Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Víti að varast

Fyrir bráðum aldarfjórðungi tók ég í eina skiptið á ævinni sæti í stjórnskipaðri nefnd. Þessari nefnd hafði verið falið að semja nýtt frumvarp til laga, um erlenda fjárfestingu. Sex karlar sátu í nefndinni. Formaður hennar var Baldur Guðlaugsson, síðar ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Nefndin vann verk sitt vel, að mér fannst, og hafði að nokkrum tíma liðnum samið gagnleg drög að lagafrumvarpi með ýmsum tímabærum nýjungum. Á lokasprettinum gerðist það, að flokkshestarnir í nefndinni, fulltrúar gömlu helmingaskiptaflokkanna, fóru í gegn um

Skoðun
Fréttamynd

Sólarlitir og fjörleg munstur í sumaryl

Eftir heldur daprar vikur sem hafa einkennst af hörmungum í Japan og óróleika í arabalöndum virtist skyndilegur vorhiti smita Parísarbúa á laugardag. Skyndilega fylltust búðir og götur af fólki í leit að léttari klæðnaði til daglegra nota. Verðandi brúðir freistuðu þess að finna kjóla fyrir borgaralega brúðkaupið og líka tilvonandi tengdamömmur sem eru að fara að gifta börnin sín því vorið og sumarið er hér tími brúðkaupa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Typpadýrkun karlmanna

Það er margt mjög merkilegt við þennan líkamshluta og þá einna helst mýturnar sem flestar snúa að stærð. Typpastærð virðist mikið hitamál og jafnvel enn meira en frammistaða eða risvandamál. Þetta mál fellur því í sama vítahring og frammistöðukvíði. Karlmönnum sem finnst þeir vera með lítið typpi en eru raunverulega í meðalstærð, finnst þeir oft lifa verra kynlífi í samanburði við þá sem eru með stærra typpi. Séu kynlífsfélagar þessara "meðal“-manna aftur á móti spurðir út í kynlífsánægju þá gefa þeir fátt út á stærðina og segja hana skipta litlu sem engu máli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lýðræðislegt gjald

Sautján ára aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu virðist furðu oft gleymast í umræðum um Evrópumál. Hún gleymist til dæmis þegar talað er um "aðlögunarviðræður“ en ekki aðildarviðræður við Evrópusambandið og því haldið fram að íslenzkt samfélag þurfi að taka gagngerum breytingum, áður en til aðildar að ESB getur komið. Þeir sem tala svona hafa ekki tekið eftir þeim gífurlegu breytingum sem EES-aðildin hefur leitt af sér, en í samanburðinum er undirbúningur stjórnsýslunnar fyrir hugsanlega ESB-aðild smámunir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýir tímar - ný tækifæri

Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar. En oft mænum við svo lengi með eftirsjá á lokuðu dyrnar, að við komum ekki auga á þær dyr sem standa okkur opnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óvinafagnaður

Snorri vinur minn er einn af þeim sem fannst að hann ætti að segja já en langaði að segja nei og endaði á að segja ha? – hann sat heima. Í morgunkaffinu í gær sagði hann að nú væri þjóðin svolítið eins og manneskja sem á árshátíð frystihússins um helgina hefði gefið verkstjóranum í saltfisknum vænan kinnhest – og fengið ógurlegt kikk út úr því – en þyrfti nú að mæta í vinnuna á mánudegi. Og hitta verkstjórann og alla hina. Það kemur alltaf mánudagur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ábyrgð og afleiðingar

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin í fyrradag var afgerandi. Þjóðin hafnar samningaleiðinni og vill þess í stað láta reyna á lögmæti hins evrópska innistæðutryggingakerfis fyrir dómstólum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bókarsóttin

Fyrir rúmu ári stofnaði ég leshring ásamt fjórum öðrum konum og mikið sem það er dýrleg skemmtun að sitja þá fundi. Í hverjum mánuði hittumst við og ræðum nokkrar bækur og þar sem þetta er ekki skoðanalaust fólk geta umræðurnar orðið býsna líflegar. Hafi einhver síðan lesið nýlega aðrar áhugaverðar bækur má alveg bresta í einræðu um þær. Það rann snemma upp fyrir okkur að best er að bækurnar séu sem skemmtilegastar því annars leiðist talið bara að einhverju allt öðru. Á síðasta fundi hóf tæknin innreið sína í leshringinn því þá fengum við að handfjatla kyndil, mikið sírat, sem gestgjafinn hafði eignast.

Bakþankar
Fréttamynd

Já fyrir atvinnu og uppbyggingu

Hverjir ættu að setja krossinn við já á kjörseðlinum í Icesave-kosningunni í dag? Það ættu þeir klárlega að gera sem vilja ljúka stjórnmáladeilum og lögfræðiþrefi við nágranna- og vinaríki okkar og tryggja Íslandi þann stuðning og samstarf sem við þurfum á að halda til að vinna okkur út úr efnahagskreppunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjartaró

Ég er talsmaður hreinskilnislegra samskipta þar sem maður segir það sem maður meinar og meinar það sem maður segir. Vissulega geta orð sært og mín hafa gert það í ófáum tilfellum en ég vil samt trúa því að sannleikurinn sé tímabundinn sársauki eins og að rífa af sér plástur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nei eða já

"Nei eða já, nú eða þá, aldrei mér tekst að taka af skarið, vakin og sofin er, velti þér endalaust fyrir mér...“ Hvern hefði grunað að þessir þankar sem Stjórnin kastaði á níunda áratugnum fram fyrir Evrópu í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva ættu eftir að vera slík áhrínsorð fyrir íslenska þjóð.

Bakþankar
Fréttamynd

Rispur á bresku parketi

Þegar ég var nemandi á fyrsta ári í stærðfræði við Háskóla Íslands barst Félagi stærðfræði- og eðlisfræðinema stefna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Leynilögregla og krydd í pokum

Þriggja metra langur forsetinn gnæfir óvænt yfir mér og ég stíg ósjálfrátt eitt skref til baka. Hann er með svört sólgleraugu og um varirnar leikur órætt bros.

Bakþankar
Fréttamynd

Elítusjónarmiðin

Því er gjarnan haldið fram í umræðum um Icesave-samninginn að það sé ósanngjarnt að skattgreiðendur þurfi að greiða skuldir sem einkaaðilar stofnuðu til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þögnin ekki í boði

Fréttablaðið segir í dag frá nýrri skýrslu fagráðs þjóðkirkjunnar um meðferð kynferðisbrota, en þar kemur fram að til kasta fagráðsins komu tíu mál á síðasta ári, þar af sex á síðustu fjórum mánuðum ársins. Flest eru málin gömul og jafnvel fyrnd að lögum, þannig að þau hafa ekki komið til kasta lögreglu. Tveir af gerendunum voru hins vegar enn í starfi á vegum kirkjunnar eða tengdra stofnana og hefur báðum verið vikið frá störfum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lagzt á fréttir?

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi til nýrra upplýsingalaga á Alþingi. Í frumvarpinu er meðal annars tekið mið af reynslunni af fyrri upplýsingalögum, sem voru mikil réttarbót þegar þau tóku gildi í ársbyrjun 1997, en fram að því höfðu stjórnvöld í raun getað haft sína hentisemi um það hvort þau veittu til dæmis fjölmiðlum aðgang að gögnum mála, sem voru til meðferðar í stjórnsýslunni. Lögin hafa stórbætt aðgang almennings að upplýsingum og um leið aukið aðhald að störfum stjórnmála- og embættismanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Trekantur og tjáning

"Ég er í krísu! Kærasti minn vill prófa að fá aðra stelpu með okkur í rúmið og tönnlast endalaust á því. Ég veit ekki hvað ég á að gera því ég er hrædd um að þetta gæti haft skrítin áhrif á sambandið og ég er líka hrædd um að verða öfundsjúk. Vill maður eitthvað sjá kærasta sinn vera með annarri stelpu og hvað ef ég enda útundan? Endar svona einhvern tímann vel?"

Fastir pennar
Fréttamynd

Gera þarf betur

Hér hafa hlutir þokast til betri vegar í málefnum flóttafólks. Helst er þar hægt að líta til dæma fólks sem hingað hefur komið fyrir tilstuðlan samstarfs ríkisins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kærleikur Haralds

Þegar Haraldur, fyrrverandi lögreglumaður til margra ára, var kominn á aldur, var hann ekki alls kostar tilbúinn til að fara að þiggja laun ellinnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Frankenstína

Að mati kærunefndar jafnréttismála braut Jóhanna Sigurðardóttir jafnréttislög. Þótt sjálfsagt er að rifja upp gömul ummæli hennar við sambærilegum uppákomum og velta málinu upp frá pólitískum flötum, þá á það einnig sér aðrar, praktískari, hliðar. Ef einni

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað kostar nei?

Talsverð vinna hefur verið lögð í að reikna út hvað Icesave-samningurinn muni kosta Íslendinga. Þar er engin ein tala örugg. Samninganefnd Íslands hefur nefnt 32 milljarða, sem er tala byggð á ákveðnum forsendum um meðal annars gengis- og efnahagsþróun og endurheimtur þrotabús Landsbankans. Kostnaðurinn gæti orðið lægri, jafnvel enginn, en líka talsvert hærri, eftir því hvernig mál þróast.

Fastir pennar
Fréttamynd

Finnum meiri peninga!

Venjulegum borgarbúum hlýtur að þykja upp til hópa afskaplega einkennilegt hvernig batterí eins og Orkuveita Reykjavíkur getur nánast farið á hliðina. Hlutverk hennar hljómar svo einfalt og eins og ekki sé hægt að klúðra því, jafnvel þó að heilt bankahrun hafi haft sitt að segja.

Bakþankar