Gera þarf betur Óli Kr. Ármannsson skrifar 4. apríl 2011 07:00 Hér hafa hlutir þokast til betri vegar í málefnum flóttafólks. Helst er þar hægt að líta til dæma fólks sem hingað hefur komið fyrir tilstuðlan samstarfs ríkisins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Flóttamannastofnunin fer þá fram á að Ísland taki við ákveðnum hópum og fara mál þeirra þá í annað ferli en hælisleitenda sem á eigin vegum biðja hér um landvist. Síðast komu hingað átta konur frá Palestínu sem hér fengu hæli með börn sín haustið 2008 og árið áður fékk hér hæli flóttafólk frá Kólumbíu. Þótt hrunið hafi tímabundið raskað áætlun ráðuneyta félags- og utanríkismála frá árinu 2007 um að hér á landi fengju árlega hæli 25 til 30 flóttamenn þá er ekki ástæða til að ætla annað en sá þráður verði tekinn upp að nýju. Ekki er hins vegar hægt að segja að mikil reisn sé yfir því hvernig tekið er á málum annarra hælisleitenda, en þumalputtareglan er sú að á grundvelli svokallaðs Dyflinnarsamkomulags er þeim vísað aftur til þess lands þaðan sem þeir komu og þarlendum yfirvöldum eftirlátið að finna úr þeirra málum. Yfirbragð Útlendingastofnunar, sem sker úr málum hælisleitenda og annarra sem hér sækja um landvistarleyfi, er þunglamalegt og varla ofsagt að verulegir þröskuldar séu í vegi fólks utan Evrópulanda sem hér vill setjast að. Stöku mál hafa komið upp á yfirborðið og vakið athygli, jafnvel svo að fólk hefur hafið undirskriftir og viljað hlutast til um að ómanneskjulegt skrifræðið eitt ráði ekki för í þeim málum. Núna er í hámæli mál Priyönku Thapa. Hún er 23 ára nemi við háskólabrú Keilis, afbragðsnámsmaður sem farið hefur fram á dvalarleyfi hér til þess að halda áfram námi og í von um að geta aflað tekna sem framfleyti fátækri fjölskyldu í Nepal. Fjölskyldu sem hún segir að hafi í fátækt sinni gripið til þess örþrifaráðs að selja hana í hjónaband ókunnum manni. "Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun þrældómur,“ sagði hún í viðtali við Fréttablaðið á föstudag, eftir að í ljós kom að Útlendingastofnun hafði synjað henni um dvalarleyfi. Stofnunin virðist ekki leggja trúnað á orð hennar um hvaða aðstæður bíði hennar heima fyrir. Vera má að hendur Útlendingastofnunar séu bundnar af lögum og reglum. En þá hlýtur að vakna spurningin um hvort allrar þessarar stífni sé þörf þegar kemur að málefnum útlendinga. Lögmaður Priyönku hefur sagt að allra leiða verði leitað til að afla henni hér landvistar. Þar á meðal kemur til greina að biðla til Alþingis um að henni verði veittur ríkisborgararéttur. Sé eitthvert réttlæti í henni veröld þá tekur allsherjarnefnd Alþingis mál hennar fyrir og kannar ofan í kjölinn áður en til þess kemur að tekin verði fyrir umleitan auðugra útlendinga vestan hafs sem einnig vilja fá hér ríkisborgararétt. Önugt væri ef hlaupið væri á eftir erindi skattaskjólslögmanns þeirra áður en horft væri til þess hvort hægt sé að hjálpa stúlku sem selja á í þrældóm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun
Hér hafa hlutir þokast til betri vegar í málefnum flóttafólks. Helst er þar hægt að líta til dæma fólks sem hingað hefur komið fyrir tilstuðlan samstarfs ríkisins og Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Flóttamannastofnunin fer þá fram á að Ísland taki við ákveðnum hópum og fara mál þeirra þá í annað ferli en hælisleitenda sem á eigin vegum biðja hér um landvist. Síðast komu hingað átta konur frá Palestínu sem hér fengu hæli með börn sín haustið 2008 og árið áður fékk hér hæli flóttafólk frá Kólumbíu. Þótt hrunið hafi tímabundið raskað áætlun ráðuneyta félags- og utanríkismála frá árinu 2007 um að hér á landi fengju árlega hæli 25 til 30 flóttamenn þá er ekki ástæða til að ætla annað en sá þráður verði tekinn upp að nýju. Ekki er hins vegar hægt að segja að mikil reisn sé yfir því hvernig tekið er á málum annarra hælisleitenda, en þumalputtareglan er sú að á grundvelli svokallaðs Dyflinnarsamkomulags er þeim vísað aftur til þess lands þaðan sem þeir komu og þarlendum yfirvöldum eftirlátið að finna úr þeirra málum. Yfirbragð Útlendingastofnunar, sem sker úr málum hælisleitenda og annarra sem hér sækja um landvistarleyfi, er þunglamalegt og varla ofsagt að verulegir þröskuldar séu í vegi fólks utan Evrópulanda sem hér vill setjast að. Stöku mál hafa komið upp á yfirborðið og vakið athygli, jafnvel svo að fólk hefur hafið undirskriftir og viljað hlutast til um að ómanneskjulegt skrifræðið eitt ráði ekki för í þeim málum. Núna er í hámæli mál Priyönku Thapa. Hún er 23 ára nemi við háskólabrú Keilis, afbragðsnámsmaður sem farið hefur fram á dvalarleyfi hér til þess að halda áfram námi og í von um að geta aflað tekna sem framfleyti fátækri fjölskyldu í Nepal. Fjölskyldu sem hún segir að hafi í fátækt sinni gripið til þess örþrifaráðs að selja hana í hjónaband ókunnum manni. "Lífi mínu er hreinlega lokið ef ég fer aftur heim. Þar bíða mín gamlir karlar og ömurlegar aðstæður – í raun þrældómur,“ sagði hún í viðtali við Fréttablaðið á föstudag, eftir að í ljós kom að Útlendingastofnun hafði synjað henni um dvalarleyfi. Stofnunin virðist ekki leggja trúnað á orð hennar um hvaða aðstæður bíði hennar heima fyrir. Vera má að hendur Útlendingastofnunar séu bundnar af lögum og reglum. En þá hlýtur að vakna spurningin um hvort allrar þessarar stífni sé þörf þegar kemur að málefnum útlendinga. Lögmaður Priyönku hefur sagt að allra leiða verði leitað til að afla henni hér landvistar. Þar á meðal kemur til greina að biðla til Alþingis um að henni verði veittur ríkisborgararéttur. Sé eitthvert réttlæti í henni veröld þá tekur allsherjarnefnd Alþingis mál hennar fyrir og kannar ofan í kjölinn áður en til þess kemur að tekin verði fyrir umleitan auðugra útlendinga vestan hafs sem einnig vilja fá hér ríkisborgararétt. Önugt væri ef hlaupið væri á eftir erindi skattaskjólslögmanns þeirra áður en horft væri til þess hvort hægt sé að hjálpa stúlku sem selja á í þrældóm.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun