Harmsaga ævi minnar Óttar Guðmundsson skrifar 31. október 2015 07:00 Árið 1945 gaf Jóhannes Birkiland, þekktur blaðamaður og skáld í Reykjavík, út bókina, „Harmsaga ævi minnar. Hvers vegna ég varð auðnuleysingi.“ Birkiland uppskar einungis háð og spott fyrir bók sína. Styrjöldinni var nýlokið og fólk hafði engan áhuga á eymd Birkilands. Það var verk að vinna. Með tímanum kom í ljós að Birkiland var á undan sinni samtíð, hann hefði blómstrað í harmsöguvæðingu samtímans. Mikil velsæld hefur aukið vitund þjóðarinnar um eigin harm. Allir geta fundið vettvang fyrir eigin vanlíðan á netinu. Í stríðslok voru menn önnum kafnir við að finna nýjan tilgang með lífinu. Núna er harmurinn sjálfur orðinn að tilgangi lífsins. Helgarfjölmiðlarnir hafa lengi birt viðtöl, sem systir mín heitin kallaði alltaf: Aumingi vikunnar. Viðmælandi blaðsins rekur harmsögu sína, einelti, misnotkun, ofbeldi, hælsæri og annað sem stendur honum fyrir þrifum. Harmsögunni vex enn fiskur um hrygg. Æ fleiri stíga fram með raunasögur sínar sem þjóðin les með áfergju. Fólki er sagt af viðurkenndum sérfræðingum í harmi og auðnuleysi að það sé hollt fyrir sálartetrið að afhjúpa sig í beinni útsendingu fyrir sem flestum. Ég efast reyndar stórlega um gagnsemi þess að opna sálina upp á gátt fyrir alþjóð. Það sannreyndu margir alkóhólistar sem hlupu í fjölmiðla til að segja sögu sína. Þessi opna tjáning festir menn í harminum og hann fær eigið líf á neti eða í bók. En það er huggun að góður harmur selur bæði bækur og blöð. Öllum Birkilöndum samtímans óska ég betra gengis en fyrirmyndinni, Jóhannesi Birkiland lífskúnstner. Þeir geta reyndar tekið undir með Kristjáni fjallaskáldi þegar hann segir: Ég er fús og ég er trauður, ég ber glaður votan hvarm, ég er lífs og ég er dauður, ég er sæll og bý við harm. . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason Skoðun
Árið 1945 gaf Jóhannes Birkiland, þekktur blaðamaður og skáld í Reykjavík, út bókina, „Harmsaga ævi minnar. Hvers vegna ég varð auðnuleysingi.“ Birkiland uppskar einungis háð og spott fyrir bók sína. Styrjöldinni var nýlokið og fólk hafði engan áhuga á eymd Birkilands. Það var verk að vinna. Með tímanum kom í ljós að Birkiland var á undan sinni samtíð, hann hefði blómstrað í harmsöguvæðingu samtímans. Mikil velsæld hefur aukið vitund þjóðarinnar um eigin harm. Allir geta fundið vettvang fyrir eigin vanlíðan á netinu. Í stríðslok voru menn önnum kafnir við að finna nýjan tilgang með lífinu. Núna er harmurinn sjálfur orðinn að tilgangi lífsins. Helgarfjölmiðlarnir hafa lengi birt viðtöl, sem systir mín heitin kallaði alltaf: Aumingi vikunnar. Viðmælandi blaðsins rekur harmsögu sína, einelti, misnotkun, ofbeldi, hælsæri og annað sem stendur honum fyrir þrifum. Harmsögunni vex enn fiskur um hrygg. Æ fleiri stíga fram með raunasögur sínar sem þjóðin les með áfergju. Fólki er sagt af viðurkenndum sérfræðingum í harmi og auðnuleysi að það sé hollt fyrir sálartetrið að afhjúpa sig í beinni útsendingu fyrir sem flestum. Ég efast reyndar stórlega um gagnsemi þess að opna sálina upp á gátt fyrir alþjóð. Það sannreyndu margir alkóhólistar sem hlupu í fjölmiðla til að segja sögu sína. Þessi opna tjáning festir menn í harminum og hann fær eigið líf á neti eða í bók. En það er huggun að góður harmur selur bæði bækur og blöð. Öllum Birkilöndum samtímans óska ég betra gengis en fyrirmyndinni, Jóhannesi Birkiland lífskúnstner. Þeir geta reyndar tekið undir með Kristjáni fjallaskáldi þegar hann segir: Ég er fús og ég er trauður, ég ber glaður votan hvarm, ég er lífs og ég er dauður, ég er sæll og bý við harm. .
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun