Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Daði og Gagna­magnið enn í sótt­kví

Daði Freyr og Gagnamagnið eru enn í sóttkví og munu fara í annað PCR-próf á miðvikudag. Smit kom upp í íslenska hópnum í gær en greint var frá því fyrr í kvöld að enginn annar í hópnum væri smitaður.

Lífið
Fréttamynd

Ekki fleiri smit í íslenska hópnum

Ekkert smit greindist í sýnatöku íslenska Eurovision-hópsins eftir að einn úr hópnum greindist með veiruna í gær. Þau þrettán sem eru í hópnum fóru í skimun í gær en sá sem greindist í gær er ekki á meðal þeirra sem koma fram í atriðinu sjálfu.

Lífið
Fréttamynd

Furðar sig á for­­gangi Euro­vision-hópsins

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann furðaði sig á því að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið bólusetningu fyrir brottför til Hollands þar sem keppnin fer fram. Hópurinn var bólusettur að beiðni Ríkisútvarpsins en smit hefur nú komið upp í hópnum. 

Innlent
Fréttamynd

Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega

Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki.

Innlent
Fréttamynd

Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið

Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku.

Lífið
Fréttamynd

Smit greindist í pólska hópnum

Meðlimur í pólska hópnum á Eurovision í Rotterdam greindist smitaður af Covid-19 í dag. Sá hafði síðast verið í Ahoy-höllinni þar sem keppnin fer fram á fimmtudaginn og þá hafði enginn í hópnum greinst smitaður.

Lífið
Fréttamynd

Sótti sjaldséð þrjú íslensk stig á Parken

Einar Bárðarson, oft titlaður umboðsmaður Íslands, stendur á tímamótum. Tuttugu ár eru liðin síðan hann vaknaði á hóteli í Kaupmannahöfn og verkefni dagsins var ekki spennandi. Lag hans Angel hafði hafnað í næst seinasta sæti í Eurovision, uppskorið þrjú stig, og Einar vaknaður fyrir allar aldir.

Lífið
Fréttamynd

Óborganleg mistök í Eurovision

Eurovision hefst í næstu viku en fyrra undankvöldið verður 18. maí og það síðara þann 20. maí og þá stígur Daði Freyr og Gagnamagnið á sviðið í Rotterdam og flytja lagið 10 Years.

Lífið
Fréttamynd

Sigur­líkur Ís­lands aukast eftir æfinguna

Svo virðist sem sigurlíkur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, séu meiri í dag en í gær. Veðbankar hafa að undanförnu talið sveitina þá sjöttu líklegustu til sigurs, en nú hefur sveitin, með lagið 10 Years, skotist upp í það fjórða.

Lífið
Fréttamynd

Fulltrúar Íslands flognir af stað

Fulltrúar Íslands í Eurovision í ár héldu af stað út á flugvöll úr útvarpshúsinu í Efstaleiti snemma í morgun, þaðan sem þeir flugu af stað til Rotterdam.

Lífið
Fréttamynd

Daði fær silfurplötu í Bretlandi

Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi.

Tónlist
Fréttamynd

Daði bruggar sinn eigin bjór

Daði og Gagnamagnið undirbúa nú útgáfu á sérstökum bjór í tengslum við þátttöku þeirra í Eurovision. Bjórinn er þróaður og bruggaður í samstarfi við Borg Brugghús og væntanlegur í Vínbúðir um mánaðamótin.

Lífið