Orkan í blaðamannahöllinni var gríðarlega góð og blaðamenn frá ólíkum löndum, sem allir deila ástríðu sinni á Eurovision, sameinast í skemmtilega heild.
Hin sænska Cornelia Jakobs lenti í örðugleikum á æfingu sinni í gær þar sem snúra á sviðinu virtist stöðugt vera að flækjast fyrir.
Kristín segist spennt fyrir komandi dögum í Eurovision heiminum og er sérstaklega peppuð fyrir finnska rokkbandinu The Rasmus. Hún hitti á þá á dögunum og átti erfitt með orð.
Þáttinn má sjá hér fyrir neðan.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum.
Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.