Rigning og rok á Tene: „Við verðum bara inni“ Gul viðvörun er í gildi á Kanaríeyjum og rigning og rok hefur verið á Tenerife síðan í gær. Fjölmargir Íslendingar eyða jólunum á eyjaklasanum en láta veðrið ekki eyðileggja stemninguna. Lífið 26. desember 2022 11:59
Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. Innlent 20. desember 2022 21:45
Föst á Keflavíkurflugvelli: „Þetta er í einu orði sagt ömurlegt“ Hallfríður Þórarinsdóttir er ein fjölmargra Íslendinga sem ætlaði að vera komin í sól og sumaryl á Tenerife seinni partinn í dag. Hún situr hins vegar í rútu fyrir utan Keflavíkurflugvöll og hefur gert í fimm klukkustundir. Hún segir upplýsingaþjónustu til farþega til skammar. Innlent 19. desember 2022 15:58
Netverjar missa sig yfir norðurljósadýrð: „Þetta er óraunverulegt“ „Ég leit út um gluggann og ég bara tapaði mér algjörlega. Þetta er held ég sturlaðasta norðurljósasýning sem ég hef séð,“ segir hin bandaríska Kyana Sue Powers í samtali við Vísi en á dögunum birti hún myndskeið af norðurljósadýrð í háloftunum sem vakið hefur gífurlega hrifningu netverja. Ferðalög 17. desember 2022 08:49
Ógiftir mega enn njóta ásta á Balí Ríkisstjóri indónesísku eyjarinnar Balí fullyrðir að nýsamþykkt lög sem banna kynlíf utan hjónabands muni ekki hafa áhrif á erlenda ferðamenn þar. Eyjan á allt sitt undir ferðaþjónustu en áhyggjuraddir hafa heyrst um að lögin gætu fælt frá ferðamenn. Erlent 12. desember 2022 07:36
Í fyrsta sinn sem hlutfall tengifarþega er hærra hjá Play Stjórnendur Icelandair og Play hafa birt farþegatölur síðasta mánaðar og er niðurstaðan sú að í fyrsta sinn er hlutfall tengifarþega hærra hjá því síðarnefnda. Viðskipti innlent 9. desember 2022 20:35
Skíðasvæði Andorra heilla Íslendinga upp úr skíðaskónum Andorra er nýr áfangastaður Tripical ferðaskrifstofu. Kynningarfundur á næsta vetrarævintýri í þessari hvítu perlu Pýreneafjalla fer fram í dag í Petersen svítunni klukkan 17 og allir velkomnir. Lífið samstarf 8. desember 2022 13:03
Árshátíðir í útlöndum styrkja starfsmannahópinn „Við finnum fyrir miklum ferðaspenningi. Það er bókað hjá okkur allar helgar í haust og fram á næsta ár. Fólk þyrstir í ferðalög og nú er akkúrat tíminn til að skipuleggja ferðir fyrir haustið 2023,“ segir Viktor Hagalín Magnason, sölu og markaðsstjóri ferðaskrifstofunnar Tripical. Samstarf 7. desember 2022 14:50
Svona er hægt að pakka inn gjafabréfum á sniðugan hátt Hver kannast ekki við að leita að jólagjöf fyrir þann sem vantar ekki neitt? Og enda svo á að kaupa hluti sem enda rykfallnir inni í skáp eða geymslu. Lífið samstarf 1. desember 2022 10:20
Undirbúa leiðtoga framtíðarinnar „AFS, alþjóðlegu friðar- og fræðslusamtökin, bjóða upp á skiptinám, ungmennaskipti og tungumálaskóla. Samtökin starfa í um 60 löndum og eiga rætur sínar að rekja til ársins 1915 sem sjálfboðaliðasamtök. Það var svo árið 1947 að samtökin hófu að senda ungt fólk milli landa í skiptinám og var tilgangurinn að byggja brýr á milli mismunandi menningarheima og taka þannig skerf í átt að friðsælli og skilningsríkari heimi. Kjarni starfseminnar er að gefa nemendum og öðrum þátttakendum tækifæri til að kynnast heiminum og öðlast menningarlæsi en eitt helsta meginstarf AFS felst í því að undirbúa og efla leiðtoga framtíðarinnar og gera þá að alþjóðlegum virkum borgurum,“ segir Ingunn Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Samstarf 25. nóvember 2022 08:51
Icelandair flýgur til Detroit Icelandair hyggst hefja áætlunarflug til bandarísku stórborgarinnar Detroit næsta vor. Viðskipti innlent 24. nóvember 2022 13:11
Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. Neytendur 16. nóvember 2022 08:51
Jólagjöf sem safnar ekki ryki „Hvað á ég að hafa í matinn?“ er spurning sem flestir kannast við. Eftir því sem skammdegið hellist yfir og jólin nálgast verður önnur spurning smám saman fyrirferðarmeiri: „Hvað á ég að gefa í jólagjöf?“ Samstarf 11. nóvember 2022 14:28
Icelandair flýgur til Prag og Barcelona Icelandair hefur kynnt tvo nýja áfangastaði í millilandaflugi sumarið 2023, Prag og Barcelona. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið flýgur áætlunarflug til Prag. Flogið verður í morgunflugi. Viðskipti innlent 9. nóvember 2022 09:27
Rosalegur lúxus í einkaþotu Icelandair Gríðarlegur lúxus er um borð í einkaflugvél Icelandair og eru innanstokksmunir langt frá því sem farþegar í hefðbundnu áætlunarflugi kunna að hafa vanist. Fyrirtækið Abercrombie & Kent, sem sérhæfir sig í lúxusferðalögum, leigir vélina af flugfélaginu en áhöfnin er íslensk. Lífið 31. október 2022 23:53
Lengja tímabil flugferða til Rómar og Nice Icelandair hefur ákveðið að lengja flugtímabilið til Rómar og Nice á næsta ári. Viðskipti innlent 28. október 2022 10:03
Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. Innlent 22. október 2022 09:51
Tásumyndir frá Tene í óþökk seðlabankastjóra Þvert á vilja seðlabankastjóra virðast tásumyndir frá Tenerife á Spáni vera í tísku um þessar mundir. Lífið 21. október 2022 23:54
Ítrekaður utanvegaakstur í Reykjanesfólkvangi Umhverfisstofnun hefur fengið ítrekaðar ábendingar eða orðið vitni að akstri bifreiða og torfærutækja utan vega við Vigdísarvallaleið og í nágrenni Kleifarvatns. Innlent 20. október 2022 10:26
Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. Viðskipti innlent 20. október 2022 08:50
Bein útsending: Nýr umferðarvefur kynntur Nýr umferðarvefur Vegagerðarinnar, umferdin.is, verður kynntur á morgunfundi Vegagerðarinnar klukkan níu í dag. Nýi vefurinn er mun nútímalegri og þægilegri í notkun fyrir snjalltæki. Innlent 20. október 2022 08:30
Norræna hættir að sigla til Íslands yfir háveturinn Norræna mun hætta siglingum til Íslands yfir háveturinn frá og með næsta ári. Innlent 19. október 2022 13:12
Munu fljúga til Aþenu næsta sumar Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til grísku höfuðborgarinnar Aþenu. Áætlað er að fyrsta ferðin verði farin 2. júní 2023 en flogið verður tvisvar í viku, á mánudögum og föstudögum, út október 2023. Viðskipti innlent 19. október 2022 09:06
Skemmtilegir hlutir til að gera í London Stórborgin London er þekkt fyrir mikinn fjölbreytileika þar sem ólíkir menningarheimar mætast í hringiðu af list, tísku, tónlist, góðum mat og áhugaverðu fólki. Blaðamaður kíkti í helgarferð til þeirrar menningarmiðju sem London er og skrifaði niður nokkra skemmtilega hluti sem hægt er að gera þar. Ferðalög 16. október 2022 16:25
Mafíusögur 2022: „Er einhver frægur kominn hingað?“ Það er yfir þrjátíu stiga hiti á paradísareyjunni Ustica, en hún er í ríflega klukkustundar siglingafjarlægð frá Palermo á Sikiley. Lífið 16. október 2022 08:00
Fór heim frá Portúgal með stjörnur í augunum Það mátti sannarlega finna ljós í myrkrinu á flugvellinum í Porto í gærkvöldi eftir 4-1 tap gegn heimakonum í úrslitaleik um sæti á HM í fótbolta á næsta ári. Sport 12. október 2022 07:31
Íslendingar í útlöndum sem aldrei fyrr í september Brottfarir Íslendinga um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði slóu met fyrir septembermánuð. Frá áramótum hafa 1,3 milljónir erlenda farið frá Íslandi. Innlent 7. október 2022 11:17
Taka upp áætlunarflug til Las Palmas Icelandair hefur hafið sölu á flugi til Las Palmas á Gran Canaria sem er nýr áfangastaður í leiðakerfi félagsins. Viðskipti innlent 6. október 2022 11:22
Bætir við sig öðrum áfangastað í Portúgal Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til borgarinnar Porto í Portúgal. Viðskipti innlent 6. október 2022 10:32
Tíðar tásumyndir frá Tene vísbending um kröftuga einkaneyslu Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að kröftugt viðbrögð í einkaneyslu á fyrri helmingi ársins þurfi ekki að koma á óvart. Tíðar tásumyndir frá Tenerife á Kanaríeyjum hafi verið merki um að heimili landsins hafi verið að nýta sér uppsafnaðan sparnað sem safnaðist í kórónuveirufaraldrinum. Viðskipti innlent 5. október 2022 12:00