Stungu sér til sunds í Reynisfjöru Gígja Hilmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 21:46 Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. Birkir birti myndbandið á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar og skrifaði: „Það er spurning hversu langt þarf að ganga, eða kannski hversu langt sé hægt að ganga til þess að hafa vit fyrir fólki. Þessi ákvað að það væri alveg tilvalið að skella sér í smá sjósund í Reynisfjöru í dag.“ Í samtali við fréttastofu sagði Birkir atvikið hafa átt sér stað milli klukkan tvö og þrjú í dag. Þetta hafi verið kona og að öllum líkindum sonur hennar sem virtist vera á grunnskóla aldri. „Hann hefur ekki verið eldri en 14 ára,“ segir Birkir. „Þessi kona og ég ætla að giska á að barnið hafi verið sonur hennar fóru tvisvar út í, þegar ég sá þau koma upp úr í fyrra skiptið létti mér og hugsaði: „Þetta hefur sloppið til“. Ég átti nú reyndar von á því hún myndi dragast lengra út í heldur en hún gerði". Eftir að hún kom upp úr sjónum í seinna skiptið gaf Birkir sig á tal við hana.Tók ekki eftir skiltinu „Ég spurði hana hvort hún gerði sér einhverja grein fyrir því hve margir hefðu drukknað akkúrat á þessum stað. Hún sagðist ekki hafa heyrt af því og að hún hafi farið þarna út í því henni fannst þetta virðast svo öruggur staður til að synda,“ segir Birkir. Hann spurði hana hvort hún væri ekki læs, hún sagðist svo vera hún hefði bara ekki tekið eftir skiltinu. Birki þótti það frekar ólíklegt þar sem það er mjög stórt og áberandi áður en gengið er í fjöruna. Skiltið er hluti af margþættum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru sem miðast að því að upplýsa og auka meðvitund gesta um aðstæður og hvað beri að varast.VísirKonan var sallaróleg „Ég bara talaði við hana og sagði henni fólk hafi drukknað þarna og þetta væri ekki góður staður til að synda. Ég skyldi hana bara eftir með þessar upplýsingar. Ég held henni hafði brugðið meira við að ég hafi talað við hana um þetta heldur en yfir því sem ég sagði henni,“ segir Birkir. Birkir starfar sem leiðsögumaður og bílstjóri og fer oft í fjöruna og segir aldrei hafa séð fólk gera þetta áður. „Ég hef ekki áður séð fólk stinga sér til sunds en ég hef oft rekið fólk frá sjónum sem er jafnvel með lítil börn of nálægt.“ Hann segist reglulega sjá fólk leika sér þarna og hlaupa undan öldunum. „Við sem förum með útlendinga þarna fylgjumst alltaf með fólkinu sem við erum með þarna og vörum þau við áður en farið er í fjöruna.“ Hann fari sjálfur hins vegar alltaf með sömu ræðuna áður en hann hleypir fólki út úr bílnum og varar fólk við. „Ef öldurnar ná ykkur þá er þetta bara „game over“,“ segir Birkir. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. Birkir birti myndbandið á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar og skrifaði: „Það er spurning hversu langt þarf að ganga, eða kannski hversu langt sé hægt að ganga til þess að hafa vit fyrir fólki. Þessi ákvað að það væri alveg tilvalið að skella sér í smá sjósund í Reynisfjöru í dag.“ Í samtali við fréttastofu sagði Birkir atvikið hafa átt sér stað milli klukkan tvö og þrjú í dag. Þetta hafi verið kona og að öllum líkindum sonur hennar sem virtist vera á grunnskóla aldri. „Hann hefur ekki verið eldri en 14 ára,“ segir Birkir. „Þessi kona og ég ætla að giska á að barnið hafi verið sonur hennar fóru tvisvar út í, þegar ég sá þau koma upp úr í fyrra skiptið létti mér og hugsaði: „Þetta hefur sloppið til“. Ég átti nú reyndar von á því hún myndi dragast lengra út í heldur en hún gerði". Eftir að hún kom upp úr sjónum í seinna skiptið gaf Birkir sig á tal við hana.Tók ekki eftir skiltinu „Ég spurði hana hvort hún gerði sér einhverja grein fyrir því hve margir hefðu drukknað akkúrat á þessum stað. Hún sagðist ekki hafa heyrt af því og að hún hafi farið þarna út í því henni fannst þetta virðast svo öruggur staður til að synda,“ segir Birkir. Hann spurði hana hvort hún væri ekki læs, hún sagðist svo vera hún hefði bara ekki tekið eftir skiltinu. Birki þótti það frekar ólíklegt þar sem það er mjög stórt og áberandi áður en gengið er í fjöruna. Skiltið er hluti af margþættum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru sem miðast að því að upplýsa og auka meðvitund gesta um aðstæður og hvað beri að varast.VísirKonan var sallaróleg „Ég bara talaði við hana og sagði henni fólk hafi drukknað þarna og þetta væri ekki góður staður til að synda. Ég skyldi hana bara eftir með þessar upplýsingar. Ég held henni hafði brugðið meira við að ég hafi talað við hana um þetta heldur en yfir því sem ég sagði henni,“ segir Birkir. Birkir starfar sem leiðsögumaður og bílstjóri og fer oft í fjöruna og segir aldrei hafa séð fólk gera þetta áður. „Ég hef ekki áður séð fólk stinga sér til sunds en ég hef oft rekið fólk frá sjónum sem er jafnvel með lítil börn of nálægt.“ Hann segist reglulega sjá fólk leika sér þarna og hlaupa undan öldunum. „Við sem förum með útlendinga þarna fylgjumst alltaf með fólkinu sem við erum með þarna og vörum þau við áður en farið er í fjöruna.“ Hann fari sjálfur hins vegar alltaf með sömu ræðuna áður en hann hleypir fólki út úr bílnum og varar fólk við. „Ef öldurnar ná ykkur þá er þetta bara „game over“,“ segir Birkir.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45