„Það er allt heimskulegt við þetta“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júlí 2023 21:22 Karen Kjartansdóttir furðar sig á því að klefarnir hafi verið reistir án þess að menn hafi spurt sig spurninga um tilgang þeirra og staðsetningu. Karen Kjartansdóttir Nýir búningsklefar sem verið er að smíða í Landmannalaugum hafa vakið töluverða athygli. Karen Kjartansdóttir almannatengill segir klefana gera fátt annað en að skyggja á útsýnið til fjalla og þar að auki veita spéhræddum lítið skjól. „Það kemur mér rosalega á óvart hvað það er klaufalega staðið að þessu,“ segir Karen í samtali við Vísi. Hún vekur athygli á nýjum búningsklefum á samfélagsmiðlinum Facebook og hefur færsla hennar vakið mikla athygli. „Enginn sem ég hitti þarna (flestir Frakkar og Þjóðverjar) taldi þetta í anda upplifunar náttúrulauga. Hvers vegna er verið að dekstra spéhrædda þarna? Fari fólk annað ef Landmannalaugar henta því ekki,“ skrifar Karen. Ýmsir leggja orð í belg, meðal annars Soffía Sigurgeirsdóttir, kollegi Karenar. Hún segir framkvæmdina óskiljanlega. Skilveggirnir eyðileggi útsýni þeirra sem eru í sundlauginni. „Eina vitið er að setja upp svipaða veggi og gert var í Reykjadalnum. Þetta þarf ekki að vera flókið!“ Karen segist vera hjartanlega sammála Soffíu. Að skipuleggja slíka framkvæmd í Landmannalaugum sé nær ógerningur. „Því þú þarft að hafa svo brjálæðislega mikið samráð við alla. Ég ætlaði að taka mynd úr lauginni, sem hefði verið best af því að þetta skyggir á allt,“ segir Karen. Inngangar klefanna snúi auk þess að lauginni og segist Karen því ekki átta sig á því hvernig það eigi að henta spéhræddum. Þar að auki sé fólk almennt ekki nakið í Landmannalaugum. Ekki einkennismerki Íslendinga að vera spéhræddir „Ég hef aldrei séð neinn nakinn þarna, maður er bara með handklæði utan um sig. Þetta fór svo í taugarnar á mér að ég tók alveg nett mótþróakast,“ segir Karen hlæjandi. Það sé ekki þekkt einkennismerki Íslendinga að vera spéhrædd. „Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Það eru ekkert margar þjóðir sem eru viðkvæmar fyrir nekt. Langflestir í Landmannalaugum eru Frakkar og við vitum að þeir eru frjálslyndastir af öllum, svo er mikið af Þjóðverjum þarna og Finnum sem hafa ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Líklega séu fáar þjóðir spéhræddar. „Nema kannski Bandaríkjamenn, sem eru gjarnan þekktari fyrir einhverskonar þannig tepruskap,“ segir Karen á léttum nótum. Þá kveðst Karen aldrei hafa séð í Landmannalaugum. „Ég hef aldrei séð Bandaríkjamenn í Landmannalaugum. Þar að auki er baðaðstaða á klósettunum. Það er allt heimskulegt við þetta.“ Unnið er að því að smíða klefana. Karen Kjartansdóttir Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Rangárþing ytra Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Það kemur mér rosalega á óvart hvað það er klaufalega staðið að þessu,“ segir Karen í samtali við Vísi. Hún vekur athygli á nýjum búningsklefum á samfélagsmiðlinum Facebook og hefur færsla hennar vakið mikla athygli. „Enginn sem ég hitti þarna (flestir Frakkar og Þjóðverjar) taldi þetta í anda upplifunar náttúrulauga. Hvers vegna er verið að dekstra spéhrædda þarna? Fari fólk annað ef Landmannalaugar henta því ekki,“ skrifar Karen. Ýmsir leggja orð í belg, meðal annars Soffía Sigurgeirsdóttir, kollegi Karenar. Hún segir framkvæmdina óskiljanlega. Skilveggirnir eyðileggi útsýni þeirra sem eru í sundlauginni. „Eina vitið er að setja upp svipaða veggi og gert var í Reykjadalnum. Þetta þarf ekki að vera flókið!“ Karen segist vera hjartanlega sammála Soffíu. Að skipuleggja slíka framkvæmd í Landmannalaugum sé nær ógerningur. „Því þú þarft að hafa svo brjálæðislega mikið samráð við alla. Ég ætlaði að taka mynd úr lauginni, sem hefði verið best af því að þetta skyggir á allt,“ segir Karen. Inngangar klefanna snúi auk þess að lauginni og segist Karen því ekki átta sig á því hvernig það eigi að henta spéhræddum. Þar að auki sé fólk almennt ekki nakið í Landmannalaugum. Ekki einkennismerki Íslendinga að vera spéhræddir „Ég hef aldrei séð neinn nakinn þarna, maður er bara með handklæði utan um sig. Þetta fór svo í taugarnar á mér að ég tók alveg nett mótþróakast,“ segir Karen hlæjandi. Það sé ekki þekkt einkennismerki Íslendinga að vera spéhrædd. „Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Það eru ekkert margar þjóðir sem eru viðkvæmar fyrir nekt. Langflestir í Landmannalaugum eru Frakkar og við vitum að þeir eru frjálslyndastir af öllum, svo er mikið af Þjóðverjum þarna og Finnum sem hafa ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Líklega séu fáar þjóðir spéhræddar. „Nema kannski Bandaríkjamenn, sem eru gjarnan þekktari fyrir einhverskonar þannig tepruskap,“ segir Karen á léttum nótum. Þá kveðst Karen aldrei hafa séð í Landmannalaugum. „Ég hef aldrei séð Bandaríkjamenn í Landmannalaugum. Þar að auki er baðaðstaða á klósettunum. Það er allt heimskulegt við þetta.“ Unnið er að því að smíða klefana. Karen Kjartansdóttir
Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Rangárþing ytra Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira