Tuchel: Vildi að ég væri með höfuðverk yfir byrjunarliðinu Atli Arason skrifar 1. september 2022 17:31 Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, á hliðarlínunni í leiknum gegn Southampton á þriðjudag. Getty Images Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að félagið þurfi fleiri leikmenn til að auka á dýpt leikmannahópsins. Þetta sagði Tuchel á blaðamannafundi eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton á þriðjudaginn. „Ég vildi að ég væri með hausverk yfir því hver byrjar leikinn og hver situr á bekknum. Fyrir leiktíðina var höfuðverkur yfir því að við værum með of marga leikmenn í ákveðnum stöðum en í fimmta leik tímabilsins erum við bara með tvo leikmenn með reynslu í sömu leikstöðu,“ sagði Tuchel og átti aðallega við að liðið væri fáliðað á miðjunni og í miðri vörninni. Í leiknum gegn Southampton var Chelsea án þeirra N‘Golo Kanté, Trevor Chalobah, Conor Gallagher og Reece James vegna meiðsla, veikinda og leikbanns. „í dag enduðum við í þeirri stöðu að vera ekki með neinn miðvörð á varamannabekknum okkar. Svo misstum við líka Kante í meiðsli og Gallagher í leikbann,“ sagði Tuchel og bætti við. „Kovacic er ekki tilbúinn að leika heilan leik á sama getustigi og úrvalsdeildin er. Hann er aðeins búinn að æfa í eina viku eftir að hafa komið úr meiðslum. Þetta er skrítin staða og staða sem við viljum ekki vera í. Ég veit ekki alveg hvernig við enduðum hér“ Chelsea tilkynnti í gær komu Wesley Fofana til félagsins en þau félagaskipti komu eftir ummæli Tuchel á þriðjudaginn. Tuchel vill hafa stóran og samkeppnishæfan leikmannahóp fyrir komandi tímabil. „Vonandi spilum við 60 leiki á tímabilinu en til að komast í gegnum 60 leikja tímabil þá verður maður að vera með hóp þar sem allir eru heilir og klárir í að spila.“ Ummæli Tuchel um að vanta fleiri leikmenn eru áhugaverð í ljósi þess að Chelsea er hingað til það lið sem hefur eytt mestum fjármunum í félagaskipti í sumar, af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur alls eytt 269 milljónum evra í sex nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í sumar. „Akkúrat núna þá held ég að við þurfum nokkra nýja leikmenn í mismunandi leikstöðum. Það styttist í að félagaskiptaglugginn lokar en þegar 1. september rennur sitt skeið þá verð ég hamingjusamur knattspyrnustjóri sama hvað skeður,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 22.00 í kvöld. Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53 Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39 Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Þetta sagði Tuchel á blaðamannafundi eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton á þriðjudaginn. „Ég vildi að ég væri með hausverk yfir því hver byrjar leikinn og hver situr á bekknum. Fyrir leiktíðina var höfuðverkur yfir því að við værum með of marga leikmenn í ákveðnum stöðum en í fimmta leik tímabilsins erum við bara með tvo leikmenn með reynslu í sömu leikstöðu,“ sagði Tuchel og átti aðallega við að liðið væri fáliðað á miðjunni og í miðri vörninni. Í leiknum gegn Southampton var Chelsea án þeirra N‘Golo Kanté, Trevor Chalobah, Conor Gallagher og Reece James vegna meiðsla, veikinda og leikbanns. „í dag enduðum við í þeirri stöðu að vera ekki með neinn miðvörð á varamannabekknum okkar. Svo misstum við líka Kante í meiðsli og Gallagher í leikbann,“ sagði Tuchel og bætti við. „Kovacic er ekki tilbúinn að leika heilan leik á sama getustigi og úrvalsdeildin er. Hann er aðeins búinn að æfa í eina viku eftir að hafa komið úr meiðslum. Þetta er skrítin staða og staða sem við viljum ekki vera í. Ég veit ekki alveg hvernig við enduðum hér“ Chelsea tilkynnti í gær komu Wesley Fofana til félagsins en þau félagaskipti komu eftir ummæli Tuchel á þriðjudaginn. Tuchel vill hafa stóran og samkeppnishæfan leikmannahóp fyrir komandi tímabil. „Vonandi spilum við 60 leiki á tímabilinu en til að komast í gegnum 60 leikja tímabil þá verður maður að vera með hóp þar sem allir eru heilir og klárir í að spila.“ Ummæli Tuchel um að vanta fleiri leikmenn eru áhugaverð í ljósi þess að Chelsea er hingað til það lið sem hefur eytt mestum fjármunum í félagaskipti í sumar, af öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea hefur alls eytt 269 milljónum evra í sex nýja leikmenn í félagaskiptaglugganum í sumar. „Akkúrat núna þá held ég að við þurfum nokkra nýja leikmenn í mismunandi leikstöðum. Það styttist í að félagaskiptaglugginn lokar en þegar 1. september rennur sitt skeið þá verð ég hamingjusamur knattspyrnustjóri sama hvað skeður,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar klukkan 22.00 í kvöld.
Enski boltinn Tengdar fréttir Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53 Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39 Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Chelsea gerði Fofana að einum dýrasta varnarmanni sögunnar Chelsea hefur gengið frá kaupunum á franska varnarmanninum Wesley Fofana frá Leicester City. 31. ágúst 2022 12:53
Southampton snéri taflinu við gegn Chelsea Southampton vann óvæntan 2-1 sigur er liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 30. ágúst 2022 20:39
Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna. 30. ágúst 2022 22:00