Eldgos muni ekki fjölga ferðamönnum í sumar Máni Snær Þorláksson skrifar 6. júlí 2023 10:35 Sveinn Birkir Björnsson segir að eldgos muni ekki hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til landsins til skemmri tíma. Íslandsstofa Forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu segir að eldgos eigi ekki eftir að hafa mikil áhrif á komu ferðamanna til skemmri tíma. Ekki sé mikið um laus hótelherbergi og erfitt væri að finna flugsæti. Til lengri tíma litið hafi eldgos þó góð áhrif á ímynd Íslands. „Ef maður má vera með ákveðna væntingastjórnun hérna þá mun þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á komu ferðamanna, allavega til skemmri tíma,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu í samtali við Bítið á Bylgjunni. Ástæðan fyrir því sé helst sú að þó svo að fólk vilji koma og sjá eldgosið þá sé það erfitt. „Segjum að það hefst gos bara eftir hádegi og fólk myndi vilja koma og sjá það, þá mun það bara lenda í vandræðum með að finna hótelherbergi, það mun lenda í vandræðum með að finna flugsæti og annað því bókunarstaðan á Íslandi er ákaflega sterk í augnablikinu.“ Erfitt að lofa eldgosum Sveinn segir að til lengri tíma litið séu eldgos jákvæð fyrir ímynd landsins, þó svo að þau séu ekki mjög lengi í gangi. „Þetta hefur afskaplega góð áhrif á ímynd Íslands sem ævintýralegur áfangastaður. Þetta eykur svona kannski ævintýraljómann af landinu,“ segir hann. „Þessi ímynd að Ísland sé staður þar sem þú getur komið og upplifað náttúru, komist í nálægð við náttúruöflin, hvort sem það eru norðurljós, jöklar eða eldgos, hún styrkist mjög mikið. Til lengri tíma þá hjálpar þetta mikið ímyndinni og kannski eykur áhugann á að ferðast.“ Þá segir Sveinn að Íslandsstofa sé ekki mikið í því að nota eldgos við markaðssetningu fyrir landið. „Við erum svolítið meira að vinna með upplifunina og ævintýraljómann af áfangastaðnum Íslandi,“ segir hann. „Það er erfitt að vinna með eldgos beint því maður er dálítið að lofa upp í ermina á sér, það er afskaplega erfitt að lofa því að hér verði eldgos þegar fólk kemur eftir tvö ár eða hvenær sem þú ert að skipuleggja ferðina þína.“ Þess vegna sé stigið varlega til jarðar með að nota myndefni af eldgosum. „Því það er erfitt að lofa þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira
„Ef maður má vera með ákveðna væntingastjórnun hérna þá mun þetta ekki endilega hafa mikil áhrif á komu ferðamanna, allavega til skemmri tíma,“ segir Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu í samtali við Bítið á Bylgjunni. Ástæðan fyrir því sé helst sú að þó svo að fólk vilji koma og sjá eldgosið þá sé það erfitt. „Segjum að það hefst gos bara eftir hádegi og fólk myndi vilja koma og sjá það, þá mun það bara lenda í vandræðum með að finna hótelherbergi, það mun lenda í vandræðum með að finna flugsæti og annað því bókunarstaðan á Íslandi er ákaflega sterk í augnablikinu.“ Erfitt að lofa eldgosum Sveinn segir að til lengri tíma litið séu eldgos jákvæð fyrir ímynd landsins, þó svo að þau séu ekki mjög lengi í gangi. „Þetta hefur afskaplega góð áhrif á ímynd Íslands sem ævintýralegur áfangastaður. Þetta eykur svona kannski ævintýraljómann af landinu,“ segir hann. „Þessi ímynd að Ísland sé staður þar sem þú getur komið og upplifað náttúru, komist í nálægð við náttúruöflin, hvort sem það eru norðurljós, jöklar eða eldgos, hún styrkist mjög mikið. Til lengri tíma þá hjálpar þetta mikið ímyndinni og kannski eykur áhugann á að ferðast.“ Þá segir Sveinn að Íslandsstofa sé ekki mikið í því að nota eldgos við markaðssetningu fyrir landið. „Við erum svolítið meira að vinna með upplifunina og ævintýraljómann af áfangastaðnum Íslandi,“ segir hann. „Það er erfitt að vinna með eldgos beint því maður er dálítið að lofa upp í ermina á sér, það er afskaplega erfitt að lofa því að hér verði eldgos þegar fólk kemur eftir tvö ár eða hvenær sem þú ert að skipuleggja ferðina þína.“ Þess vegna sé stigið varlega til jarðar með að nota myndefni af eldgosum. „Því það er erfitt að lofa þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Sjá meira