Cecilía hjá Everton til 2024 og segir liðið á leið að verða eitt það besta í Evrópu Cecilía Rán Rúnarsdóttir gengur í raðir Everton í janúar og hefur skrifað undir samning við enska knattspyrnufélagið sem gildir fram í júní 2024. Fótbolti 20. ágúst 2021 15:50
Ásakaðir um að hafa slegið og sparkað í unga svarta leikmenn Chelsea á tíunda áratugnum The Athletic hefur undir höndum dómsskjöl sem sýna fram á skelfilegt kynþáttaníð sem ungir svartir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Chelsea urðu fyrir á tíunda áratug síðustu aldar. Gerendurnir eru þjálfari leikmannanna sem og yfirmaður unglingastarfs félagsins. Enski boltinn 20. ágúst 2021 10:31
LeBron James hefur grætt níu milljarða á því að fjárfesta í Liverpool Það var mjög góð ákvörðun hjá LeBron James að ákveða að setja pening í enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool fyrir áratug síðan. Enski boltinn 20. ágúst 2021 08:01
Ödegaard staðfestur og fær áttuna hjá Arsenal Arsenal staðfesti það í morgun að félagið hafði keypt Norðmanninn Martin Ödegaard frá Real Madrid. Enski boltinn 20. ágúst 2021 07:47
Rúnar Alex, Aubameyang og Lacazette með veiruna Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson og liðsfélagar hans hjá Arsenal, Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette, voru ekki í leikmannahópi Arsenal sem tapaði gegn nýliðum Brentford um helgina vegna veikinda. Nú hefur það verið staðfest að þeir greindust með kórónaveiruna. Enski boltinn 19. ágúst 2021 22:31
Klopp biður stuðningsfólk Liverpool um að hætta níðsöngvum um samkynhneigð Jurgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnuliðsins Liverpool, hefur beðið stuðningsfólk félagsins um að hætta öllum hómófóbískum söngvum. Slíkir söngvum var beint að Billy Gilmour, leikmanni Norwich City, í leik liðanna um liðna helgi. Enski boltinn 19. ágúst 2021 15:01
Erfitt að toppa þetta í „keppninni“ um klúður tímabilsins Macauley Bonne svaf ekki vel í nótt og mun örugglega ekki sofa vel út mánuðinn eftir klúður sitt í tapi Ipswich Town í ensku C-deildinni. Enski boltinn 19. ágúst 2021 14:30
Rummenigge sér fyrir sér að Haaland endi hjá Liverpool Liverpool hefur ekki látið mikið af sér kveða á leikmannamarkaðnum í sumar í samanburði við samkeppnisaðilana í Manchester United, Chelsea og Manchester City. Það gæti samt verið von á einhverju stóru í framtíðinni. Enski boltinn 19. ágúst 2021 09:18
Læknar sögðu hann heppinn að vera á lífi en hann er mættur aftur í ensku deildina Endurkoma framherja Úlfanna var ein af stóru fréttunum frá fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Enski boltinn 19. ágúst 2021 09:01
Blaðamenn Sky Sports rifust um Harry Kane í beinni Ef það er eitthvað mál sem er efst á dagskrá hjá flestum íþróttafréttamönnum á Englandi þá er það næsta framtíð enska landsliðsfyrirliðans Harry Kane. Enski boltinn 19. ágúst 2021 08:01
Ashley óvinsælastur í deildinni - eigendur United og Arsenal þar á eftir SkyBet, veðmálafyrirtæki bresku Sky-samsteypunnar, framkvæmdi á dögunum könnun á meðal stuðningsmanna liða í ensku úrvalsdeildinni þar sem þeir voru spurðir um álit á eiganda þeirra liðs í deildinni. Eigendur aðeins sex liða eru með undir 50 prósent stuðning. Fótbolti 18. ágúst 2021 23:30
Mínútu þögn á Anfield um helgina og 97. fórnarlambs Hillsborough minnst Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg í aðdraganda minningarathafnar vegna nýlegs fráfalls Andrew Devine, stuðningsmanns Liverpool, sem varð sá 97. til að láta lífið vegna Hillsborough-slyssins árið 1989. Hans, auk hinna 96 sem létu lífið vegna slyssins, verður minnst fyrir fyrsta heimaleik Liverpool gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Fótbolti 18. ágúst 2021 23:01
Arsenal að ganga frá kaupum á Ramsdale Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda sem geti hækkað í 30 milljónir. Fótbolti 18. ágúst 2021 22:30
Ødegaard búinn að semja við Arsenal Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að festa kaup á norska sóknartengiliðnum Martin Ødegaard. Skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. Sá norski mun kosta Arsenal tæplega 40 milljónir evra. Enski boltinn 18. ágúst 2021 16:31
Þórólfur telur að fullir leikvangar muni koma í bakið á Bretum Fólki brá í brún þegar enska úrvalsdeildin fór af stað liðna helgi. Uppselt inn á hvern einasta leikvang þó svo að hlutfallslega hafi færri verið bólusettir þar heldur en hér á landi. Enski boltinn 18. ágúst 2021 13:00
Ólympíusilfurhafi kominn í samkeppni við Patrik Sigurð hjá Brentford Það bættist í gær í samkeppnina hjá Patriki Gunnarssyni hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford. Enski boltinn 18. ágúst 2021 10:31
Segir Solskjær hafa sýnt veikleika með því að leyfa Phil Jones að vera með stæla Breski sjónvarpsmaðurinn Richard Keys, sem er þekktur fyrir störf sín í kringum enska boltann fyrir BBC, ITV og Sky, leyfði sér að gagnrýna knattspyrnustjóra Manchester United í bloggfærslu sinni þrátt fyrir að United hafi unnið 5-1 sigur um helgina. Enski boltinn 18. ágúst 2021 09:31
Fyrstu mánuðir Maríu hjá Man. United voru þeir erfiðustu á ferlinum Norsk-íslenska knattspyrnukonan María Þórisdóttir hefur gert upp fyrstu mánuði sína sem leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. Enski boltinn 18. ágúst 2021 09:01
Ødegaard nálgast Arsenal Enska knattspyrnufélagið Arsenal er við það að ganga frá samningum við Real Madrid um kaup á Norðmanninum Martin Ødegaard. Ødegaard var á láni hjá Lundúnaliðinu á seinasta tímabili. Enski boltinn 18. ágúst 2021 07:01
Kane mætti á æfingu með Tottenham í morgun Harry Kane, framherji Tottenham og landsliðsfyrirliði enska landsliðsins, æfði með liðsfélögum sínum í Tottenham í fyrsta skipti á tímabilinu í morgun. Enski boltinn 17. ágúst 2021 18:01
Mourinho búinn að fá Tammy Abraham til Rómar og hringnum lokað Ítalska félagið Roma hefur keypt framherjann Tammy Abraham frá Chelsea. Fótbolti 17. ágúst 2021 11:25
Hrósaði Mo Salah fyrir að sýna hvorki eigingirni né leikaraskap í fyrsta leik Garth Crooks sér um að velja lið umferðarinnar á vef breska ríkisútvarpsins. Manchester United og Liverpool áttu flesta leikmann í fyrsta úrvalsliði tímabilsins. Enski boltinn 17. ágúst 2021 09:46
Bruno setti þrennuboltann í bílbelti á leiðinni heim frá Old Trafford Bruno Fernandes byrjaði nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni með látum eða með því að skora þrennu í 5-1 sigri á Leeds United í fyrstu umferð. Enski boltinn 16. ágúst 2021 12:30
Var bitlaus frammistaða nóg til að sannfæra Pep um að fjárfesta í Kane? Englandsmeistarar Manchester City lutu í gras gegn Harry Kane-lausu Tottenham Hotspur í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna þar sem sóknarleikur gestanna var langt frá því sem við eigum að venjast. Enski boltinn 16. ágúst 2021 10:32
Mbappe aftur orðaður við Liverpool Franska stórstjarnan Kylian Mbappe þykir líklegur til að fara frá Paris Saint Germain á frjálsri sölu næsta sumar og Real Madrid er ekki eina félagið sem kemur til greina. Enski boltinn 16. ágúst 2021 07:51
Barcelona sagt vilja fá Aubameyang eða Lacazette í skiptum fyrir Coutinho Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, vill fá nýjan framherja í hópinn sinn og hann hefur augun á tveimur framherjum í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 16. ágúst 2021 07:30
Souness ekki yfir sig hrifinn af fernunni hjá Pogba Franski miðjumaðurinn Paul Pogba gaf fjórar stoðsendingar í 5-1 sigri Manchester United á erkifjendunum í Leeds United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Enski boltinn 16. ágúst 2021 07:01
Sigurreifur stjóri Spurs vongóður um að halda Kane Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, var að sjálfsögðu spurður út í framtíð Harry Kane eftir frækinn sigur á Man City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 15. ágúst 2021 19:00
Lögðu meistarana að velli án Kane Harry Kane var hvergi sjáanlegur þegar Tottenham tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í stórleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í Lundúnum í dag. Enski boltinn 15. ágúst 2021 17:22
Góður endurkomusigur West Ham gegn Newcastle West Ham er komið á blað í ensku úrvalsdeildinni eftir góðan útisigur á Newcastle í dag. Heimamenn komust tvisvar yfir í leiknum en Lundúnaliðið tryggði sér sigur með góðum kafla í síðari hálfleik. Fótbolti 15. ágúst 2021 15:04