Bældara Ísland 2015 Sif Sigmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Internetið getur verið kaldranalegur staður. Í vikunni las ég níð um sjálfa mig sem sveið sárar en nokkurt uppnefni sem mér hefur verið gefið. Ég var kölluð „miðaldra kerling“. Sjálfsmynd mín hefur ekki beðið jafnmikinn hnekki síðan mér var sagt á Kaffibarnum fyrir nokkrum árum að ég liti út eins og frambjóðandi til sjötta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins – í sveitarstjórnarkosningum. Nettröll eru þó ekki eina hættan sem steðjar að grandlausum egóum á vafri um veraldarvefinn. Um samfélagsmiðla á borð við Facebook og Instagram seytlar margt hættulegra. Eins og heimalagaðar bollakökur, kossamyndir frá Balí, fullkomlega lakkaðar táneglur í flæðarmáli, fólk að hlaupa maraþon, hrukkulausir jafnaldrar, brjóstaskoru-sjálfur, hvítlaukslegnar nautalundir bornar fram með seljurótarfroðu, yngra fólk en maður sjálfur í yfirmannsstöðum. Rannsóknir sýna ítrekað að samfélagsmiðlar hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd fólks. Athugun sem gerð var við háskólann í Salford í Bretlandi leiddi til að mynda í ljós að helmingi þeirra sem nota slíka miðla líður verr fyrir vikið. Ástæðan: Fólki fannst eigin tilvist blikna í samanburði við fullkomlega „filteruð“ og „fótósjoppuð“ líf vina sinna í netheimum. Ég taldi þó um tíma að ástandið væri að lagast.Ekki vera aumingi Síðustu mánuði hefur sprottið upp fjöldi herferða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sem ætlað er að vekja athygli á málefnum sem eiga það sameiginlegt að vera tabú. Skemmst er að minnast átaksins „Útmeð'a“ sem beindi sjónum að sjálfsvígum ungra karla. Á Facebook-síðunni „Ekki halda stressi til streitu“ er vakin athygli á skaðsemi streitu. Konur hafa greint frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi undir formerkinu #þöggun. Og svo mætti lengi telja. Sumum virðist hins vegar mislíka þessi opna umræða. Um síðustu helgi birtist í Fréttablaðinu grein sem vakti töluverða lukku eftir Óttar Guðmundsson geðlækni þar sem hann skammaðist út í þá sem bera raunir sínar á torg. Kallaði hann þá „aumingja vikunnar“ og vitnaði í systur sína. Óttar stendur ekki einn í átakinu sem nefna mætti „Innmeð'a“ – #bældaraÍsland2015. Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson fór háðulegum orðum um kollega sinn, Hallgrím Helgason, er Hallgrímur opinberaði fyrir alþjóð að honum hefði verið nauðgað sem ungum manni í München. Óttar og Guðbergur eru talsmenn forneskjulegra gilda: Það er miklu betra að henda sér bara tignarlega fram af klöpp en að vera að væla þetta um vanlíðan. Nauðgun. Plís, kerlingar, ekki vera í svona stuttum pilsum. Þunglyndi. Taktu þig taki. Átröskun. Fáðu þér hamborgara. Stress. Það er ekkert að þér. Krabbamein. Hvað er svona merkilegt við það? Kvíði. Ekki vera aumingi.Valíum og vodka Þegar maður hefur ekki tíma til að lakka á sér táneglurnar (hvað þá að staðsetja þær í flæðarmáli og taka mynd), finnur ekki hreinan brjóstahaldara og veiðir einn upp úr þvottakörfunni, gleymir að fara í Bónus og býður matargestum upp á 1944 með tómatsósu og er svo bara allt í einu orðinn miðaldra án þess að hafa nokkru sinni verið nálægt því að hafa mannaforráð er mynd af hvítlaukslegnum nautalundum með seljurótarfroðu á Facebook nóg til að maður teygi sig í valíumið og vodkaflöskuna. Einlægar játningar fólks um erfiðleika sem það tekst á við og ráð til þeirra sem ef til vill glíma við það sama gera samfélags- og fjölmiðla svo miklu manneskjulegri en „fótósjoppaðar“ ýkjusögur um Sigga sem segist hróðugur vera að „meikaða“ í útlöndum en lifir í raun á kerfinu í Köben og spilar á gítar fyrir klink sem kastað er í hann á Strikinu sem hann eyðir svo í bjór. Óskandi er að átakið „Innmeð'a“ verði ekki til þess að þau tabú sem hugrakkar sálir hafa hrakið fram úr skugganum hverfi aftur úr umræðunni. Þótt það fari vel um þá Óttar og Guðberg á átjándu öldinni megum við hin alveg halda áfram för okkar um þá tuttugustu og fyrstu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Internetið getur verið kaldranalegur staður. Í vikunni las ég níð um sjálfa mig sem sveið sárar en nokkurt uppnefni sem mér hefur verið gefið. Ég var kölluð „miðaldra kerling“. Sjálfsmynd mín hefur ekki beðið jafnmikinn hnekki síðan mér var sagt á Kaffibarnum fyrir nokkrum árum að ég liti út eins og frambjóðandi til sjötta sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins – í sveitarstjórnarkosningum. Nettröll eru þó ekki eina hættan sem steðjar að grandlausum egóum á vafri um veraldarvefinn. Um samfélagsmiðla á borð við Facebook og Instagram seytlar margt hættulegra. Eins og heimalagaðar bollakökur, kossamyndir frá Balí, fullkomlega lakkaðar táneglur í flæðarmáli, fólk að hlaupa maraþon, hrukkulausir jafnaldrar, brjóstaskoru-sjálfur, hvítlaukslegnar nautalundir bornar fram með seljurótarfroðu, yngra fólk en maður sjálfur í yfirmannsstöðum. Rannsóknir sýna ítrekað að samfélagsmiðlar hafa neikvæð áhrif á sjálfsmynd fólks. Athugun sem gerð var við háskólann í Salford í Bretlandi leiddi til að mynda í ljós að helmingi þeirra sem nota slíka miðla líður verr fyrir vikið. Ástæðan: Fólki fannst eigin tilvist blikna í samanburði við fullkomlega „filteruð“ og „fótósjoppuð“ líf vina sinna í netheimum. Ég taldi þó um tíma að ástandið væri að lagast.Ekki vera aumingi Síðustu mánuði hefur sprottið upp fjöldi herferða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum sem ætlað er að vekja athygli á málefnum sem eiga það sameiginlegt að vera tabú. Skemmst er að minnast átaksins „Útmeð'a“ sem beindi sjónum að sjálfsvígum ungra karla. Á Facebook-síðunni „Ekki halda stressi til streitu“ er vakin athygli á skaðsemi streitu. Konur hafa greint frá reynslu sinni af kynferðisofbeldi undir formerkinu #þöggun. Og svo mætti lengi telja. Sumum virðist hins vegar mislíka þessi opna umræða. Um síðustu helgi birtist í Fréttablaðinu grein sem vakti töluverða lukku eftir Óttar Guðmundsson geðlækni þar sem hann skammaðist út í þá sem bera raunir sínar á torg. Kallaði hann þá „aumingja vikunnar“ og vitnaði í systur sína. Óttar stendur ekki einn í átakinu sem nefna mætti „Innmeð'a“ – #bældaraÍsland2015. Rithöfundurinn Guðbergur Bergsson fór háðulegum orðum um kollega sinn, Hallgrím Helgason, er Hallgrímur opinberaði fyrir alþjóð að honum hefði verið nauðgað sem ungum manni í München. Óttar og Guðbergur eru talsmenn forneskjulegra gilda: Það er miklu betra að henda sér bara tignarlega fram af klöpp en að vera að væla þetta um vanlíðan. Nauðgun. Plís, kerlingar, ekki vera í svona stuttum pilsum. Þunglyndi. Taktu þig taki. Átröskun. Fáðu þér hamborgara. Stress. Það er ekkert að þér. Krabbamein. Hvað er svona merkilegt við það? Kvíði. Ekki vera aumingi.Valíum og vodka Þegar maður hefur ekki tíma til að lakka á sér táneglurnar (hvað þá að staðsetja þær í flæðarmáli og taka mynd), finnur ekki hreinan brjóstahaldara og veiðir einn upp úr þvottakörfunni, gleymir að fara í Bónus og býður matargestum upp á 1944 með tómatsósu og er svo bara allt í einu orðinn miðaldra án þess að hafa nokkru sinni verið nálægt því að hafa mannaforráð er mynd af hvítlaukslegnum nautalundum með seljurótarfroðu á Facebook nóg til að maður teygi sig í valíumið og vodkaflöskuna. Einlægar játningar fólks um erfiðleika sem það tekst á við og ráð til þeirra sem ef til vill glíma við það sama gera samfélags- og fjölmiðla svo miklu manneskjulegri en „fótósjoppaðar“ ýkjusögur um Sigga sem segist hróðugur vera að „meikaða“ í útlöndum en lifir í raun á kerfinu í Köben og spilar á gítar fyrir klink sem kastað er í hann á Strikinu sem hann eyðir svo í bjór. Óskandi er að átakið „Innmeð'a“ verði ekki til þess að þau tabú sem hugrakkar sálir hafa hrakið fram úr skugganum hverfi aftur úr umræðunni. Þótt það fari vel um þá Óttar og Guðberg á átjándu öldinni megum við hin alveg halda áfram för okkar um þá tuttugustu og fyrstu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun