Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Jafnt í spennandi Ís­lendinga­slag

Íslendingaliðin Göppingen og Gummersbach áttust í dag við í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Liðin skildu jöfn eftir spennandi leik þar sem Göppingen var nálægt því að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Hareide kallar Sæ­var Atla inn

Åge Hareide landsliðsþjálfari karla í fótbolta hefur bætt sóknarmanninum Sævari Atla Magnússyni í hópinn sem mætir Tyrklandi á mánudagskvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Guð­rún nálgast full­komnun

Fjöldi íslenskra fótboltakvenna er á ferðinni í dag og var leikjum að ljúka í Svíþjóð, Noregi og á Ítalíu. Guðrún Arnardóttir nálgast fullkomið tímabil í Svíþjóð.

Fótbolti
Fréttamynd

Saka sendur heim vegna meiðsla

Bukayo Saka verður ekki með enska landsliðinu þegar það mætir Finnum á morgun í Þjóðadeildinni í fótbolta, eftir að hafa meiðst í tapinu gegn Grikklandi á fimmtudaginn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bella­my skammaði blaða­menn eftir leik

Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við munum læra margt af þessu“

„Þið pressuðuð bara hærra,“ sagði Craig Bellamy, þjálfari Wales, aðspurður hverju íslenska liðið hefði breytt í hálfleik til að snúa leiknum sér í vil. Wales var tveimur mörkum yfir og hafði verið mun hættulegri aðilinn þegar flautað var til hálfleiks, en Ísland jafnaði leikinn og komst grátlega nálægt því að setja sigurmarkið undir lokin.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálf­leik“

„Svart og hvítt hjá okkur þessir tveir hálfleikar. Í fyrri hálfleik ná þeir að spila sig út úr pressunni, við náðum ekki að klukka þá og okkur vantaði kraft í pressuna. Töluðum um það í hálfleik og gerðum töluvert betur í seinni hálfleik, allt annað að sjá liðið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson eftir 2-2 endurkomujafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Dijk fékk rautt spjald í kvöld

Virgil van Dijk var rekinn af velli í kvöld þegar Holland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli í Þjóðadeildinni. Þjóðverjar unnu Bosníumenn á sama tíma og Svíar gerðu 2-2 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide: „Við gerðum skelfi­leg mis­tök“

„Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.

Fótbolti