Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Bein út­sending: Ferða­þjónustu­dagurinn 2022

Ferðaþjónustudagurinn 2022 fer fram í Norðurljósasal Hörpu í dag, miðvikudaginn 14. september. Á fundinum verður fjallað um ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar og stöðunnar í hagkerfinu meðal annars en honum verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Staðfesta stjórnunar-og verndaráætlun fyrir „þjóðargersemi“

Í nýstaðfestri stjórnunar- og verndaráætlun Geysissvæðisins eru leiðir kynntar til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar frá 2020 nái fram að ganga. Áhersla erlögð á verndun, ferðamennsku og vísindarannsóknir. Umhverfisráðherra segir áætlunina mikilvægan áfanga. Geysissvæðið hafi sérstaka þýðingu fyrir alla landsmenn og reyndar gjörvalla heimsbyggðina.

Innlent
Fréttamynd

Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins

Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því.

Innlent
Fréttamynd

Drekagler er glæsilegur íshellir í Kötlujökli

Íshellir í Kötlujökli í nágrenni Víkur í Mýrdal er magnað náttúrufyrirbæri sem nýtur aukinna vinsælda hjá erlendum ferðamönnum. Ragnar Axelsson, RAX, gerði sér ferð í hellinn í vikunni og myndaði í bak og fyrir.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var alveg epískt sjónar­spil“

Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. 

Lífið
Fréttamynd

Allt í rusli í Reykjadal

Blóðugur pappír, óhreinar nærbuxur og risastór poki fullur af dósum voru á meðal þess rusls sem finna mátti á víð og dreif í Reykjadal í dag.

Innlent
Fréttamynd

Labbaði beint í fangið á Katy Perry

Söngkonan Þuríður Blær Jóhannansdóttir hitaði á dögunum upp fyrir poppprinsessuna Katy Perry á skipinu Norwegian Prima sem hún lýsir sem Kapítalískum draum í viðtali við Vísi.

Lífið
Fréttamynd

„Master Chief“ nýtur lífsins á Ís­landi

Leikarinn Pablo Schreiber hefur notið lífsins á Íslandi af Instagram færslum hans að dæma. Schreiber hefur til dæmis leikið í sjónvarpsþáttunum „Halo“, „Orange is the New Black“ og kvikmyndinni „13 Hours.

Lífið
Fréttamynd

Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins

Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á.

Erlent
Fréttamynd

Unga fólkið af svæðinu stendur vaktina í Kiða­gili

Í Bárðardal í Suður – Þingeyjarsýslu er rekin ferðaþjónusta á Kiðagili þar sem systurnar í Svartárkoti og fjölskyldur þeirra sjá um reksturinn. Það hefur verið meira en nóg að gera í sumar og bókunarstaða er mjög góð fram á haust. Maturinn fyrir gesti kemur meira og minna allur úr sveitinni.

Innlent
Fréttamynd

Kjötsúpa og heimagerður ís úr sauðamjólk

Ann Marie í Fljótsdal dó ekki ráðalaus þegar hún fór að spá í hvernig hún gæti aukið tekjur sínar með því að þjóna ferðamönnum á svæðinu. Jú, hún opnaði matarvagn við Hengifoss þar sem hún selur meðal annars kjötsúpu og heimagerðan ís úr sauðamjólk af bænum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Hrósar unglingum sérstaklega í ferðum sínum um Breiðafjörð

Kristján Lár Gunnarsson hefur siglt í mörg ár með ferðamenn um Breiðafjörðinn og finnst það alltaf jafn gaman enda mikill sögumaður og nýtur þess í botn að fræða fólk um ævintýri eyjanna, skoða fuglalífið og njóta náttúrunnar, sem svæðið hefur upp á að bjóða.

Innlent
Fréttamynd

Mikill kraftur í ferðaþjónustu á Borgarfirði eystri

Ferðaþjónusta á Borgarfirði eystri hefur sjaldan eða aldrei gengið eins vel og í sumar. Hjón á staðnum eru að stækka hótelið hjá sér, auk þess að setja upp glæsilegt útisvæði með pottum og Spai . Þau hafa einnig opnað brugghús á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Talar sex tungumál í Ólafsfirði

Kaffi Klara er eina kaffihúsið í Ólafsfirði, sem heimamenn og ferðamenn eru duglegir að sækja. Eigandinn, sem er kona frá Danmörku talar sex tungumál. Í frítíma sínum vinnur hún í því að skrásetja sögu og afrek kvenna á staðnum.

Innlent