Sváfu undir berum himni umkringdar villihundum Íris Hauksdóttir skrifar 2. nóvember 2023 15:01 Þorbjörg og Silja voru í níu mánuði á ferðalagi sínu um Asíu. Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr Leifsdóttir lentu í heldur óvenjulegri lífsreynslu þegar þær héldu í heimsreisuferð fyrir nokkru síðan. Þær Þorbjörg og Silja Ýr eru nýjustu viðmælendur hlaðvarpsþáttarins Betri helmingurinn með Ása. Þar ræddu þær meðal annars Samtökin 78, rómantíkina, fjölskyldulífið og ferðalög, meðal annars þegar þær þurftu að sofa undir berum himni í varhugaverðum félagsskap. Það fer enginn sjálfur til Indlands Spurðar um eftirminnilegt ævintýri grípur Þorbjörg orðið: „Þetta færir okkur aftur að hinni stórfenglegu heimsreisu. Við vorum búnar að safna mikið og byrjuðum á því að fara til Indlands. Ekkert í gegnum neina ferðaskrifstofu, flugum til London og vorum þar í þrjá daga og þaðan til Deli. Þegar ég var að sækja um vísa hjá indverska sendiráðinu þurfti ég að skrifa niður ferðaskrifstofu þar. Ég sagði við ætlum að fara þetta sjálfar og afgreiðslukonan svaraði: Það fer enginn sjálfur til Indlands. Ég setti bara einhverja ferðaskrifstofu sem ég fann á Netinu. Svo lendum við á Indlandi og eigum bókað á einhverju hosteli þurftum að koma okkur frá flugvellinum á hostelið og týmdum ekki að taka leigubíl. Svo við tókum lest og hún var geggjuð. Ótrúlega gott loft og allt svo ótrúlega nútímalegt og flott. En svo komum við út úr lestinni og þá var bara opið holræsi og ógeðslega mikill hiti. Læti, sót í loftinu og skelfileg lykt. Ég man að við löbbuðum upp þessar tröppur og ég kúgaðist næstum því þangað til maður lærði að anda bara með munninum. Úlfaldaferð í eyðimörk Vorum ekki búnar að skoða leiðbeiningarnar nægilega vel svo við týndumst nánast strax. Fullkomlega cluless en svo komu menn sem voru að reyna að hjálpa okkur á túkk túkk, svo sáum við vagn sem var dreginn áfram af kú. Fyrir okkur sem höfðum verið að mestu á Íslandi var þetta menningarsjokk.“ Þorbjörg og Silja Ýr hafa verið saman síðan árið 2008.aðsend Að endingu fundu þær mann sem lítið annað var í stöðunni en að treysta. Hann endaði á að fara með þær á ferðaskrifstofu sem seldi þeim ferð á uppsprengdu verði. „Þannig að við fórum í ferð með bílstjóra, listað upp hvað við myndum gera, úlfaldar og hof og allskonar. Þetta var tíu daga ferð og á einhverjum tímapunkti áttum við að vera að fara í einhverja úlfaldaferð og gista í eyðimörk. Stórkostlega fallegt og gaman að vera. Það eru einhver Bandarísk hjón þarna með okkur nema svo komum við á áfangastað. Alltaf einhverjir villihundar að elta okkar og strákarnir sem voru leiðsögumenn buðust til að kaupa handa okkur bjór sem við þáðum. Síðan elda þeir ótrúlega góðan mat og við borðum við varðeld út í eyðimörkinni. Lukka að við skyldum ekki drepast Geggjað að sitja þarna á þessum teppum en svo er bara orðið dimmt. Þegar við vorum að fara að sofa var orðið stjörnubjart og þeir koma alltaf með fleiri og fleiri teppi. Við erum allan tímann að bíða. Hvenær koma tjöldin? Ætla þeir að setja upp tjöldin í myrkri? Við vorum algjörlega clueless en ná endanum spurðum við einhverja sem höfðu ekki bókað hjá sömu ferðaskrifstofu og við. Þau svöruðu: Já nei nei það eru engin tjöld. Það voru sem sé bara þessi skítugu teppi.“ Óhjákvæmilega flögraði hugurinn til villidýranna sem ráfu um í myrkrinu og segist Silja hafa verið einstaklega þakklát fyrir bjórinn sem hjálpaði til við að ná svefni þessa óvenjulegu nótt. „Ég vaknaði svo með villihund við hliðina á mér. Foreldrar mínir áttu hunda og í svefnrofanum hélt ég að þetta væri Kátur en svo lít ég til hliðar. Hann var samt alveg góður og var bara að ná sér í hlýju en þetta var alls ekki sniðugt. Það er bara mesta lukka að við skyldum ekki drepast í þessari ferð.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Ástin og lífið Ferðalög Tengdar fréttir „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 10. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Þær Þorbjörg og Silja Ýr eru nýjustu viðmælendur hlaðvarpsþáttarins Betri helmingurinn með Ása. Þar ræddu þær meðal annars Samtökin 78, rómantíkina, fjölskyldulífið og ferðalög, meðal annars þegar þær þurftu að sofa undir berum himni í varhugaverðum félagsskap. Það fer enginn sjálfur til Indlands Spurðar um eftirminnilegt ævintýri grípur Þorbjörg orðið: „Þetta færir okkur aftur að hinni stórfenglegu heimsreisu. Við vorum búnar að safna mikið og byrjuðum á því að fara til Indlands. Ekkert í gegnum neina ferðaskrifstofu, flugum til London og vorum þar í þrjá daga og þaðan til Deli. Þegar ég var að sækja um vísa hjá indverska sendiráðinu þurfti ég að skrifa niður ferðaskrifstofu þar. Ég sagði við ætlum að fara þetta sjálfar og afgreiðslukonan svaraði: Það fer enginn sjálfur til Indlands. Ég setti bara einhverja ferðaskrifstofu sem ég fann á Netinu. Svo lendum við á Indlandi og eigum bókað á einhverju hosteli þurftum að koma okkur frá flugvellinum á hostelið og týmdum ekki að taka leigubíl. Svo við tókum lest og hún var geggjuð. Ótrúlega gott loft og allt svo ótrúlega nútímalegt og flott. En svo komum við út úr lestinni og þá var bara opið holræsi og ógeðslega mikill hiti. Læti, sót í loftinu og skelfileg lykt. Ég man að við löbbuðum upp þessar tröppur og ég kúgaðist næstum því þangað til maður lærði að anda bara með munninum. Úlfaldaferð í eyðimörk Vorum ekki búnar að skoða leiðbeiningarnar nægilega vel svo við týndumst nánast strax. Fullkomlega cluless en svo komu menn sem voru að reyna að hjálpa okkur á túkk túkk, svo sáum við vagn sem var dreginn áfram af kú. Fyrir okkur sem höfðum verið að mestu á Íslandi var þetta menningarsjokk.“ Þorbjörg og Silja Ýr hafa verið saman síðan árið 2008.aðsend Að endingu fundu þær mann sem lítið annað var í stöðunni en að treysta. Hann endaði á að fara með þær á ferðaskrifstofu sem seldi þeim ferð á uppsprengdu verði. „Þannig að við fórum í ferð með bílstjóra, listað upp hvað við myndum gera, úlfaldar og hof og allskonar. Þetta var tíu daga ferð og á einhverjum tímapunkti áttum við að vera að fara í einhverja úlfaldaferð og gista í eyðimörk. Stórkostlega fallegt og gaman að vera. Það eru einhver Bandarísk hjón þarna með okkur nema svo komum við á áfangastað. Alltaf einhverjir villihundar að elta okkar og strákarnir sem voru leiðsögumenn buðust til að kaupa handa okkur bjór sem við þáðum. Síðan elda þeir ótrúlega góðan mat og við borðum við varðeld út í eyðimörkinni. Lukka að við skyldum ekki drepast Geggjað að sitja þarna á þessum teppum en svo er bara orðið dimmt. Þegar við vorum að fara að sofa var orðið stjörnubjart og þeir koma alltaf með fleiri og fleiri teppi. Við erum allan tímann að bíða. Hvenær koma tjöldin? Ætla þeir að setja upp tjöldin í myrkri? Við vorum algjörlega clueless en ná endanum spurðum við einhverja sem höfðu ekki bókað hjá sömu ferðaskrifstofu og við. Þau svöruðu: Já nei nei það eru engin tjöld. Það voru sem sé bara þessi skítugu teppi.“ Óhjákvæmilega flögraði hugurinn til villidýranna sem ráfu um í myrkrinu og segist Silja hafa verið einstaklega þakklát fyrir bjórinn sem hjálpaði til við að ná svefni þessa óvenjulegu nótt. „Ég vaknaði svo með villihund við hliðina á mér. Foreldrar mínir áttu hunda og í svefnrofanum hélt ég að þetta væri Kátur en svo lít ég til hliðar. Hann var samt alveg góður og var bara að ná sér í hlýju en þetta var alls ekki sniðugt. Það er bara mesta lukka að við skyldum ekki drepast í þessari ferð.“ Þáttinn í heild má hlusta á hér fyrir neðan.
Ástin og lífið Ferðalög Tengdar fréttir „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 10. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
„Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 10. ágúst 2023 20:01