Skriðan kom niður á sama stað og tveir ferðamenn slösuðust í gær Jóhann K. Jóhannsson og Andri Eysteinsson skrifa 20. ágúst 2019 10:55 Úr Reynisfjöru í gær. Vísir/Jóhann K. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem kom fyrstur á vettvang í Reynisfjöru en fjörunni var í gær lokað vegna grjóthruns. Stærðarinnar skriða féll svo í fjöruna snemma í morgun, eins og Vísir hefur greint frá. Sigurður var eins og áður segir fyrstur á vettvang í Reynisfjöru. „Þegar ég kem hérna, þá sé ég að stóri hluti úr fjallinu hefur fallið niður í fjöruna við drangana og niður í sjó fram og sjórinn brúnlitaður þannig að þetta hefur gerst snemma í morgun,“ segir Sigurður. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks. Það er fólk hérna alls staðar, allan daginn í fjörunni.“Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K.Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en ófáar fréttir af óförum ferðamanna hafa borist úr fjörunni á síðustu árum. Sigurður segir að enn falli grjót úr hlíðinni. „Það er bara á meðan ég er að tala við þig, að þá er ég að horfa á grjót hrynja úr sárinu þannig að þetta er ekkert alveg búið,“ segir Sigurður og bætir við, „Við komum til með að vera í sambandi við sérfræðinga hjá Veðurstofunni og það er allt í vinnslu.“ Svæðinu var lokað í gærkvöld eftir að ferðamenn slösuðust vegna grjóthruns en eitthvað bar á því að vegfarendur virtu lokanir lögreglu að vettugi. Sigurður telur líklegt að reynt verði að halda svæðinu lokuðu næstu daga. „Já ég held að það sé ekkert vit í öðru. Við reynum að gera okkar besta í að halda þessu lokuðu en það er svolítið erfitt þegar Atlantshafið lemur á öllum lokunum. Við gerum okkar besta,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
„Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi sem kom fyrstur á vettvang í Reynisfjöru en fjörunni var í gær lokað vegna grjóthruns. Stærðarinnar skriða féll svo í fjöruna snemma í morgun, eins og Vísir hefur greint frá. Sigurður var eins og áður segir fyrstur á vettvang í Reynisfjöru. „Þegar ég kem hérna, þá sé ég að stóri hluti úr fjallinu hefur fallið niður í fjöruna við drangana og niður í sjó fram og sjórinn brúnlitaður þannig að þetta hefur gerst snemma í morgun,“ segir Sigurður. „Þetta er á nákvæmlega sama stað og tveir einstaklingar urðu fyrir meiðslum í gær, nákvæmlega á þessum stað þar sem skriðan féll, þar stóð hópur fólks. Það er fólk hérna alls staðar, allan daginn í fjörunni.“Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vísir/Jói K.Reynisfjara er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins en ófáar fréttir af óförum ferðamanna hafa borist úr fjörunni á síðustu árum. Sigurður segir að enn falli grjót úr hlíðinni. „Það er bara á meðan ég er að tala við þig, að þá er ég að horfa á grjót hrynja úr sárinu þannig að þetta er ekkert alveg búið,“ segir Sigurður og bætir við, „Við komum til með að vera í sambandi við sérfræðinga hjá Veðurstofunni og það er allt í vinnslu.“ Svæðinu var lokað í gærkvöld eftir að ferðamenn slösuðust vegna grjóthruns en eitthvað bar á því að vegfarendur virtu lokanir lögreglu að vettugi. Sigurður telur líklegt að reynt verði að halda svæðinu lokuðu næstu daga. „Já ég held að það sé ekkert vit í öðru. Við reynum að gera okkar besta í að halda þessu lokuðu en það er svolítið erfitt þegar Atlantshafið lemur á öllum lokunum. Við gerum okkar besta,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Umhverfismál Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira