Vök Baths og vetrarperlur Austurlands Vök Baths 31. janúar 2024 10:16 Vök Baths eru heitar náttúrulaugar þar sem gestir upplifa einstakan baðstað sem er samofinn náttúrunni. Mynd/Vök Baths. Vök Baths, sem eru staðsettar á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði, eru heitar náttúrulaugar sem opnuðu sumarið 2019 og hafa notið mikilla vinsælda meðal ferðamanna og heimamanna. „Hjá Vök Baths fá gestir að upplifa einstakan baðstað sem er samofinn náttúrunni,“ segir Kristín Dröfn Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths. „Þegar þú kemur gangandi inn á baðstaðinn tekur á móti þér einstakt útsýni yfir Urriðavatnið og laugarnar. Baðgestir geta gengið út í laugina innandyra og á veturna er yndislegt að koma út undir bert loft og anda að sér vetrarloftinu og vera í heitu vatninu og njóta andstæðnanna. Þeir sem vilja geta dýft sér út í Urriðavatn við laugarnar.“ Ég hef komið reglulega í Vök frá því að staðurinn opnaði og hver árstíð hefur sinn sjarma. Það er yndislegt á haustin þegar byrjar að dimma og kólna og sjá norðurljósin þegar vetrar. Á veturna er ekkert betra en að koma við eftir góðan skíðadag og slaka á í Vök Baths. Best er að dýfa sér í ískalt Urriðavatnið út við fljótandi laugarnar – Bryndís Ford Nokkrar náttúrulaugar hafa sprottið upp hér á landi undanfarin ár en Vök Baths hefur þá sérstöðu að bjóða upp á tvær vakir sem eru fljótandi sjóndeildarlaugar staðsettar úti í Urriðavatni. „Í þeim ná gestir að upplifa einstaka tengingu við náttúruna með útsýni í allar áttir. Auk þess eru á svæðinu gufubað, köld úðagöng og laugarbar.“ Snjórinn setur skemmtilegan svip á umhverfi Vök Baths. Mynd/Vök Baths. Einkennisdrykkur Vök Baths er jurtate úr íslenskum jurtum en heita vatnið sem nýtt er á tebarnum kemur beint úr borholunni. „Heita vatnið hefur fengið þá viðurkenningu að vera hreinasta jarðhitavatnið hér á landi og það eina sem er hæft til drykkjar. Einnig má finna gott úrval drykkja á barnum, til dæmis boozt, krap og bjóra sem eru sérstaklega bruggaðir fyrir Vök en þeir heita Vaka og Vökvi. Á Vök Bistro má einnig njóta ljúffengra veitinga í fallegu umhverfi.“ Á Austurlandi er að finna enstök skíðasvæði, til dæmis í Stafdal á Fjarðarheiði eða Oddsskarði við Eskifjörð. Mynd/Gunnar Freyr Gunnarsson. Austurland er ekki bara gott að sækja heim yfir sumartímann heldur er austfirski veturinn einstakur að hennar sögn. „Á Austurlandi er að finna sem dæmi einstök skíðasvæði, hvort heldur er í Stafdal á Fjarðarheiði eða Oddsskarð við Eskifjörð, sem oft nefnd Austfirsku alparnir. Víða leynast einnig skíðaspor fyrir gönguskíðafólk og er vinsælt að taka góðan hring uppi á Fjarðarheiði eða í Selskógi við Egilsstaði.“ Mynd (t.v.)/Gunnar Freyr. Mynd (t.h.) Instagram.com/inspiredbyiceland.Myndir/Fannar Magnússon og Hreindýragarðurinn.Mynd (t.v.)/Instagram.com/weltreisner. Mynd (t.h.)/Instagram.com/inspiredbyiceland Einnig má finna fjölmörg skemmtileg göngusvæði á Austurlandi auk þess sem svæðið státar einnig af einum stærsta skógi landsins, Hallormsstaðaskógi. Það eru sönn lífsgæði að hafa aðgang að stað eins og Vök Baths. Hvort sem það er að njóta sólarinnar að sumri eða ylja sér í frosthörkum að vetri er hægt að ganga að því sem vísu að þaðan fer maður afslappaður á bæði sál og líkama – Vigfús Jónsson „Skammt frá Vök er einnig eini hreindýragarðurinn á Íslandi sem er staðsettur á bænum Vínlandi á Héraði, rétt við Egilsstaði. Þar er hægt að koma við og heimsækja þá Garp og Mosa. Eftir góðan útivistardag er svo auðvitað tilvalið að koma við í Vök og slaka á.“ Skammt frá Vök Baths má finna eina hreindýragarðinn á Íslandi sem er staðsettur á bænum Vínlandi á Héraði, rétt við Egilsstaði. Mynd/Fannar Magnússon. Utan náttúruperlna og ótal útivistarmöguleika svæðisins býður Austurland upp á fjölbreytta gistimöguleika. „Á Austurlandi er næga gistingu að hafa, hvort heldur er á Héraði eða niður á fjörðum. Á sumum þessara gististaða er hægt að fá leigð eða lánuð göngusíði, snjóþrúgur eða komast í skemmtilegar vetrarferðir.“ Að upplifa norðurljósin við Vök Baths er einstök upplifun. Mynd/Vök Baths. Nú styttist í fyrstu vetrarfrí ársins í skólum landsins og páskafríið skellur á í lok mars. „Það er svo sannarlega uppskrift að góðu fríi að koma austur og skella sér á skíði og eða skoða landið. Svo er tilvalið að enda daginn í Vök Bahts, slaka á og njóta náttúrunnar, enda fáar leiðir betri til að endurnæra líkamann eftir útivist dagsins. Mynd/Vök Baths. Nánari upplýsingar á vokbaths.is. Ferðalög Páskar Skíðasvæði Heilsa Fjölskyldumál Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Hjá Vök Baths fá gestir að upplifa einstakan baðstað sem er samofinn náttúrunni,“ segir Kristín Dröfn Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths. „Þegar þú kemur gangandi inn á baðstaðinn tekur á móti þér einstakt útsýni yfir Urriðavatnið og laugarnar. Baðgestir geta gengið út í laugina innandyra og á veturna er yndislegt að koma út undir bert loft og anda að sér vetrarloftinu og vera í heitu vatninu og njóta andstæðnanna. Þeir sem vilja geta dýft sér út í Urriðavatn við laugarnar.“ Ég hef komið reglulega í Vök frá því að staðurinn opnaði og hver árstíð hefur sinn sjarma. Það er yndislegt á haustin þegar byrjar að dimma og kólna og sjá norðurljósin þegar vetrar. Á veturna er ekkert betra en að koma við eftir góðan skíðadag og slaka á í Vök Baths. Best er að dýfa sér í ískalt Urriðavatnið út við fljótandi laugarnar – Bryndís Ford Nokkrar náttúrulaugar hafa sprottið upp hér á landi undanfarin ár en Vök Baths hefur þá sérstöðu að bjóða upp á tvær vakir sem eru fljótandi sjóndeildarlaugar staðsettar úti í Urriðavatni. „Í þeim ná gestir að upplifa einstaka tengingu við náttúruna með útsýni í allar áttir. Auk þess eru á svæðinu gufubað, köld úðagöng og laugarbar.“ Snjórinn setur skemmtilegan svip á umhverfi Vök Baths. Mynd/Vök Baths. Einkennisdrykkur Vök Baths er jurtate úr íslenskum jurtum en heita vatnið sem nýtt er á tebarnum kemur beint úr borholunni. „Heita vatnið hefur fengið þá viðurkenningu að vera hreinasta jarðhitavatnið hér á landi og það eina sem er hæft til drykkjar. Einnig má finna gott úrval drykkja á barnum, til dæmis boozt, krap og bjóra sem eru sérstaklega bruggaðir fyrir Vök en þeir heita Vaka og Vökvi. Á Vök Bistro má einnig njóta ljúffengra veitinga í fallegu umhverfi.“ Á Austurlandi er að finna enstök skíðasvæði, til dæmis í Stafdal á Fjarðarheiði eða Oddsskarði við Eskifjörð. Mynd/Gunnar Freyr Gunnarsson. Austurland er ekki bara gott að sækja heim yfir sumartímann heldur er austfirski veturinn einstakur að hennar sögn. „Á Austurlandi er að finna sem dæmi einstök skíðasvæði, hvort heldur er í Stafdal á Fjarðarheiði eða Oddsskarð við Eskifjörð, sem oft nefnd Austfirsku alparnir. Víða leynast einnig skíðaspor fyrir gönguskíðafólk og er vinsælt að taka góðan hring uppi á Fjarðarheiði eða í Selskógi við Egilsstaði.“ Mynd (t.v.)/Gunnar Freyr. Mynd (t.h.) Instagram.com/inspiredbyiceland.Myndir/Fannar Magnússon og Hreindýragarðurinn.Mynd (t.v.)/Instagram.com/weltreisner. Mynd (t.h.)/Instagram.com/inspiredbyiceland Einnig má finna fjölmörg skemmtileg göngusvæði á Austurlandi auk þess sem svæðið státar einnig af einum stærsta skógi landsins, Hallormsstaðaskógi. Það eru sönn lífsgæði að hafa aðgang að stað eins og Vök Baths. Hvort sem það er að njóta sólarinnar að sumri eða ylja sér í frosthörkum að vetri er hægt að ganga að því sem vísu að þaðan fer maður afslappaður á bæði sál og líkama – Vigfús Jónsson „Skammt frá Vök er einnig eini hreindýragarðurinn á Íslandi sem er staðsettur á bænum Vínlandi á Héraði, rétt við Egilsstaði. Þar er hægt að koma við og heimsækja þá Garp og Mosa. Eftir góðan útivistardag er svo auðvitað tilvalið að koma við í Vök og slaka á.“ Skammt frá Vök Baths má finna eina hreindýragarðinn á Íslandi sem er staðsettur á bænum Vínlandi á Héraði, rétt við Egilsstaði. Mynd/Fannar Magnússon. Utan náttúruperlna og ótal útivistarmöguleika svæðisins býður Austurland upp á fjölbreytta gistimöguleika. „Á Austurlandi er næga gistingu að hafa, hvort heldur er á Héraði eða niður á fjörðum. Á sumum þessara gististaða er hægt að fá leigð eða lánuð göngusíði, snjóþrúgur eða komast í skemmtilegar vetrarferðir.“ Að upplifa norðurljósin við Vök Baths er einstök upplifun. Mynd/Vök Baths. Nú styttist í fyrstu vetrarfrí ársins í skólum landsins og páskafríið skellur á í lok mars. „Það er svo sannarlega uppskrift að góðu fríi að koma austur og skella sér á skíði og eða skoða landið. Svo er tilvalið að enda daginn í Vök Bahts, slaka á og njóta náttúrunnar, enda fáar leiðir betri til að endurnæra líkamann eftir útivist dagsins. Mynd/Vök Baths. Nánari upplýsingar á vokbaths.is.
Ferðalög Páskar Skíðasvæði Heilsa Fjölskyldumál Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira