Endurheimti tengslin við ellefu ára son sinn á Laugaveginum: „Pabbi, ég elska þig“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2019 15:15 Grein Halpern birtist í New York Times. Skjáskot Þegar Bandaríkjamaðurinn Jake Halpern var farinn að óttast að áhugi ellefu ára sonar hans á umgangast föður sinn væri farinn að dvína brá hann á það að ráð að styrkja tengslin með því að bjóða syninum að ganga með sér Laugaveginn. Úr varð ævintýraför þar sem feðgarnir styrktu tengslin sín á milli svo um munaði.Halpern skrifar um ferðalagið til Íslands á ferðavef bandaríska dagblaðsins New York Times. Lýsir hann því hvernig samtölin við son hans, Sebastian að nafni, höfðu með árunum orðið æ styttri, enda væri strákurinn að æða í átt að fullorðinsárum.Úr varð að Halpern bókaði flug til Íslands og seldi syni sínum ferðina með því að gera út á hversu mikið ævintýri þetta myndi verða, þetta væri hætturför um ævintýraslóðir. „Pabbi, er þetta vegur?“ spurði Sebastian eftir að rútunni sem þeir ferðuðust með hafði verið ekið dágóða stund eftir slóðanum í átt að Landmannalaugum. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:58am PDT„Ekki líta á okkur sem feðga, við erum bara nánir vinir“ Þegar komið var í Landmannalaugar hittu feðgarnir skálavörðinn Heiðrúnu Ólafsdóttur, sem hafði að sögn Halpern meðal annars dvalið vetrarlangt á staðnum, ein, aðeins með mýsnar með félagsskap. „Ég drap mýsnar,“ hefur Halpern eftir Heiðrúnu í greininni. „Ég sá samt eftir því, þá fyrst varð ég alein.“ Heiðrún athugaði búnað þeirra fegða, gaf þeim upplýsingar um hvers þeir mættu vænta á leiðinni. Áður en þeir héldu af stað sagðist Halpern hafa ætlað að létta aðeins á syni sínum og færa búnað úr bakpoka hans yfir í sinn. Sebastian tók það ekki í mál. „Ekki líta á okkur sem feðga. Við erum bara nánir vinir, og jafningar,“ sagði Sebastian stoltur með prakkarasvip. Þeir héldu af stað og náðu fyrir kvöldið í skálann við Hrafntinnusker. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 29, 2018 at 5:34pm PDTHjartnæm stund eftir að hafa vaðið á Daginn eftir var stefnan tekinn á skálann við Álftavatn. Það reyndist þeim erfitt. Þeir lögðu snemma af stað og segir Halpern að þeim hafi fundist þeir verið einir á ferð. Það var kalt, og blautt. „Sebastian kvartaði ekki en ég sá að honum var kalt,“ skrifar Halpern og ekki bætti úr skák þegar þeir þurftu að vaða á á leiðinni. „Vatnið var svo kalt að við fundum ekki fyrir löppunum á okkur. Þegar við komumst yfir á hinn bakkann var Sebastian skjálfandi,“ skrifar Halpern sem beygði sig niður, lagaði sokkana og reimaði skóna á son sinn. „Pabbi, ég elska þig,“ heyrðist í lágróma Sebastian. „Ég elska þig líka,“ svaraði Halpern. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:57am PDTVildi heyra ævisöguna Eftir að komið var í Álftavatn byrjaði sólin að skína og allt varð örlítið auðveldara. Tengslin á milli feðganna höfðu styrkst. „Pabbi, segðu mér ævisöguna þína,“ spurði Sebastian. Halpern hélt að sonur sinn væri að grínast. Svo var ekki og Sebastian fékk því að heyra söguna af því hvernig foreldrar hans höfðu hist, hvar pabbi hans hafði verið þann 11. september 2001 og margt fleira. „Hann sagði mér ýmislegt líka. Hann sagði mér frá minningum sem hann átti frá því að hann var fimm ára, þegar við áttum heima í Indlandi,“ skrifar Halpern. Þetta var yndislegt, sem og ferðin öll. „Bráðum myndi hið daglega líf hefjast, skólinn hefjast. Dagarnir líða. Sonur minn vaxa úr grasi. En núna, tókst mér að leika á tímann.“Lesa má grein Halpern um ferðalagið hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Þegar Bandaríkjamaðurinn Jake Halpern var farinn að óttast að áhugi ellefu ára sonar hans á umgangast föður sinn væri farinn að dvína brá hann á það að ráð að styrkja tengslin með því að bjóða syninum að ganga með sér Laugaveginn. Úr varð ævintýraför þar sem feðgarnir styrktu tengslin sín á milli svo um munaði.Halpern skrifar um ferðalagið til Íslands á ferðavef bandaríska dagblaðsins New York Times. Lýsir hann því hvernig samtölin við son hans, Sebastian að nafni, höfðu með árunum orðið æ styttri, enda væri strákurinn að æða í átt að fullorðinsárum.Úr varð að Halpern bókaði flug til Íslands og seldi syni sínum ferðina með því að gera út á hversu mikið ævintýri þetta myndi verða, þetta væri hætturför um ævintýraslóðir. „Pabbi, er þetta vegur?“ spurði Sebastian eftir að rútunni sem þeir ferðuðust með hafði verið ekið dágóða stund eftir slóðanum í átt að Landmannalaugum. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:58am PDT„Ekki líta á okkur sem feðga, við erum bara nánir vinir“ Þegar komið var í Landmannalaugar hittu feðgarnir skálavörðinn Heiðrúnu Ólafsdóttur, sem hafði að sögn Halpern meðal annars dvalið vetrarlangt á staðnum, ein, aðeins með mýsnar með félagsskap. „Ég drap mýsnar,“ hefur Halpern eftir Heiðrúnu í greininni. „Ég sá samt eftir því, þá fyrst varð ég alein.“ Heiðrún athugaði búnað þeirra fegða, gaf þeim upplýsingar um hvers þeir mættu vænta á leiðinni. Áður en þeir héldu af stað sagðist Halpern hafa ætlað að létta aðeins á syni sínum og færa búnað úr bakpoka hans yfir í sinn. Sebastian tók það ekki í mál. „Ekki líta á okkur sem feðga. Við erum bara nánir vinir, og jafningar,“ sagði Sebastian stoltur með prakkarasvip. Þeir héldu af stað og náðu fyrir kvöldið í skálann við Hrafntinnusker. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 29, 2018 at 5:34pm PDTHjartnæm stund eftir að hafa vaðið á Daginn eftir var stefnan tekinn á skálann við Álftavatn. Það reyndist þeim erfitt. Þeir lögðu snemma af stað og segir Halpern að þeim hafi fundist þeir verið einir á ferð. Það var kalt, og blautt. „Sebastian kvartaði ekki en ég sá að honum var kalt,“ skrifar Halpern og ekki bætti úr skák þegar þeir þurftu að vaða á á leiðinni. „Vatnið var svo kalt að við fundum ekki fyrir löppunum á okkur. Þegar við komumst yfir á hinn bakkann var Sebastian skjálfandi,“ skrifar Halpern sem beygði sig niður, lagaði sokkana og reimaði skóna á son sinn. „Pabbi, ég elska þig,“ heyrðist í lágróma Sebastian. „Ég elska þig líka,“ svaraði Halpern. View this post on InstagramA post shared by Jake Halpern (@jake.halpern.author) on Aug 23, 2018 at 10:57am PDTVildi heyra ævisöguna Eftir að komið var í Álftavatn byrjaði sólin að skína og allt varð örlítið auðveldara. Tengslin á milli feðganna höfðu styrkst. „Pabbi, segðu mér ævisöguna þína,“ spurði Sebastian. Halpern hélt að sonur sinn væri að grínast. Svo var ekki og Sebastian fékk því að heyra söguna af því hvernig foreldrar hans höfðu hist, hvar pabbi hans hafði verið þann 11. september 2001 og margt fleira. „Hann sagði mér ýmislegt líka. Hann sagði mér frá minningum sem hann átti frá því að hann var fimm ára, þegar við áttum heima í Indlandi,“ skrifar Halpern. Þetta var yndislegt, sem og ferðin öll. „Bráðum myndi hið daglega líf hefjast, skólinn hefjast. Dagarnir líða. Sonur minn vaxa úr grasi. En núna, tókst mér að leika á tímann.“Lesa má grein Halpern um ferðalagið hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira