Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Kreppir að í rekstri hvalaskoðunarfélaga

Afkoma hvalaskoðunarfélaga var mun verri á síðasta ári en árið á undan. Eigandi Eldingar segir hátt gengi krónunnar hafa dregið úr eftirspurn. Hvalaskoðunarfyrirtækin þurfi að finna jafnvægi í rekstrinum og áframhaldandi samþjöppun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seldi pakkaferðir án leyfis og trygginga

Þriggja daga ferðir íshellaskoðunarfyrirtækisins Goecco voru seldar án tilskilinna leyfa og nauðsynlegra trygginga. Bitnar á viðskiptavinunum. Lagabreytingar sem taka gildi um áramót gera Ferðamálastofu loks kleift að beita þrýstingi á slík fyrirtæki með dagsektum.

Innlent
Fréttamynd

Segir banka á eftir sér og Björk

Jónas Freydal, eigandi íshellaskoðunarfyrirtækisins Goecco, kennir valdaklíkum og bönkum um að hafa komið rekstri Goecco á kné. Þetta kemur fram í tölvupósti Jónasar til viðskiptavina. Hann segir bankana á eftir einstaklingum sem dirfist að hafa skoðanir, líkt og Björk og Sigur Rós.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mun færri Kínverjar slasast í umferðinni

Kínverskum ferðamönnum og ungu fólki sem slasast í umferðinni hér á landi hefur fækkað verulega. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu segir gríðarlegum árangri hafa náðst með aukinni fræðslu og forvörnum.

Innlent
Fréttamynd

Bláa lónið verðlagt á 50 milljarða króna 

Samkomulag um kaup á 20 prósenta óbeinum hlut sjóðs í meirihlutaeigu lífeyrissjóða í Bláa lóninu verðmetur fyirtækið á um 50 milljarða. Meirihluti hluthafa sagður ætla að nýta sér kauprétt og vera áfram óbeinir eigendur að Bláa lóninu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í fótspor íslenskra hellisbúa

Laugarvatnshellir er manngerður hellir við Laugarvatn og fyrir hund­rað árum bjó þar fólk í nokkur ár. Ferðaþjónustufyrirtæki endurbyggði vistarverurnar og segir sögu þeirra í upplifunarferð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Jónas Freydal í þrot með íshellafyrirtæki

Viðskiptavinum sem áttu bókaðar ferðir með íshellaskoðunarfyrirtækinu Goecco hefur verið tilkynnt að fyrirtækið sé komið í þrot. Dýrar ferðir sem virðist ganga illa að fá endurgreiddar. Eigandi Goecco hefur ekki svarað skilaboðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla

Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum.

Innlent
Fréttamynd

Grímur bætir við sig í Bláa lóninu

Samningur hefur komist á um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins hf, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tugir milljóna í sektir vegna heimagistingar

Óskað hefur verið eftir lögreglurannsókn og eftir atvikum lokun á átta rekstrarleyfisskyldum gististöðum utan höfuðborgarsvæðisins, frá því heimagistingarvakt ferðamálaráðherra var sett á laggirnar í sumar með 64 milljóna fjármagni til eins árs.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er til háborinnar skammar“

"Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri.

Innlent