Þetta er hægt Listalífið var frekar dauft, segir Edda. Auðvitað voru margir góðir listamenn þó að fáir væru á hennar línu. En viðskipti og myndlist voru eitruð blanda í huga margra Fastir pennar 7. nóvember 2015 07:00
Enga fædda stjórnendur! Einræðisherra í fjarlægu ríki, köllum það N-Kóreu, deyr. Margir vonast eftir umbótaskeiði. Kaupsýslumenn frá nágrannaríkinu, köllum það S-Kóreu, reyna að tryggja ítök sín í landinu í því skyni að efla viðskipti sín við það. Menn binda vonir við að erfinginn í þjóðhöfðingjaembættinu verði minna þver. Bakþankar 7. nóvember 2015 07:00
Ábyrgð Í gær lauk aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem sakaður er um að hafa gert mistök sem ollu dauða sjúklings á Landspítalanum. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar, þar sem starfsmaður heilbrigðiskerfisins er dreginn fyrir dóm í sakamáli fyrir meint mistök. Fastir pennar 6. nóvember 2015 07:00
Á traustum grunni vísindalegra staðreynda Nánast eins lengi og ég man eftir mér hef ég haft þá sakleysislegu áráttu að telja alltaf tröppur, sérstaklega þegar ég geng upp þær. Mér geðjast mjög illa að því þegar fjöldi þeirra er oddatala þannig að ég þarf að stíga oftar upp með öðrum fætinum heldur en hinum. Ég hef enga hugmynd um af hverju þetta er. Fastir pennar 6. nóvember 2015 07:00
Lærðu að ljúga Börnum er uppálagt að vera góð hvert við annað, hegða sér vel og ekki undir neinum kringumstæðum segja ósatt. Samt er um það bil helmingurinn af þeim upplýsingum sem börn taka með sér út í lífið lygi. Bakþankar 6. nóvember 2015 07:00
Blásið í bóluna Kannski á að taka viljann fyrir verkið þegar fólk stígur fram með hugmyndir til þess að auðvelda hér fólki sín fyrstu íbúðarkaup. Fastir pennar 5. nóvember 2015 09:00
Ofursaga Þegar ég var í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir bráðum hálfri öld var námsefnið í stjörnufræði að mestu bundið við sólkerfið okkar: sólina og reikistjörnurnar sem snúast í kringum hana, þar á meðal jörðina og tunglið. Við reiknuðum og teiknuðum sporbauga. Og sagan var mannkynssaga. Fastir pennar 5. nóvember 2015 07:00
Íslendingabækur Það er ekkert grín að búa á einangraðri eyju lengst norður í Atlantshafi. Íslensk þjóð er því marki brennd að hafa í þúsund ár þurft að berjast fyrir lífi sínu í harðgerðri náttúru á mörkum hins byggilega heims. Bakþankar 5. nóvember 2015 07:00
Vinstri og hægri á Tinder Á aðfangadag í fyrra skellti ég mér í göngutúr um miðbæ Reykjavíkur. Úr varð stopp á Bæjarins bestu þar sem ég hitti gamlan og góðan vin í röðinni. Bakþankar 4. nóvember 2015 12:00
Afríka verður illa úti vegna samdráttar í Kína Velgengnissaga sem sjaldan er sögð úr hinu hnattræna hagkerfi síðustu tuttugu ára hefur verið Afríka. Skoðun 4. nóvember 2015 10:15
Svipu beitt á þolendur brota Dæmi eru um að konur hafi verið „of seinar“ til að kæra kynferðisbrot gegn þeim vegna þess að neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum hefur sett sér starfsreglur um að geyma ekki lífsýni og sönnunargögn nema í rétt rúma tvo mánuði. Upplýst var um þetta í Fréttablaðinu í gær og um leið að lögreglu hafi ekki verið kunnugt um þessa tilhögun. Fastir pennar 4. nóvember 2015 07:00
#skammakrókur Mér fannst síðasta viku óvenju þrungin stressi og áhyggjum. En þetta var bara venjuleg vika. Þið vitið. Langir vinnudagar, heimanám með börnunum, matarinnkaup og klósettþrif. Það var starað á netbankann, bölvað iðnaðarmannaskorti í fjölskyldunni Bakþankar 3. nóvember 2015 07:00
Brandarakallar morgundagsins Fyrir Alþingi liggur enn eitt frumvarpið um að afnema einkarétt ríkisins á áfengisverslun. Þar er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði gerði heimil í verslunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er snúa til dæmis að frágangi vörunnar, aldri afgreiðslufólks og viðskiptavina og öðru. Fastir pennar 3. nóvember 2015 06:00
Óttastjórnun á RÚV Óskandi væri að framganga stjórnmálamanna gagnvart RÚV endurspeglaði viðhorf meirihluta landsmanna til þessarar sameignar sinnar. Fastir pennar 2. nóvember 2015 07:00
Draumur hvers? Það ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart, nema kannski stöku stjórnmálamanni, að nú liggur fyrir að ungt fólk á landsbyggðinni bindur ekki framtíðarvonir sínar við uppbyggingu á stóriðju. Draumurinn um glæsta framtíð við álbræðsluker, áburðarframleiðslu eða annað í þeim dúr er sem sagt ekki draumur unga fólksins. Það er draumur stjórnmálamannsins sem vill gera vel við sitt kjördæmi. Fastir pennar 2. nóvember 2015 07:00
Passa sig Það er mikil frjósemi í kringum mig þessa dagana og liggur við að önnur hver kona nálægt mér sé ólétt eða nýbúin að eiga. Ég á 50% í einu þessara væntanlegu barna og er því eðlilega með þetta svolítið á heilanum. Og það er alveg ótrúlegt hvað margir eru enn ekki búnir að læra af ótal sjónvarpsþáttum, bíómyndum og munnmælasögum, sem segja frá gasprandi fábjánum sem segja eitthvað óviðeigandi við óléttar konur og uppskera þannig fyrirlitningu allra nærstaddra. Bakþankar 2. nóvember 2015 07:00
Harmsaga ævi minnar Árið 1945 gaf Jóhannes Birkiland, þekktur blaðamaður og skáld í Reykjavík, út bókina, „Harmsaga ævi minnar. Hvers vegna ég varð auðnuleysingi.“ Birkiland uppskar einungis háð og spott fyrir bók sína. Bakþankar 31. október 2015 07:00
Afneitun RÚV RÚV skýrslan er tímabært innlegg í umfjöllun um framtíð fjölmiðla á Íslandi. Farið er yfir stöðuna eins og hún blasir við nefndarfólki og reynt að rýna í ástæður fyrir bágri fjárhagsstöðu RÚV. Viðbrögð úr Efstaleiti hafa verið fyrirsjáanleg. Svo virðist sem samanburður á rekstri RÚV og fréttastofu 365 hafi farið sérstaklega fyrir brjóstið á stjórn og starfsfólki. Fastir pennar 31. október 2015 07:00
Óheflaðir, kærleiksheftir bavíanar Ég nenni yfirleitt ekki að tjá mig um tilvist guðs – ekki frekar en um jólasveininn eða samsæriskenningar um hver stóð í alvörunni á bak við árásirnar á tvíburaturnana í New York. En mér er ekki sjálfrátt. Ég er með hita, sýkingu í ennisholum og er heyrnarlaus á öðru eyra. Fastir pennar 31. október 2015 07:00
Ríkið mælir ást Í kvikmyndinni Green Card er Gérard Depardieu hundeltur af bandarískum yfirvöldum vegna gruns um málamyndahjónaband fyrir landvistarleyfi. Bakþankar 30. október 2015 10:30
RÚV-raunir Það er erfitt að færa fyrir því rök að eðlilegt sé að stofnun á vegum ríkisins selji auglýsingar í samkeppni við einkaaðila og noti fé sem fengið er með skylduáskriftum til að kaupa erlent afþreyingarefni með yfirboðum á samkeppnismarkaði. Fastir pennar 30. október 2015 10:30
Ógnarjafnvægi nýrrar kynslóðar Eitt af því sem skilgreindi kynslóðina sem ólst upp á tímum kalda stríðsins var kjarnorkuváin. Stórveldin stóðu í gagnkvæmum ögrunum og bæði bjuggu þau yfir kjarnorkuvopnum. Heimsbyggðin gat fylgst með enda voru nýir miðlar eins og sjónvarp notaðir sem áróðurstæki til að koma skilaboðum til fólks. Fastir pennar 30. október 2015 07:00
Skref í rétta átt Niðurstöður kynningar stjórnvalda á undanþágu Seðlabankans til slitabúa föllnu bankanna frá lögum um gjaldeyrismál og áhrifum nauðasamninga við þá í gær eru gleðilegar fyrir land og þjóð. Slitabúin uppfylla stöðugleikaskilyrði og til þjóðarbúsins renna verðmæti upp á fleiri hundruð milljarða króna. Fastir pennar 29. október 2015 07:55
1942, 1959 og 2017 Misvægi atkvæða eftir búsetu hefur verið eitt helzta bitbein íslenzkra stjórnmála allar götur frá 1849 þegar Fjölnismaðurinn Brynjólfur Pétursson, nýkominn heim af danska stjórnlagaþinginu sem hann sat fyrir Íslands hönd, lagði fram tillögu um jafnt vægi atkvæða. Fastir pennar 29. október 2015 07:00
Þjóðkirkjan 2.0 „Við þurfum app!“ Séra Helgi var staðinn upp úr sæti sínu og baðaði höndum til himins eins og undir lokin á velheppnaðri sunnudagsmessu. Hann leit á kollega sína sem virtust ekki sannfærðir og þögðu. Bakþankar 29. október 2015 07:00
Kína verður aldrei stærsta hagkerfi heims Því verður ekki á móti mælt að efnahagsþróun Kína síðustu 30 ár hefur verið glæsileg. Skoðun 28. október 2015 09:45
Sparnaðartillaga Ísland er í sögulegu samhengi kristið land, við syngjum til Guðs í þjóðsöng okkar, á þjóðfánanum er krossmark og hér tökum við okkur lögbundið frí frá vinnu á kristnum hátíðum. Fastir pennar 28. október 2015 09:00
Yfirborðslegt spjall Skiljanlega er ekki til íslenskt orð yfir "small talk“. Það er ekki þáttur í menningunni. Fólk ræðir veðrið en aldrei af léttúð. Enda oft spurning um líf og dauða hvort maður fer fótgangandi í vinnuna. Þegar tvær manneskjur ræða um veðrið sameinast auðmjúkar sálir í vanmætti sínum gagnvart ósigrandi náttúruöflum. Bakþankar 28. október 2015 07:00
Samfarir okkar Dollíar Parton Enginn skyldi vefengja Paulo Coelho þegar hann segir að þú feykir ósk þinni til alheimsins sem síðan reynir að láta hana rætast. Vandinn er hins vegar sá að við erum orðin svo áhrifagjörn að við megum ekki sjá eina bíómynd þá rignir alls konar hégómlegum óskum yfir alheiminn. Bakþankar 27. október 2015 07:00
Vaðlaheiðarvegavinnuáhætta Ríkisendurskoðun gaf ríkisábyrgð á Vaðlaheiðargöngum falleinkunn í nýrri skýrslu í síðustu viku. Alþingi vék ákvæðum laga um ríkisábyrgð til hliðar árið 2012 til að fjármagna gangagerðina og 8,7 milljarða króna lán veitt fyrir framkvæmdinni. Fastir pennar 27. október 2015 00:00