Ómetanleg þekking og reynsla hjá slysavarnadeildum SL Hörður Már Harðarson og Margrét Laxdal skrifar 17. janúar 2012 06:00 Við erum reglulega minnt á skelfilegar afleiðingar slysa og um leið á þá staðreynd að hætturnar leynast víða. Slysavarnafélagið var stofnað fyrir 84 árum, eða 28. janúar 1928, og þá var það meginmarkmið félagsins að auka slysavarnir á sjó. Árangur af slysavörnum er þó oft illmælanlegur enda erfitt að telja slys sem ekki urðu en þó er ljóst að hann er gífurlegur. Sem dæmi má nefna að árið 1928 urðu þrjú af hverjum fjórum banaslysum hér á landi vegna óhappa á sjó og var sjómennskan talin hættulegri en hermennska. Árið 1978, 50 árum eftir stofnun félagsins, voru sjóslysin ekki nema þriðjungur allra slysa og árið 2008 varð ekkert banaslys á sjó hér á landi, í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Sá árangur náðist svo aftur á síðasta ári þegar enginn íslenskur sjómaður lést við störf sín. Í gegnum árin hafa þúsundir sjálfboðaliða lagt fram óteljandi vinnustundir í þeim tilgangi að gera umhverfi sitt öruggara og koma í veg fyrir slys hjá samborgurum sínum. Hjá félagsfólki Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur því safnast ómetanleg þekking og reynsla sem hefur verið hluti af samningi við óblíð náttúruöflin um að þeim þurfi sem fæstar fórnir að færa. Félagið teygir arma sína um allt land og hefur stöðugt veriðað eflast á þeim árum sem liðin eru frá stofnun þess. Erindrekar félagsins fóru um landið áratugum saman og sinntu slysavörnum og með framgöngu félagsmanna hefur okkur tekist að leiða mörg þjóðþrifamál. Fyrsta björgunarskipið, fyrsta björgunarþyrlan, Tilkynningaskylda íslenskra skipa og Slysavarnaskóli sjómanna eru aðeins örfá þeirra framfaraspora sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og móðurfélög þess hafa stigið. Slysavarnir við hafnir, umferðarslysavarnir og hjálmanotkun barna eru meðal þess sem félagið hefur beitt sér fyrir og staðið í fararbroddi. Ekki má gleyma endurskinsmerkjum en strax árið 1965 gaf félagið út bækling um notkun þeirra og var það sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi og í framhaldi fór af stað áróðursherferð fyrir notkun þeirra. Í dag gefa slysavarnadeildir félagsins um land allt þúsundum barna þetta mikilvæga öryggistæki á hverju ári. Einnig framkvæma slysavarnadeildir og björgunarsveitir árlega könnunina Öryggi barna í bílum sem felur í sér úttekt á notkun öryggisbelta og bílstóla hjá leikskólabörnum. Slysavarnafélagið hóf sölu á sjúkrakössum til verksmiðja árið 1937 og stóð fyrir námskeiðum í Hjálp í viðlögum. Í ársbyrjun 1938 átti félagið þátt í stofnun sérstaks umferðarráðs í Reykjavík sem hafði það hlutverk að vinna að bættri umferðarmenningu. Líkt og áður er það eitt meginhlutverk félagsins að koma í veg fyrir slys með öflugum slysavörnum. Mikilvægi þeirra hefur síst dalað þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum 84 árum því alltaf skapast nýjar og nýjar hættur og ný víti þarf að varast. Starf við slysavarnir er því síbreytilegt og fjölbreytt og alltaf spennandi að takast á við slík verkefni, ekki síst þegar góður árangur sést af starfinu. Í dag, sem fyrr, leggur Slysavarnafélagið Landsbjörg sitt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að slysavörnum og er í fararbroddi, enda enginn annar aðili sem hefur þann mannafla og þekkingu sem félagið býr yfir. Undanfarin ár hafa slysavarnir í ferðamennsku verið áberandi, margir eldri borgarar hafa fengið heimsóknir þar sem heimili þeirra eru tekin út með tilliti til slysahættu og gerðar úrbætur þar sem það á við, opin leiksvæði og umhverfi skóla eru skoðuð og gerðar tillögur að úrbótum til bæjar- og sveitarfélaga og foreldrar ungra barna eru upplýstir um hættur á heimilum. Slysavarnafélagið Landsbjörg beitir sér einnig í skólum og leikskólum en á báðum skólastigum er verið að kenna námsefni frá félaginu um slysavarnir. Slysavarnadeildir hafa líka boðið leikskólum upp á brúðuleiksýningar um Núma og höfuðin sjö, sem skrifuð er af Sjón og sett upp af Brúðubílnum með Helgu Steffensen. Þótt mikil árangur hafi náðst í slysavörnum í gegnum árin er enn langt í land og þegar tölur frá Slysaskrá Íslands eru skoðaðar er ljóst að slys á Íslandi eru alltof mörg. Við megum því ekki undir neinum kringumstæðum slaka á og þurfum raunar frekar að bæta í. Mun Slysavarnafélagið Landsbjörg, hér eftir sem hingað til, kappkosta að vera í forystu í þeim málaflokki. Þriðjudaginn 17.janúar mun félagið standa fyrir kynningardegi slysavarnadeilda þar sem fjölmargar einingar um land allt munu opna hús sín fyrir áhugasömum og kynna starfsemi sína. Við hvetjum alla áhugasama að kynna sér það mikilvæga og fjölbreytta starf sem fer fram hjá slysavarnadeildum félagsins. Það er von okkar að þetta kynningarátak megi varpa ljósi á þann kraft sem býr í einingum félagsins og að það skili sér í auknum fjölda félaga og betra starfi í þágu þjóðar.Hörður Már Harðarson- formaður Slysavarnafélagsins LandsbjargarMargrét Laxdal – varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Við erum reglulega minnt á skelfilegar afleiðingar slysa og um leið á þá staðreynd að hætturnar leynast víða. Slysavarnafélagið var stofnað fyrir 84 árum, eða 28. janúar 1928, og þá var það meginmarkmið félagsins að auka slysavarnir á sjó. Árangur af slysavörnum er þó oft illmælanlegur enda erfitt að telja slys sem ekki urðu en þó er ljóst að hann er gífurlegur. Sem dæmi má nefna að árið 1928 urðu þrjú af hverjum fjórum banaslysum hér á landi vegna óhappa á sjó og var sjómennskan talin hættulegri en hermennska. Árið 1978, 50 árum eftir stofnun félagsins, voru sjóslysin ekki nema þriðjungur allra slysa og árið 2008 varð ekkert banaslys á sjó hér á landi, í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Sá árangur náðist svo aftur á síðasta ári þegar enginn íslenskur sjómaður lést við störf sín. Í gegnum árin hafa þúsundir sjálfboðaliða lagt fram óteljandi vinnustundir í þeim tilgangi að gera umhverfi sitt öruggara og koma í veg fyrir slys hjá samborgurum sínum. Hjá félagsfólki Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur því safnast ómetanleg þekking og reynsla sem hefur verið hluti af samningi við óblíð náttúruöflin um að þeim þurfi sem fæstar fórnir að færa. Félagið teygir arma sína um allt land og hefur stöðugt veriðað eflast á þeim árum sem liðin eru frá stofnun þess. Erindrekar félagsins fóru um landið áratugum saman og sinntu slysavörnum og með framgöngu félagsmanna hefur okkur tekist að leiða mörg þjóðþrifamál. Fyrsta björgunarskipið, fyrsta björgunarþyrlan, Tilkynningaskylda íslenskra skipa og Slysavarnaskóli sjómanna eru aðeins örfá þeirra framfaraspora sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og móðurfélög þess hafa stigið. Slysavarnir við hafnir, umferðarslysavarnir og hjálmanotkun barna eru meðal þess sem félagið hefur beitt sér fyrir og staðið í fararbroddi. Ekki má gleyma endurskinsmerkjum en strax árið 1965 gaf félagið út bækling um notkun þeirra og var það sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi og í framhaldi fór af stað áróðursherferð fyrir notkun þeirra. Í dag gefa slysavarnadeildir félagsins um land allt þúsundum barna þetta mikilvæga öryggistæki á hverju ári. Einnig framkvæma slysavarnadeildir og björgunarsveitir árlega könnunina Öryggi barna í bílum sem felur í sér úttekt á notkun öryggisbelta og bílstóla hjá leikskólabörnum. Slysavarnafélagið hóf sölu á sjúkrakössum til verksmiðja árið 1937 og stóð fyrir námskeiðum í Hjálp í viðlögum. Í ársbyrjun 1938 átti félagið þátt í stofnun sérstaks umferðarráðs í Reykjavík sem hafði það hlutverk að vinna að bættri umferðarmenningu. Líkt og áður er það eitt meginhlutverk félagsins að koma í veg fyrir slys með öflugum slysavörnum. Mikilvægi þeirra hefur síst dalað þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar á þessum 84 árum því alltaf skapast nýjar og nýjar hættur og ný víti þarf að varast. Starf við slysavarnir er því síbreytilegt og fjölbreytt og alltaf spennandi að takast á við slík verkefni, ekki síst þegar góður árangur sést af starfinu. Í dag, sem fyrr, leggur Slysavarnafélagið Landsbjörg sitt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að slysavörnum og er í fararbroddi, enda enginn annar aðili sem hefur þann mannafla og þekkingu sem félagið býr yfir. Undanfarin ár hafa slysavarnir í ferðamennsku verið áberandi, margir eldri borgarar hafa fengið heimsóknir þar sem heimili þeirra eru tekin út með tilliti til slysahættu og gerðar úrbætur þar sem það á við, opin leiksvæði og umhverfi skóla eru skoðuð og gerðar tillögur að úrbótum til bæjar- og sveitarfélaga og foreldrar ungra barna eru upplýstir um hættur á heimilum. Slysavarnafélagið Landsbjörg beitir sér einnig í skólum og leikskólum en á báðum skólastigum er verið að kenna námsefni frá félaginu um slysavarnir. Slysavarnadeildir hafa líka boðið leikskólum upp á brúðuleiksýningar um Núma og höfuðin sjö, sem skrifuð er af Sjón og sett upp af Brúðubílnum með Helgu Steffensen. Þótt mikil árangur hafi náðst í slysavörnum í gegnum árin er enn langt í land og þegar tölur frá Slysaskrá Íslands eru skoðaðar er ljóst að slys á Íslandi eru alltof mörg. Við megum því ekki undir neinum kringumstæðum slaka á og þurfum raunar frekar að bæta í. Mun Slysavarnafélagið Landsbjörg, hér eftir sem hingað til, kappkosta að vera í forystu í þeim málaflokki. Þriðjudaginn 17.janúar mun félagið standa fyrir kynningardegi slysavarnadeilda þar sem fjölmargar einingar um land allt munu opna hús sín fyrir áhugasömum og kynna starfsemi sína. Við hvetjum alla áhugasama að kynna sér það mikilvæga og fjölbreytta starf sem fer fram hjá slysavarnadeildum félagsins. Það er von okkar að þetta kynningarátak megi varpa ljósi á þann kraft sem býr í einingum félagsins og að það skili sér í auknum fjölda félaga og betra starfi í þágu þjóðar.Hörður Már Harðarson- formaður Slysavarnafélagsins LandsbjargarMargrét Laxdal – varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun