna. „Þetta er fjárhagslegt tjón líka, það er ekki ódýrt að bóka nýtt flug fyrir sex manneskjur.“ Þau bókuðu flugin með gjafabréfum úr Costco svo hún telur ólíklegt að þau fái meirihlutann endurgreiddan. „Við erum í mjög erfiðri stöðu.“ Horfði á flugferðir með Icelandair hækka Henríetta Ósk var einnig á línunni en eiginmaðurinn hennar er á Írlandi að heimsækja móður sína. Hann átti flug heim með Play á laugardaginn. Hún hafi farið strax að skoða flug með Icelandair og séð verðið hækka með eigin augum. „Ég byrjaði að skoða þetta um leið og ég sá fréttirnar frá Play. Ég fann flug með Icelandair á sextíu þúsund krónur. En Play leiðbeindi fólki að maður gæti fengið eitthvað bjögurnarflug svo ég reyndi að tala við starfsmann hjá Icelandair og á þeim nokkrum mínútum sem tók að fara í biðröð eftir því að tala við starfsmann Icelandair var flugið komið upp í 78 þúsund krónur,“ segir Henríetta. Hún segist hafa verið í erfiðri stöðu en endaði á að kaupa farmiða fyrir tæpar áttatíu þúsund krónur. „Ég veit að ég get sótt um endurkröfu hjá bankanum. En ég held að allt þetta auka sem ég hef þurft að borga til að hann komist heim er bara tapaður peningur.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Við áttum semsagt flugfar heim í dag með Play klukkan hálf sex og fáum veður af þessu í gegnum netið eins og flestir,“ segir Baldvin Þór Svavarsson sem er staddur á Tenerife í átta manna hópi. „Staðan er þannig að við fáum bara vægt sjokk og við förum í að reyna að bjarga okkur og koma okkur heim. Það hafðist eftir ansi mörg símtöl að finna flug heim. Það endaði ágætlega, við erum komin með flug heim með Icelandair 2. október en það var ansi dýrt.“ Fyrir átta manna hópinn, en þeirra á meðal eru þrjú börn, kostaði flugferðin heim 940 þúsund krónur. Baldvin segist ekki hafa athugað hvort hann hafi tök á að fá eitthvað af þessum útlagða kostnaði endurgreiddan. Að auki hafi þau þurft að greiða aukalega fyrir gistingu og bílaleigubíl. „Ég er bara að reyna að bjarga mér og minni fjölskyldu heim.“ Rætt verður við Baldvin í kvöldfréttum Sýnar klukkan 18:30. Fjögurra manna fjölskylda neyðist til að millilenda Tinna Torfadóttir er einnig í fríi með fjölskyldunni en þau eru stödd í Tyrklandi. „Staðan er svoleiðis að við fórum í þriggja vikna ferð með fjögur börn og núna erum við orðin strandaglópar. Við eigum ekki flug heim,“ segir hún. Þau eigi níu daga eftir af ferðalaginu en það setji strik í reikninginn að þurfa að huga að heimferðinni núna. Ekkert flugfélag bjóði upp á beint flug beint til Íslands svo þau þurfi að millilenda einhvers staðar. „Við erum að skoða flug, en það eru ennþá flug inni með Play. Við ætlum aðeins að hinkra á meðan það er verið að taka Play-flugin út af þessum síðum,“ segir Tinna. „Þetta er fjárhagslegt tjón líka, það er ekki ódýrt að bóka nýtt flug fyrir sex manneskjur.“ Þau bókuðu flugin með gjafabréfum úr Costco svo hún telur ólíklegt að þau fái meirihlutann endurgreiddan. „Við erum í mjög erfiðri stöðu.“ Horfði á flugferðir með Icelandair hækka Henríetta Ósk var einnig á línunni en eiginmaðurinn hennar er á Írlandi að heimsækja móður sína. Hann átti flug heim með Play á laugardaginn. Hún hafi farið strax að skoða flug með Icelandair og séð verðið hækka með eigin augum. „Ég byrjaði að skoða þetta um leið og ég sá fréttirnar frá Play. Ég fann flug með Icelandair á sextíu þúsund krónur. En Play leiðbeindi fólki að maður gæti fengið eitthvað bjögurnarflug svo ég reyndi að tala við starfsmann hjá Icelandair og á þeim nokkrum mínútum sem tók að fara í biðröð eftir því að tala við starfsmann Icelandair var flugið komið upp í 78 þúsund krónur,“ segir Henríetta. Hún segist hafa verið í erfiðri stöðu en endaði á að kaupa farmiða fyrir tæpar áttatíu þúsund krónur. „Ég veit að ég get sótt um endurkröfu hjá bankanum. En ég held að allt þetta auka sem ég hef þurft að borga til að hann komist heim er bara tapaður peningur.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Neytendur Reykjavík síðdegis Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira