Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hringveginn um Ísland Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2023 08:00 Yasmine vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. Instagram „Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það. Yasmine hefur undanfarna daga deilt myndum og sögum úr Íslandsferð sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Yasmine Idriss (@yasidriss) Í samtali við Arab Times segir Yasmine að fyrir mörgum mánuðum hafi hana dreymt draum þar sem hún var umkringd fossum og fjöllum. Hún var handviss um að það var Ísland sem birtist henni í draumnum. Það var síðan í síðustu viku að Yasmine hélt af stað á hjólinu, klyfjuð útileigugræjum, vatni og öðrum nauðsynjum. Hún gerir ráð fyrir að gista á tjaldstæðum og stoppa við á hótelum til að fríska upp á sig á ferðalaginu. Hún gerir ráð fyrir ferðalagið muni taka þrjár vikur, þar sem fjórir dagar fara í hvíld, og hún ætlar að hjóla að meðaltali 80 kílómetra á dag. Hún hefur undirbúið sig vel undir að takast á við flatlendið og kröftuga vindana á Íslandi. „Þetta er svo ósnortið land. Ég hlakka til að gefa mig á vald náttúruöflunum og uppgötva landið á þennan frumstæða hátt.“ Hún segist sækja í tækifæri sem feli í sér ævintýri; þar sem reynt er á þolmörk líkamans og komist er í snertingu við náttúruna. Hún bendir á þeir sem harka af sér í gegnum krefjandi og óþægilegar aðstæður uppskeri þroska. „Það er þannig sem við höfum lifað af sem manneskjur, í milljónir ára. Þannig þróumst við og þenjum hugi okkar og hjörtu. Það er það sem ég sækist eftir.“ Með ferðalaginu fetar Yasmine í fótspor annarra sádi-arabískra kvenna sem hafa lagt upp í krefjandi ævintýri. Árið 2018 kleif Mona Shabab Mount Everest og safnaði um leið fé til styrtkar bágstöddum börnum í Egyptalandi. Árið 2016 fór Mariam Saleh Binladen þvert yfir Ermasundið. „Það er eins og það sé ekkert sem stoppi Saudi konur í dag. Allt frá stjórnmálum og viðskiptum yfir í þjónustugeirann, konurnar eru alls staðar í framlínunni og ég held að það hafi aldrei verið betri tími fyrir Arabakonur til að láta ljós sitt skína.“ Hún vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. „Ég er spennt að sjá hvað bíður mín þarna úti. Ég veit að mér er ætlað að læra eitthvað og þroskast á vissan hátt og ég mun komast að því eftir þessa ferð.“ Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Sádi-Arabía Íslandsvinir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Yasmine hefur undanfarna daga deilt myndum og sögum úr Íslandsferð sinni á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Yasmine Idriss (@yasidriss) Í samtali við Arab Times segir Yasmine að fyrir mörgum mánuðum hafi hana dreymt draum þar sem hún var umkringd fossum og fjöllum. Hún var handviss um að það var Ísland sem birtist henni í draumnum. Það var síðan í síðustu viku að Yasmine hélt af stað á hjólinu, klyfjuð útileigugræjum, vatni og öðrum nauðsynjum. Hún gerir ráð fyrir að gista á tjaldstæðum og stoppa við á hótelum til að fríska upp á sig á ferðalaginu. Hún gerir ráð fyrir ferðalagið muni taka þrjár vikur, þar sem fjórir dagar fara í hvíld, og hún ætlar að hjóla að meðaltali 80 kílómetra á dag. Hún hefur undirbúið sig vel undir að takast á við flatlendið og kröftuga vindana á Íslandi. „Þetta er svo ósnortið land. Ég hlakka til að gefa mig á vald náttúruöflunum og uppgötva landið á þennan frumstæða hátt.“ Hún segist sækja í tækifæri sem feli í sér ævintýri; þar sem reynt er á þolmörk líkamans og komist er í snertingu við náttúruna. Hún bendir á þeir sem harka af sér í gegnum krefjandi og óþægilegar aðstæður uppskeri þroska. „Það er þannig sem við höfum lifað af sem manneskjur, í milljónir ára. Þannig þróumst við og þenjum hugi okkar og hjörtu. Það er það sem ég sækist eftir.“ Með ferðalaginu fetar Yasmine í fótspor annarra sádi-arabískra kvenna sem hafa lagt upp í krefjandi ævintýri. Árið 2018 kleif Mona Shabab Mount Everest og safnaði um leið fé til styrtkar bágstöddum börnum í Egyptalandi. Árið 2016 fór Mariam Saleh Binladen þvert yfir Ermasundið. „Það er eins og það sé ekkert sem stoppi Saudi konur í dag. Allt frá stjórnmálum og viðskiptum yfir í þjónustugeirann, konurnar eru alls staðar í framlínunni og ég held að það hafi aldrei verið betri tími fyrir Arabakonur til að láta ljós sitt skína.“ Hún vonast til að ferðalagið hennar muni veita öðrum innblástur til að elta drauma sína. „Ég er spennt að sjá hvað bíður mín þarna úti. Ég veit að mér er ætlað að læra eitthvað og þroskast á vissan hátt og ég mun komast að því eftir þessa ferð.“
Hjólreiðar Ferðamennska á Íslandi Sádi-Arabía Íslandsvinir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira