Salt, sílíkon og kadmíum Steinunn Stefánsdóttir skrifar 17. janúar 2012 06:00 Stóra saltmálið kemur upp í beinu framhaldi af sílíkonpúðamálinu sem aftur kom upp í framhaldi af kadmíum-málinu. Þessi mál eru vissulega ekki algerlega sambærileg. Öll bera þau þó ákveðinni vanþróun vitni og afhjúpa annars vegar fyrirtæki sem selja vöru eða þjónustu og velja að taka hagsmuni sína fram yfir hagsmuni neytenda eða almennings og hins vegar að annaðhvort skortir eftirlit með starfseminni eins og í brjóstapúðamálinu eða að eftirlitsstofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings bregðast hlutverki sínu. Í saltmálinu flytur fyrirtæki inn iðnaðarsalt í dyggilega merktum pokum og selur til matvælaframleiðslu. Matvælaframleiðendurnir kaupa saltið í dyggilega merktu pokunum og nota í vinnslu matvæla. Þetta gengur í áraraðir og allir una glaðir við sitt þar til eftirlitsaðilinn uppgötvar hvers kyns er og gerir athugasemd. Hann veitir engu að síður innflytjandanum undanþágu til að klára birgðir sínar og virðist þannig meta stöðuna sem svo að það standi stjórnsýslunni nær að gæta fjárhagslegra hagsmuna innflytjandans og matvælaframleiðendanna en hags neytenda sem kaupa matvæli söltuð með salti sem ekki er ætlað til manneldis. Brjóstapúðarnir sem fylltir voru með iðnaðarsílíkoni voru vissulega fölsuð vara, þ.e. erlendi framleiðandinn beitti blekkingum vísvitandi. Þeir voru því ekki merktir á þann veg að í þeim væri iðnaðarsílíkon en ekki sílíkon sem ætlað er til nota innvortis í fólki. Þegar upp komst um svindlið brást sá sem púðana hafði notað hins vegar ekki við með áætlun um að gera þeim konum viðvart sem fengið höfðu púðana. Í því máli er ekki síður umhugsunarvert að engin skráningarskylda skuli vera á aðgerðum á borð við brjóstastækkanir. Vissulega er þar ekki um læknisaðgerð að ræða í þeim skilningi að sú sem lætur stækka brjóst sín er ekki sjúklingur sem læknaður er heldur kaupandi tiltekinnar þjónustu. Engu að síður er aðgerðin unnin af læknum og um er að ræða talsvert inngrip sem reynslan hefur að auki sýnt að getur haft í för með sér margvísleg vandamál síðar. Í áburðarmálinu kom í ljós við eftirlit að kadmíum-innihald í tilteknum áburði var yfir viðmiðunarmörkum. Eftirlitsaðilinn greindi hins vegar ekki frá niðurstöðunni þannig að áfram var haldið að selja áburðinn og nota hann þannig að nú eru skepnur fóðraðar með fóðri sem aflað var með notkun áburðarins. Þessar skepnur skila svo sínum afurðum til neyslu. Á Ísland er almennt litið sem þróað land og við sem hér búum viljum líta þannig á að svo sé. Málin þrjú sem upp hafa komið á þeim rúmu tveimur vikum sem liðnar eru af árinu 2012 bera hins vegar vott um bæði vanþróaða stjórnsýslu og viðskiptasiðferði. Bent hefur verið á að ef eftirlitskerfið er svo veikt sem raun ber vitni geti verið verr af stað farið en heima setið. Aðrir halda því þó fram að nær sé að eftirlitsaðilarnir sinni hlutverki sínu af ábyrgð. Hitt er ekki síður umhugsunarefni að menn sem bera ábyrgð á rekstri fyrirtækja skuli ekki sýna meiri ábyrgð og metnað en fram kemur í dæmunum þremur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Stóra saltmálið kemur upp í beinu framhaldi af sílíkonpúðamálinu sem aftur kom upp í framhaldi af kadmíum-málinu. Þessi mál eru vissulega ekki algerlega sambærileg. Öll bera þau þó ákveðinni vanþróun vitni og afhjúpa annars vegar fyrirtæki sem selja vöru eða þjónustu og velja að taka hagsmuni sína fram yfir hagsmuni neytenda eða almennings og hins vegar að annaðhvort skortir eftirlit með starfseminni eins og í brjóstapúðamálinu eða að eftirlitsstofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings bregðast hlutverki sínu. Í saltmálinu flytur fyrirtæki inn iðnaðarsalt í dyggilega merktum pokum og selur til matvælaframleiðslu. Matvælaframleiðendurnir kaupa saltið í dyggilega merktu pokunum og nota í vinnslu matvæla. Þetta gengur í áraraðir og allir una glaðir við sitt þar til eftirlitsaðilinn uppgötvar hvers kyns er og gerir athugasemd. Hann veitir engu að síður innflytjandanum undanþágu til að klára birgðir sínar og virðist þannig meta stöðuna sem svo að það standi stjórnsýslunni nær að gæta fjárhagslegra hagsmuna innflytjandans og matvælaframleiðendanna en hags neytenda sem kaupa matvæli söltuð með salti sem ekki er ætlað til manneldis. Brjóstapúðarnir sem fylltir voru með iðnaðarsílíkoni voru vissulega fölsuð vara, þ.e. erlendi framleiðandinn beitti blekkingum vísvitandi. Þeir voru því ekki merktir á þann veg að í þeim væri iðnaðarsílíkon en ekki sílíkon sem ætlað er til nota innvortis í fólki. Þegar upp komst um svindlið brást sá sem púðana hafði notað hins vegar ekki við með áætlun um að gera þeim konum viðvart sem fengið höfðu púðana. Í því máli er ekki síður umhugsunarvert að engin skráningarskylda skuli vera á aðgerðum á borð við brjóstastækkanir. Vissulega er þar ekki um læknisaðgerð að ræða í þeim skilningi að sú sem lætur stækka brjóst sín er ekki sjúklingur sem læknaður er heldur kaupandi tiltekinnar þjónustu. Engu að síður er aðgerðin unnin af læknum og um er að ræða talsvert inngrip sem reynslan hefur að auki sýnt að getur haft í för með sér margvísleg vandamál síðar. Í áburðarmálinu kom í ljós við eftirlit að kadmíum-innihald í tilteknum áburði var yfir viðmiðunarmörkum. Eftirlitsaðilinn greindi hins vegar ekki frá niðurstöðunni þannig að áfram var haldið að selja áburðinn og nota hann þannig að nú eru skepnur fóðraðar með fóðri sem aflað var með notkun áburðarins. Þessar skepnur skila svo sínum afurðum til neyslu. Á Ísland er almennt litið sem þróað land og við sem hér búum viljum líta þannig á að svo sé. Málin þrjú sem upp hafa komið á þeim rúmu tveimur vikum sem liðnar eru af árinu 2012 bera hins vegar vott um bæði vanþróaða stjórnsýslu og viðskiptasiðferði. Bent hefur verið á að ef eftirlitskerfið er svo veikt sem raun ber vitni geti verið verr af stað farið en heima setið. Aðrir halda því þó fram að nær sé að eftirlitsaðilarnir sinni hlutverki sínu af ábyrgð. Hitt er ekki síður umhugsunarefni að menn sem bera ábyrgð á rekstri fyrirtækja skuli ekki sýna meiri ábyrgð og metnað en fram kemur í dæmunum þremur.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun