Ummæli Gary Neville á borði ríkissaksóknara | Gæti fengið allt að 2 ára fangelsisdóm Atli Arason skrifar 1. september 2022 23:16 Gary Neville gæti verið í vandræðum fyrir færslu á samfélagsmiðlum. Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, gæti átt von á fangelsisvist ef hann verður fundinn sekur fyrir tilraun til að spilla kviðdómi í réttarhöldum Ryan Giggs. Ummæli sem Neville setti á Instagram eru á borði Suella Braverman, ríkissaksóknara í Bretlandi. Hilary Manley, dómari í máli Giggs, telur ummæli Neville ámælisverð og hefur því vísað þeim áfram til ríkissaksóknara sem mun ákveða framhaldið. „Þar sem höfundur ummælanna er opinber persóna með fjölda fylgjanda þá er hægt að horfa á þau sem tilraun til að hafa áhrif á kviðdómendur. Því hef ég vísað þeim til ríkissaksóknara með mögulegri málsókn í huga,“ sagði Manley í réttarsalnum í dag. Einstaklingur sem reynir að hafa áhrif á kviðdóm í Bretlandi gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist. View this post on Instagram A post shared by Gary Neville (@gneville2) „Sannleikurinn sigrar alltaf en því miður fá lygarar fyrsta höggið,“ er skrifað á mynd sem Neville setti á Instagram. Við færsluna skrifaði Neville „vangaveltur vikurnar.“ Færsluna setti Neville inn klukkan 4 að morgni þann 8. ágúst, sem var fyrsti dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs. Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, og systur hennar, Emma Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gary Neville og Ryan Giggs voru samherjar hjá Manchester United til fjölda ára.Getty Images Neville og Giggs voru samherjar hjá Manchester United til margra ára. Saman brutu þeir sér leið inn í lið United á sínum tíma með hinum vel þekkta 92 árgangi. Eftir að skórnir fóru á hilluna gerðust þeir viðskiptafélagar og eiga saman knattspyrnuliðið Salford City ásamt fyrirtækinu GG Hospitality, sem sérhæfir sig í rekstri lúxus hótela. Kate Greville starfaði um tíma sem almannatengill hjá GG Hospitaliy, Gary Neville þekkir báða aðila málsins því nokkuð vel. Í samtali við Daily Mail neitar umboðsmaður Neville að ummæli hans tengdust réttarhöldunum á einhvern hátt. „Gary neitar því alfarið en þessi ummæli sneru að Glazer fjölskyldunni [eigendur Manchester United]. Allar aðrar afbakanir eru rangar og við munum líta á þær með alvarlegum augum,“ sagði umboðsmaður Gary Neville. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Tengdar fréttir Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34 Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Sjá meira
Ummæli sem Neville setti á Instagram eru á borði Suella Braverman, ríkissaksóknara í Bretlandi. Hilary Manley, dómari í máli Giggs, telur ummæli Neville ámælisverð og hefur því vísað þeim áfram til ríkissaksóknara sem mun ákveða framhaldið. „Þar sem höfundur ummælanna er opinber persóna með fjölda fylgjanda þá er hægt að horfa á þau sem tilraun til að hafa áhrif á kviðdómendur. Því hef ég vísað þeim til ríkissaksóknara með mögulegri málsókn í huga,“ sagði Manley í réttarsalnum í dag. Einstaklingur sem reynir að hafa áhrif á kviðdóm í Bretlandi gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist. View this post on Instagram A post shared by Gary Neville (@gneville2) „Sannleikurinn sigrar alltaf en því miður fá lygarar fyrsta höggið,“ er skrifað á mynd sem Neville setti á Instagram. Við færsluna skrifaði Neville „vangaveltur vikurnar.“ Færsluna setti Neville inn klukkan 4 að morgni þann 8. ágúst, sem var fyrsti dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs. Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, og systur hennar, Emma Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gary Neville og Ryan Giggs voru samherjar hjá Manchester United til fjölda ára.Getty Images Neville og Giggs voru samherjar hjá Manchester United til margra ára. Saman brutu þeir sér leið inn í lið United á sínum tíma með hinum vel þekkta 92 árgangi. Eftir að skórnir fóru á hilluna gerðust þeir viðskiptafélagar og eiga saman knattspyrnuliðið Salford City ásamt fyrirtækinu GG Hospitality, sem sérhæfir sig í rekstri lúxus hótela. Kate Greville starfaði um tíma sem almannatengill hjá GG Hospitaliy, Gary Neville þekkir báða aðila málsins því nokkuð vel. Í samtali við Daily Mail neitar umboðsmaður Neville að ummæli hans tengdust réttarhöldunum á einhvern hátt. „Gary neitar því alfarið en þessi ummæli sneru að Glazer fjölskyldunni [eigendur Manchester United]. Allar aðrar afbakanir eru rangar og við munum líta á þær með alvarlegum augum,“ sagði umboðsmaður Gary Neville.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Tengdar fréttir Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34 Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Sjá meira
Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34
Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01