Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Pólitísk réttarhöld

Atburðir undanfarinna daga hafa afhjúpað það endanlega, hafi verið vafi í huga nokkurs manns, að málshöfðunin gegn Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er pólitísk réttarhöld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svo lengi lærir sem lifir

Ég las sögu í háskóla. Hafði gaman af því, svona heilt yfir séð. Þegar árin liðu komst ég í þá aðstöðu að sitja við og kynna mér sögu iðnaðar í þessu landi.

Bakþankar
Fréttamynd

Heitstrenging Jay-Z

Í síðustu viku bárust þau tíðindi um heimsbyggðina að bandaríski rapparinn Jay-Z hefði svarið þess dýran eið að hætta að kalla konur "tíkur“. Ástæðan fyrir þessari róttæku viðhorfsbreytingu var sú að honum og eiginkonu hans, söngkonunni Beyoncé, varð dóttur auðið. Ábyrgðarkenndin sem hvolfdist yfir kappann þegar snótin, sem gefið var nafnið Blue Ivy Carter, kom í heiminn hafði víst þessar gleðilegu afleiðingar. Samkvæmt frétt Vísisvefsins af heitstrengingu Jay-Z settist hann niður og orti ljóð í tilefni fæðingarinnar þar sem hann heitir því að bregða ekki orðinu "tík“ fyrir sig aftur.

Bakþankar
Fréttamynd

Þrasarar og þvergirðingar

Þrjú ár liðin frá Búsáhaldabyltingu og uppgjör ganga hægt og með harmkvælum – nema náttúrlega ársuppgjör þeirra fyrirtækja sem fengið hafa milljarðaskuldir sínar afskrifaðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Evrópuvæðing án áhrifa

Í síðustu viku kom út viðamikil skýrsla á vegum norskra stjórnvalda, þar sem samningum Noregs við Evrópusambandið er lýst. Sú skýrsla er um leið að verulegu leyti lýsing á sambandi Íslands við ESB, því að marga samninga við ESB eiga Ísland og Noregur sameiginlega.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skrímslið í Eystrasaltslöndunum

Ég horfði fyrir skömmu á heimildamyndaröð breska ríkisútvarpsins BBC um seinni heimstyrjöldina í sex hlutum. Sérstök áhersla var lögð mikilvægar orrustur í Austur-Evrópu, einkum Eystrasaltslöndunum. Þessir þættir voru unnir á löngum tíma með viðtölum við fólk sem upplifði þessa atburði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppgjörið við frjálshyggjuna

Reykjavíkurfélag VG sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem sakamálinu gegn Geir Haarde, fyrrum forsætisráðherra, fyrir landsdómi var lýst sem mikilvægum þætti í pólitísku uppgjöri við frjálshyggjuna. Þetta er stærsta félag áhrifamesta stjórnmálaflokks í landinu. Það gefur ályktuninni óneitanlega verulegt vægi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Meira svona, strákar!

Hundrað karlar, sem skrifuðu bæjar- og lögregluyfirvöldum og skipuleggjendum Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum bréf og kröfðust aðgerða til að koma í veg fyrir nauðganir, eiga hrós skilið. Karlmenn láta of sjaldan að sér kveða með þessum hætti í umræðum um kynferðisglæpi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lög unga fólksins

Um daginn settumst við nokkrir vinir inn á kaffihús og hugðumst eiga notalegt spjall um daginn og veginn. Okkur til nokkurrar undrunar bar þá svo við að á kaffihúsinu voru tónleikar þannig að ekki var annað í boði en að sitja og hlusta á tónlist.

Bakþankar
Fréttamynd

Frelsi til að vera til

Það berast ekki allt of margar fréttir af þinginu þessa dagana þar sem aukið er á svigrúm fólks til leita hamingjunnar og ráða sér sjálft. En það er sjálfsagt að hrósa þingmönnum þegar það gerist. Nýsamþykkt þingsályktunartillaga um að heimila staðgöngumeðgöngu í velgjörðarskyni er skref í rétta átt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Falskur söngur heykvíslakórsins

Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Geir stal kökunni úr krúsinni í gær. "Ha, ég? Ekki satt.“ Hver þá? "Björgólfur stal kökunni úr krúsinni í gær.“

Bakþankar
Fréttamynd

Réttlætismál

Alþingi greiðir væntanlega atkvæði í dag um tillögu Bjarna Benediktssonar um að þingið afturkalli málshöfðun á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Landsdómi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Dilkadráttur Vilhjálms

Vilhjálmur Bjarnason skrifar grein í Morgunblaðið í dag, þar sem hann fjallar um persónuleg mál mín. Vilhjálmur er á sinn sérstaka hátt að bregðast við sjónarmiðum sem ég setti fram í Fréttablaðsgrein í vikunni.

Skoðun
Fréttamynd

Spegluð kennslustund

Sú var tíðin að piltur bað föður sinn að kenna sér að binda bindishnút. Nú fara ungir menn með skjótum hætti í smiðju Youtube sem kennir skref fyrir skref þetta vandasama verk. Prjónadella íslenskra kvenna hefur kennt mörgum að leita á sömu slóðir en fjölmörg myndbönd kenna affellingu og loftlykkju sem sparar ófá sporin til mömmu eða ömmu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Matvælaöryggið

Hollusta og hreinleiki eru orðin sem gjarnan eru notuð þegar íslenzkum matvælum er lýst og þau eru markaðssett.

Fastir pennar
Fréttamynd

Góðan dag, kæri vinur

Ég stóð í forstofu Barnaskóla Reykjavíkur og horfði á kennara taka á móti drengjum í skólann. Þeim mætti ekki aðeins hlýtt viðmót heldur kveðjan: "Góðan dag, kæri vinur.“ Í þessum skóla, eins og öðrum góðum menntastofnunum, er fólk ræktað. Góðan daginn er ljómandi ávarp, en varð elskulegt þegar kæri vinurinn bættist við. Kennararnir vanda málfar sitt, eru vinir nemenda sinna og nefna þá vini. Ég er viss um, að svo vinsamleg ávörp hafa góð áhrif á nemendur, á kennarana sjálfa, á skólabrag og þar með uppeldisaðstæður. Síðan seytlar þessi vinátta upp úr skólatöskum og úr barnamunnum inn á heimilin. Hvernig við tölum við hvert annað skiptir máli.

Bakþankar
Fréttamynd

Á frímiða inn í nýja árið

Jólatréð stendur enn í stofunni hjá mér þó að komið sé fram yfir miðjan janúar. Skrautlaust reyndar. Ég hef ekki komið því í verk að þvælast með það í Sorpu enda tréð rétt um tveir metrar á hæð og mikið um sig. Ég mikla fyrir mér að troðast með það niður stigaganginn og hvað þá að fóta mig með það í hálkunni á útitröppunum. Hef heldur ekki leyst þá gestaþraut að koma því inn í fjölskyldubílinn, svo í stofunni stendur það enn eins og plássfrek pottaplanta.

Bakþankar
Fréttamynd

Skattpíning?

Þegar íslenska bankakerfið fór á hliðina, gengi krónunnar hrundi og skuldir ríkisins margfölduðust bjuggu flestir sig undir erfiða tíma. Tekjur ríkissjóðs voru enda 478,5 milljörðum króna minni en gjöld hans á árunum 2008-2010. Í fjárlögum áranna 2011 og 2012 var gert ráð fyrir um 58 milljarða króna viðbótarhalla. Ljóst var að gatið sem þurfti að brúa var risavaxið. Það hefur verið gert með lántökum. Til frambúðar var þó ljóst að auka þyrfti tekjur og draga mjög úr kostnaði til að ná jöfnuði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rúv heillum horfið

Enn á ný ryðst slitastjórn Glitnis fram í fjölmiðla með nýja stefnu. Nú fyrir íslenskum dómstólum. Sama slitastjórnin sem fyrir nokkrum misserum treysti ekki þeim íslensku og leitaði því á náðir bandarískra dómstóla. Og enn tromma íslenskir fjölmiðlar undir.

Skoðun
Fréttamynd

Orðspor

Bæjarstjóranum í Kópavogi hefur verið tilkynnt að hann njóti ekki lengur trausts. Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna þegar þetta er skrifað. Fjölmiðlar og netmiðlar sjá til þess að öll heimili í landinu vita nú að þessari konu er ekki treystandi. Þangað til annað kemur í ljós. Hafi hún brotið af sér, á það ekki að vera leyndarmál. En sé hér um að ræða pólitíska geðþóttaákvörðun að litlu eða engu tilefni er þetta mannorðsatlaga. Það þarf ekki meira en tveggja daga óvissu til þess að það festist í gullfiskaminni almennings að þessi kona hafi verið rekin úr starfi bæjarstjóra, muna kannski ekki hvers vegna, nema að hún brást trausti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ómetanleg þekking og reynsla hjá slysavarnadeildum SL

Við erum reglulega minnt á skelfilegar afleiðingar slysa og um leið á þá staðreynd að hætturnar leynast víða. Slysavarnafélagið var stofnað fyrir 84 árum, eða 28. janúar 1928, og þá var það meginmarkmið félagsins að auka slysavarnir á sjó. Árangur af slysavörnum er þó oft illmælanlegur enda erfitt að telja slys sem ekki urðu en þó er ljóst að hann er gífurlegur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fýluferð á föstudegi

Andskotinn, þetta er vesen,“ hugsaði ég með mér þegar ég uppgötvaði að ég hafði keyrt um á útrunnu ökuskírteini í þrjá mánuði. Ég gróf upp símanúmerið hjá gamla ökukennaranum mínum og pantaði ökumat síðar í sömu viku. Ökumatið gekk bara nokkuð vel; ég þótti vera öruggur ökumaður en mætti vera aðeins duglegri við að gefa stefnuljós. Þá þarf ég að gæta þess að stoppa alveg, en ekki næstum því, við stöðvunarskyldu. Gott og vel, ég var kominn með ökumatið og gat þá endurnýjað ökuskírteinið hjá sýslumanni. Það var föstudagur og ég ákvað að klára málið bara strax.

Bakþankar
Fréttamynd

Með höfuðið uppi í rassgatinu

Nýtt upphaf hefur alltaf heillað mig, sama hversu stóran eða lítinn viðburð það felur í sér. Ég endurræsi tölvuna mína oft á dag, hendi reglulega öllu úr ísskápnum mínum og læt stundum þvo öll fötin mín í einu. Allt í nafni endurnýjunar. Ég hef skipt nokkuð reglulega um vinnu síðustu ár og eftir misheppnuð ástarsambönd rofar ekki til í huga mínum fyrr en ég átta mig á ferskleikanum sem felst í nýju upphafi.

Bakþankar
Fréttamynd

Karlmennskan í fyrirrúmi

Ég komst aldeilis í hann krappan nýverið þegar ég gekk örna minna í háskólanum í Kordóba. Mér var ekkert voðalega mikið mál en þar sem ég átti langa ökuferð fyrir höndum taldi ég betra að tæma blöðruna. Þegar ég kem svo á þetta íturvaxna salerni er þar heilt hreingerningarlið að störfum. Þrjár konur með spreibrúsa, tuskur, moppu og mikinn hreingerningarvagn.

Bakþankar
Fréttamynd

Fúsk & Fyrirlitning hf.

Maður sér appelsín-flösku og fer ósjálfrátt að brosa vegna þess að fyrirfram tengir maður ljúfar kenndir við Ölgerð Egils Skallagrímssonar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aginn festur í sessi

Fréttablaðið sagði frá því um helgina að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) aðstoðaði nú fjármálaráðuneytið við gerð nýrrar rammalöggjafar, sem á að koma meira aga og skipulagi á undirbúning fjárlaga og töku ákvarðana um þau á Alþingi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Spilling og siðbót

Eftir að Alþingi lögfesti heimild handa bönkunum til þess að afskrifa skuldir fyrirtækja umfram eignir gegn framlagi fjármuna upp á 10% af virði eigna var samkeppnismarkaður skilinn eftir á eyðieyju. Þar er hann enn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er Mammon íslenskur?

Alþýðusambandið efndi í vikunni til fundar um þá spurningu hvort íslenska krónan væri böl eða blessun. Í góðu samræmi við íslenska umræðuhefð setti Morgunblaðið hins vegar ofan í við forystumenn sambandsins fyrir að halda fund um upptöku evrunnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enn af hlerunum

Enn hefur athyglin beinzt að símahlerunum lögreglunnar, eftir að Fréttablaðið sagði frá því í fyrradag að tugum manna, sem höfðu stöðu grunaðra í rannsóknum embættis sérstaks saksóknara á bankahruninu, hefði á síðustu vikum verið greint bréflega frá því að símar þeirra hefðu verið hleraðir. Í sumum tilfellum leið hálft annað ár frá því að heimild fékkst til hlerana og þar til viðkomandi var tilkynnt um hlerunina.

Fastir pennar