Stungu sér til sunds í Reynisfjöru Gígja Hilmarsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 21:46 Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. Birkir birti myndbandið á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar og skrifaði: „Það er spurning hversu langt þarf að ganga, eða kannski hversu langt sé hægt að ganga til þess að hafa vit fyrir fólki. Þessi ákvað að það væri alveg tilvalið að skella sér í smá sjósund í Reynisfjöru í dag.“ Í samtali við fréttastofu sagði Birkir atvikið hafa átt sér stað milli klukkan tvö og þrjú í dag. Þetta hafi verið kona og að öllum líkindum sonur hennar sem virtist vera á grunnskóla aldri. „Hann hefur ekki verið eldri en 14 ára,“ segir Birkir. „Þessi kona og ég ætla að giska á að barnið hafi verið sonur hennar fóru tvisvar út í, þegar ég sá þau koma upp úr í fyrra skiptið létti mér og hugsaði: „Þetta hefur sloppið til“. Ég átti nú reyndar von á því hún myndi dragast lengra út í heldur en hún gerði". Eftir að hún kom upp úr sjónum í seinna skiptið gaf Birkir sig á tal við hana.Tók ekki eftir skiltinu „Ég spurði hana hvort hún gerði sér einhverja grein fyrir því hve margir hefðu drukknað akkúrat á þessum stað. Hún sagðist ekki hafa heyrt af því og að hún hafi farið þarna út í því henni fannst þetta virðast svo öruggur staður til að synda,“ segir Birkir. Hann spurði hana hvort hún væri ekki læs, hún sagðist svo vera hún hefði bara ekki tekið eftir skiltinu. Birki þótti það frekar ólíklegt þar sem það er mjög stórt og áberandi áður en gengið er í fjöruna. Skiltið er hluti af margþættum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru sem miðast að því að upplýsa og auka meðvitund gesta um aðstæður og hvað beri að varast.VísirKonan var sallaróleg „Ég bara talaði við hana og sagði henni fólk hafi drukknað þarna og þetta væri ekki góður staður til að synda. Ég skyldi hana bara eftir með þessar upplýsingar. Ég held henni hafði brugðið meira við að ég hafi talað við hana um þetta heldur en yfir því sem ég sagði henni,“ segir Birkir. Birkir starfar sem leiðsögumaður og bílstjóri og fer oft í fjöruna og segir aldrei hafa séð fólk gera þetta áður. „Ég hef ekki áður séð fólk stinga sér til sunds en ég hef oft rekið fólk frá sjónum sem er jafnvel með lítil börn of nálægt.“ Hann segist reglulega sjá fólk leika sér þarna og hlaupa undan öldunum. „Við sem förum með útlendinga þarna fylgjumst alltaf með fólkinu sem við erum með þarna og vörum þau við áður en farið er í fjöruna.“ Hann fari sjálfur hins vegar alltaf með sömu ræðuna áður en hann hleypir fólki út úr bílnum og varar fólk við. „Ef öldurnar ná ykkur þá er þetta bara „game over“,“ segir Birkir. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni. Birkir birti myndbandið á Facebook-hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar og skrifaði: „Það er spurning hversu langt þarf að ganga, eða kannski hversu langt sé hægt að ganga til þess að hafa vit fyrir fólki. Þessi ákvað að það væri alveg tilvalið að skella sér í smá sjósund í Reynisfjöru í dag.“ Í samtali við fréttastofu sagði Birkir atvikið hafa átt sér stað milli klukkan tvö og þrjú í dag. Þetta hafi verið kona og að öllum líkindum sonur hennar sem virtist vera á grunnskóla aldri. „Hann hefur ekki verið eldri en 14 ára,“ segir Birkir. „Þessi kona og ég ætla að giska á að barnið hafi verið sonur hennar fóru tvisvar út í, þegar ég sá þau koma upp úr í fyrra skiptið létti mér og hugsaði: „Þetta hefur sloppið til“. Ég átti nú reyndar von á því hún myndi dragast lengra út í heldur en hún gerði". Eftir að hún kom upp úr sjónum í seinna skiptið gaf Birkir sig á tal við hana.Tók ekki eftir skiltinu „Ég spurði hana hvort hún gerði sér einhverja grein fyrir því hve margir hefðu drukknað akkúrat á þessum stað. Hún sagðist ekki hafa heyrt af því og að hún hafi farið þarna út í því henni fannst þetta virðast svo öruggur staður til að synda,“ segir Birkir. Hann spurði hana hvort hún væri ekki læs, hún sagðist svo vera hún hefði bara ekki tekið eftir skiltinu. Birki þótti það frekar ólíklegt þar sem það er mjög stórt og áberandi áður en gengið er í fjöruna. Skiltið er hluti af margþættum öryggisaðgerðum sem ráðist hefur verið í við Reynisfjöru sem miðast að því að upplýsa og auka meðvitund gesta um aðstæður og hvað beri að varast.VísirKonan var sallaróleg „Ég bara talaði við hana og sagði henni fólk hafi drukknað þarna og þetta væri ekki góður staður til að synda. Ég skyldi hana bara eftir með þessar upplýsingar. Ég held henni hafði brugðið meira við að ég hafi talað við hana um þetta heldur en yfir því sem ég sagði henni,“ segir Birkir. Birkir starfar sem leiðsögumaður og bílstjóri og fer oft í fjöruna og segir aldrei hafa séð fólk gera þetta áður. „Ég hef ekki áður séð fólk stinga sér til sunds en ég hef oft rekið fólk frá sjónum sem er jafnvel með lítil börn of nálægt.“ Hann segist reglulega sjá fólk leika sér þarna og hlaupa undan öldunum. „Við sem förum með útlendinga þarna fylgjumst alltaf með fólkinu sem við erum með þarna og vörum þau við áður en farið er í fjöruna.“ Hann fari sjálfur hins vegar alltaf með sömu ræðuna áður en hann hleypir fólki út úr bílnum og varar fólk við. „Ef öldurnar ná ykkur þá er þetta bara „game over“,“ segir Birkir.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Barðist við brimið eftir sundsprett í Reynisfjöru Ferðamaður sem átti leið um Reynisfjöru seinni partinn í dag stakk sér þar til sunds. 6. ágúst 2019 16:45