Sparnaðartillaga Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. október 2015 09:00 Ísland er í sögulegu samhengi kristið land, við syngjum til Guðs í þjóðsöng okkar, á þjóðfánanum er krossmark og hér tökum við okkur lögbundið frí frá vinnu á kristnum hátíðum. Stór hluti Íslendinga er skírður, fermdur, giftur og að lokum grafinn með aðstoð þjóðkirkjunnar. Fréttablaðið í dag greinir frá því að starfshópur Kirkjuþings telji að boðun og predikun kirkjunnar nái ekki til almennings með nægilega áhrifamiklum hætti, „þegar hún orðin hornreka hjá RÚV og lítt áberandi á öðrum fjölmiðlum og mannamótum öðrum en kirkjulegum athöfnum og messum“. Ljóst er á tölum um fækkun þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna að hún hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ýmislegt kemur þar til, en líklegt verður að þykja að þar vegi þungt veik viðbrögð kirkjunnar við ásökunum um kynferðislegt ofbeldi innan hennar raða og einnig hávær minnihluti vígslupresta sem setur hjónavígslu samkynhneigðra fyrir sig. Þjóðkirkjan hyggst eyða 150 milljónum næstu fimm árin í að draga úr fækkun sóknarbarna og stuðla að nýliðun innan þjóðkirkjunnar. Um áramót voru sóknarbörn í þjóðkirkjunni rúmlega 240 þúsund eða 74 prósent mannfjöldans. Fyrir tíu árum voru þau rúmlega átta þúsund fleiri og hlutfallið 85 prósent af mannfjöldanum. Allir stjórnmálaflokkar landsins, utan Framsóknarflokksins, eru komnir með það á stefnuskrá sína að aðskilja ríki og kirkju. Þjóðkirkjan er í sjálfu sér helst að forminu til ríkiskirkja. Tengsl kirkju og ríkis eru stjórnarskrárvarin en hafa í rauninni takmarkaða eiginlega þýðingu. Ríkið greiðir laun presta og starfsmanna Biskupsstofu og eru þær greiðslur byggðar á samningi vegna jarða sem ríkið tók yfir af kirkjunni. Þeir, sem tala gegn aðskilnaði ríkis og kirkju, bera margir fyrir sig þennan samning og flækjuna sem því myndi fylgja að rifta honum. Kirkjan yrði að fá bætur fyrir jarðir sínar á grundvelli samningsins og það er heljarinnar reikningsdæmi. Líklegast er það rétt að málið sé flókið og töluverð vinna þyrfti að fara í að rekja í sundur flækjuna. En hægt er að fullyrða að það er ekki flóknara en til að mynda að einkavæða bankana. Eða að losa landið hér úr gjaldeyrishöftum. Ljóst er að auka þarf sjálfstæði og fjárhagslegan grundvöll yfir einhver ár og skera svo á tengslin þegar þeim takmörkum er náð. Eftir stendur þá stjórnarskrárákvæði sem hefur í sjálfu sér enga raunverulega þýðingu aðra en að vera einhvers konar söguleg yfirlýsing. Áhrif kristinnar trúar á bæði sögu- og menningu þjóðarinnar eru óumdeild. Samfélagið hefur hins vegar breyst mikið frá því núverandi fyrirkomulag kirkjunnar var ákveðið og hlutverk hennar hefur þróast. Lífsskoðanir almennings og trúarafstaða hans er orðin margþættari. Núverandi staða og lögbundin forréttindi kirkjunnar brjóta í bága við réttarvitund marga og sá hópur fer stækkandi. Því má gera því skóna að aukið sjálfstæði kirkjunnar sem og fjárhagslegt sjálfstæði hennar myndi leiða til aukinnar virðingar og þannig sterkari stöðu hennar. Jafnvel spara henni 150 milljónir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Ísland er í sögulegu samhengi kristið land, við syngjum til Guðs í þjóðsöng okkar, á þjóðfánanum er krossmark og hér tökum við okkur lögbundið frí frá vinnu á kristnum hátíðum. Stór hluti Íslendinga er skírður, fermdur, giftur og að lokum grafinn með aðstoð þjóðkirkjunnar. Fréttablaðið í dag greinir frá því að starfshópur Kirkjuþings telji að boðun og predikun kirkjunnar nái ekki til almennings með nægilega áhrifamiklum hætti, „þegar hún orðin hornreka hjá RÚV og lítt áberandi á öðrum fjölmiðlum og mannamótum öðrum en kirkjulegum athöfnum og messum“. Ljóst er á tölum um fækkun þeirra sem skráðir eru í þjóðkirkjuna að hún hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár. Ýmislegt kemur þar til, en líklegt verður að þykja að þar vegi þungt veik viðbrögð kirkjunnar við ásökunum um kynferðislegt ofbeldi innan hennar raða og einnig hávær minnihluti vígslupresta sem setur hjónavígslu samkynhneigðra fyrir sig. Þjóðkirkjan hyggst eyða 150 milljónum næstu fimm árin í að draga úr fækkun sóknarbarna og stuðla að nýliðun innan þjóðkirkjunnar. Um áramót voru sóknarbörn í þjóðkirkjunni rúmlega 240 þúsund eða 74 prósent mannfjöldans. Fyrir tíu árum voru þau rúmlega átta þúsund fleiri og hlutfallið 85 prósent af mannfjöldanum. Allir stjórnmálaflokkar landsins, utan Framsóknarflokksins, eru komnir með það á stefnuskrá sína að aðskilja ríki og kirkju. Þjóðkirkjan er í sjálfu sér helst að forminu til ríkiskirkja. Tengsl kirkju og ríkis eru stjórnarskrárvarin en hafa í rauninni takmarkaða eiginlega þýðingu. Ríkið greiðir laun presta og starfsmanna Biskupsstofu og eru þær greiðslur byggðar á samningi vegna jarða sem ríkið tók yfir af kirkjunni. Þeir, sem tala gegn aðskilnaði ríkis og kirkju, bera margir fyrir sig þennan samning og flækjuna sem því myndi fylgja að rifta honum. Kirkjan yrði að fá bætur fyrir jarðir sínar á grundvelli samningsins og það er heljarinnar reikningsdæmi. Líklegast er það rétt að málið sé flókið og töluverð vinna þyrfti að fara í að rekja í sundur flækjuna. En hægt er að fullyrða að það er ekki flóknara en til að mynda að einkavæða bankana. Eða að losa landið hér úr gjaldeyrishöftum. Ljóst er að auka þarf sjálfstæði og fjárhagslegan grundvöll yfir einhver ár og skera svo á tengslin þegar þeim takmörkum er náð. Eftir stendur þá stjórnarskrárákvæði sem hefur í sjálfu sér enga raunverulega þýðingu aðra en að vera einhvers konar söguleg yfirlýsing. Áhrif kristinnar trúar á bæði sögu- og menningu þjóðarinnar eru óumdeild. Samfélagið hefur hins vegar breyst mikið frá því núverandi fyrirkomulag kirkjunnar var ákveðið og hlutverk hennar hefur þróast. Lífsskoðanir almennings og trúarafstaða hans er orðin margþættari. Núverandi staða og lögbundin forréttindi kirkjunnar brjóta í bága við réttarvitund marga og sá hópur fer stækkandi. Því má gera því skóna að aukið sjálfstæði kirkjunnar sem og fjárhagslegt sjálfstæði hennar myndi leiða til aukinnar virðingar og þannig sterkari stöðu hennar. Jafnvel spara henni 150 milljónir.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun