Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi

Fyrstu Starlink-gervihnettirnir frá fyrirtækinu SpaceX hafa sést á himni yfir Íslandi. Þeim var skotið á loft fyrir nokkrum dögum og farnir að setja mark sitt á næturhimininn yfir Íslandi. Gervihnöttum sem þessum mun fara hratt fjölgandi og munu þeir hafa mikil áhrif á ásýnd himinsins.

Innlent
Fréttamynd

Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík

Sveitar­stjóri Mýr­dals­hrepps vill ráðast í hafnar­gerð í Vík í Mýr­dal til að koma í veg fyrir um­fangs­mikla vikur­flutninga um Suður­lands­veginn. Höfnin myndi skapa mikil tæki­færi fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnar­lausa sjávar­þorp landsins.

Innlent
Fréttamynd

Gunni og Felix að bugast vegna hávaða frá þyrlum

Gósentíð er nú hjá þyrlufyrirtækjum vegna gossins á Reykjanesi. En ekki eru allir kátir með ónæðið sem er því samfara; þeir eru reyndar fjölmargir sem vilja segja hingað og ekki lengra. Þeir Gunni og Felix skemmtikraftar eru þeirra á meðal.

Innlent
Fréttamynd

Styðja stjórn­völd starfa­stuld?

Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að starfastuldur og félagsleg undirboð erlendra hópbifreiðafyrirtækja heyra sögunni til.

Skoðun
Fréttamynd

Lítið hægt að gera ef „menn hverfa í hraunið“

Það er nánast ógjörningur fyrir viðbragðsaðila við gosstöðvarnar í Meradölum að koma fólki til bjargar, ef það lendir í sjálfheldu úti á sjálfu hrauninu. Myndband sem sýnir ferðamenn hætta sér ískyggilega nálægt gígunum hefur vakið athygli.

Innlent
Fréttamynd

Gengu út á hraunið og upp að gígunum

Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott.

Innlent
Fréttamynd

Land­verðir munu létta undir með björgunar­sveitum við gosið

Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 

Innlent
Fréttamynd

Missti báða fót­­leggina eftir slys á Trölla­­skaga

Daniel Hund var að halda upp á tveggja ára brúðkaupsafmælið sitt hér á landi í mars á þessu ári ásamt eiginkonu sinni Sierra þegar hann lenti í alvarlegu slysi á fjallaskíðum á Tröllaskaga. Hann féll niður bratta brekku milli klettabelta og hryggbrotnaði. Á Landspítalanum þurfti að fjarlægja báða fótleggi hans þar sem hann fékk drep í þá báða.

Innlent
Fréttamynd

Hestar í torfhúsi á Lýtingsstöðum í Skagafirði

Fallegt torfhesthús er á bænum Lýtingsstöðum í Skagafirði þar sem nokkrir hestar geta verið inni. Þar er líka mikið af gömlum reiðtygjum, sem gestir og gangandi geta fengið að skoða. Íslenski fjárhundurinn er líka í hávegum hafður á bænum.

Innlent
Fréttamynd

Telur mörg þúsund hafa gengið að gosinu í dag

Svæðið við gosstöðvarnar í Meradölum var opnað aftur í morgun eftir þriggja daga lokun. Fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum og telur björgunarsveitarmaður að þúsundir hafi farið um svæðið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri

Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Meradölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Heimilt að sekta fólk sem ekki virðir lokanir á gos­stöðvum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur heimildir til að sekta fólk sem virðir ekki lokanir lögreglu við gosstöðvarnar í Meradölum. Það er þó ekki til skoðunar sem stendur. Svæðið er lokað öllum í dag, vegna veðurs, og verður framvegis alfarið lokað börnum yngri en tólf ára.

Innlent
Fréttamynd

Miklu meiri aðsókn í Vök en reiknað var með

Um tvö hundruð þúsund gestir hafa heimsótt Vök baths við Egilsstaði frá því að staðurinn opnaði fyrir tæpum þremur árum. Það er miklu meiri aðsókn en eigendur staðarins þorðu nokkurn tímann að vona. Bjórinn á staðnum er bruggaður upp úr jarðhitavatni svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Áskorun að mæta aukinni eftir­spurn vegna eld­gossins

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir gífurlega landkynningu felast í þeim myndbirtingum og þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem gosið hafi fengið í stórum fréttamiðlum um allan heim. Það hafi sýnt sig vel í síðasta gosi að slík kynning sé gríðarlega verðmæt fyrir Ísland sem áfangastað.

Viðskipti innlent