Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. september 2025 14:47 Hrönn segir fjölda erlendra kvikmyndagerðarmanna sem voru á leiðinni til landsins vera strandaglópa eftir gjaldþrot Play. AP/Vísir/Vilhelm Gjaldþrot Play hefur sett starfsemi kvikmyndahátíðarinnar RIFF úr skorðum þar sem tugir erlendra kvikmyndagerðarmanna, sem áttu að taka þátt í dagskrá hennar, sitja fastir á flugvöllum víða um heim. Aðstandendur biðla til Icelandair um að hjálpa sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Hátíðin hófst síðasta fimmtudag og lýkur sunnudaginn 5. október næstkomandi. Bransadagar hátíðarinnar hefjast á miðvikudag en þeir ganga út á að tengja saman íslenskt kvikmyndagerðarfólk og erlenda sérfræðinga frá öllum kimum kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Nú er dagskráin hins vegar í uppnámi því 35 kvikmyndagerðarmenn, sem áttu að halda vinnusmiðju fyrir unga íslenska kvikmyndagerðarmenn á morgun, eru fastir á flugvöllum víða um heim. „Þetta kemur á versta tíma“ Fréttastofa heyrði hljóðið í Hrönn Marínósdóttur, framkvæmdastjóra RIFF, sem sagði aðstandendur hátíðarinnar hafa leitað til Icelandair í kjölfar gjaldþrotsins. Útlitið sé ekki gott. „Við biðluðum til þeirra en því miður er útlit fyrir að þeirra flugvélar séu að fullbókast þannig það er ekki svigrúm til að veita afslátt eða vera með sérúrræði,“ segir Hrönn. Hrönn segir gjaldþrotið koma á versta tíma fyrir hátíðina.Aðsent „Næstu lággjaldaflugfélög eru ekki að fljúga til landsins fyrr en 6. október og þá er hátíðin búin. Þannig við erum með bransafólk sem eru strandaglópar hér og þar. Þetta kemur á versta tíma,“ segir hún. „Við erum að reyna að sjá hvað er hægt að gera. Það er svona þegar maður býr á einhverri lítilli lúxuseyju úti í ballarhafi, þá verður allt svo miklu dýrara. RIFF er í hámarki núna, þetta eru yfir 200 manns sem eru að koma erlendis og sem betur fer eru margir komnir. En eins og vanalega er alltaf ákveðinn hópur sem flýgur með Play.“ „Þannig við erum bara að skoða stöðuna og sjá hvernig við getum komið til móts við þennan hóp,“ segir hún að lokum. RIFF Gjaldþrot Play Play Icelandair Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF, alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Hátíðin hófst síðasta fimmtudag og lýkur sunnudaginn 5. október næstkomandi. Bransadagar hátíðarinnar hefjast á miðvikudag en þeir ganga út á að tengja saman íslenskt kvikmyndagerðarfólk og erlenda sérfræðinga frá öllum kimum kvikmynda- og sjónvarpsgeirans. Nú er dagskráin hins vegar í uppnámi því 35 kvikmyndagerðarmenn, sem áttu að halda vinnusmiðju fyrir unga íslenska kvikmyndagerðarmenn á morgun, eru fastir á flugvöllum víða um heim. „Þetta kemur á versta tíma“ Fréttastofa heyrði hljóðið í Hrönn Marínósdóttur, framkvæmdastjóra RIFF, sem sagði aðstandendur hátíðarinnar hafa leitað til Icelandair í kjölfar gjaldþrotsins. Útlitið sé ekki gott. „Við biðluðum til þeirra en því miður er útlit fyrir að þeirra flugvélar séu að fullbókast þannig það er ekki svigrúm til að veita afslátt eða vera með sérúrræði,“ segir Hrönn. Hrönn segir gjaldþrotið koma á versta tíma fyrir hátíðina.Aðsent „Næstu lággjaldaflugfélög eru ekki að fljúga til landsins fyrr en 6. október og þá er hátíðin búin. Þannig við erum með bransafólk sem eru strandaglópar hér og þar. Þetta kemur á versta tíma,“ segir hún. „Við erum að reyna að sjá hvað er hægt að gera. Það er svona þegar maður býr á einhverri lítilli lúxuseyju úti í ballarhafi, þá verður allt svo miklu dýrara. RIFF er í hámarki núna, þetta eru yfir 200 manns sem eru að koma erlendis og sem betur fer eru margir komnir. En eins og vanalega er alltaf ákveðinn hópur sem flýgur með Play.“ „Þannig við erum bara að skoða stöðuna og sjá hvernig við getum komið til móts við þennan hóp,“ segir hún að lokum.
RIFF Gjaldþrot Play Play Icelandair Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira